Handbolti

Ólafur Andrés með stór­leik í sigri | Góður leikur Daníels dugði ekki til

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Andrés Guðmundsson átti frábæran leik í kvöld.
Ólafur Andrés Guðmundsson átti frábæran leik í kvöld. Christoffer Borg Mattisson/BILDBYRÅN

Íslendingalið Kristianstad vann fjögurra marka sigur á Alingsås í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld, 31-27. Þá tapaði Eskilstuna Guif fyrir Redbergslids, lokatölur þar einnig 31-27.

Alls litu ellefu íslensk mörk dagsins ljós í leik Kristianstad og Alingsås. Ólafur Andrés Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk í leiknum, mest allra í liði Kristianstad. Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kristianstad á meðan Aron Dag­ur Páls­son skoraði eitt fyr­ir Al­ingsås.

Lokatölur 31-27 og fór Kristianstad upp í 6. sæti deildarinnar með sigrinum. Alingsås var í því þriðja fyrir leikinn. Íslendingaliðið á svo leik til góða á liðin fyrir ofan sig og gæti stokkið upp í 4. sæti með sigri þar.

Daníel Freyr Andrésson átti fínan leik í marki Guif í kvöld og varði tíu skot af þeim 31 sem hann fékk á sig. Alls varði hann 32 prósent þeirra skota sem komu á markið er hann stóð þar.

Það dugði ekki til sigurs en Guif tapaði með fjögurra marka mun gegn Redbergslids í kvöld.

Guif sem stendur í 11. sæti af fimmtán liðum með 12 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×