Mo Salah svaraði með einu stóru brosi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 11:30 Mohamed Salah hefur skorað mest allra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. EPA-EFE/Shaun Botterill Mohamed Salah hefur svarað nýjustu vangaveltunum um framtíð hans á Anfield og notaði hann samfélagsmiðla sína til þess. Framherji Liverpool hefur raðað inn mörkum fyrir efsta lið ensku úrvalsdeildarinnar en hann átti að vera ósáttur með lífið í Bítlaborginni. Svar Mohamed Salah við nýjustu fréttunum um sig var einfalt en um leið mjög táknrænt. Vinur Mohamed Salah úr egypska landsliðinu veitti viðtal á dögunum þar sem hann ræddi um Mohamed Salah og þá staðreynd hversu óánægður Salah væri hjá Liverpool. Salah átti meðal annars að hafa orðið reiður yfir því að fá ekki fyrirliðabandið á móti danska félaginu Midtjylland í Meistaradeildinni. Surely not Mohamed Salah's former international team-mate, Mohamed Aboutrika, thinks Liverpool are considering selling him. pic.twitter.com/0cDXrSqCjI— Goal (@goal) December 20, 2020 Umræddur vinur Salah og fyrrum liðsfélagi heitir Mohamed Aboutrika og hann sagði að það væru margar ástæður fyrir óánægju Salah hjá Liverpool og ennfremur að hann væri viss um að Liverpool myndi reynda að selja hann. Það er ekki hægt að túlka nýjustu færslu Mohamed Salah á samfélagsmiðlum sem annað en svar við þessum fréttum um meinta óánægju hans hjá Liverpool. Mohamed Salah birti þar mynd af sér skælbrosandi. Það er ekki oft sem við sjáum Egyptan svona sáttan með lífið og tilveruna. pic.twitter.com/BSF9qM5gsd— Mohamed Salah (@MoSalah) December 21, 2020 Mohamed Salah hefur líka yfir mörgu að gleðjast því hann er kominn með tveggja marka forskot á listanum yfir markahæstu menn eftir tvö mörk á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool liðið er líka með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar þegar jólahátíðin rennur í garð og auk þess komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah hefur skorað 13 mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og er að skora á 83 mínútna fresti í þessum leikjum. Hann er með 5 mörk og 3 stoðsendingar í 5 leikjum síðan að hann snéri aftur eftir að hafa fengið kórónuveiruna í Egyptalandi í landsleikjaglugganum. Enski boltinn Tengdar fréttir Vinur Mo Salah segir hann ósáttan og heldur að Liverpool selji hann Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og Mohamed Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar. Egyptinn er samt ekki ánægður hjá Liverpool ef marka má orð vinar hans. 21. desember 2020 09:16 Salah fljótastur og markahæstur hjá Liverpool í Meistaradeildinni Mohamed Salah skráði sig í sögubækurnar er hann kom Liverpool er liðið mætti Midtjylland frá Danmörku á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 10. desember 2020 13:00 Salah búinn að ná Cristiano Ronaldo Mohamed Salah skoraði fyrsta mark Liverpool í 4-0 sigrinum á Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í gær og er þar með búinn að skora 84 mörk í ensku úrvalsdeildinni. 7. desember 2020 14:01 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Sjá meira
Framherji Liverpool hefur raðað inn mörkum fyrir efsta lið ensku úrvalsdeildarinnar en hann átti að vera ósáttur með lífið í Bítlaborginni. Svar Mohamed Salah við nýjustu fréttunum um sig var einfalt en um leið mjög táknrænt. Vinur Mohamed Salah úr egypska landsliðinu veitti viðtal á dögunum þar sem hann ræddi um Mohamed Salah og þá staðreynd hversu óánægður Salah væri hjá Liverpool. Salah átti meðal annars að hafa orðið reiður yfir því að fá ekki fyrirliðabandið á móti danska félaginu Midtjylland í Meistaradeildinni. Surely not Mohamed Salah's former international team-mate, Mohamed Aboutrika, thinks Liverpool are considering selling him. pic.twitter.com/0cDXrSqCjI— Goal (@goal) December 20, 2020 Umræddur vinur Salah og fyrrum liðsfélagi heitir Mohamed Aboutrika og hann sagði að það væru margar ástæður fyrir óánægju Salah hjá Liverpool og ennfremur að hann væri viss um að Liverpool myndi reynda að selja hann. Það er ekki hægt að túlka nýjustu færslu Mohamed Salah á samfélagsmiðlum sem annað en svar við þessum fréttum um meinta óánægju hans hjá Liverpool. Mohamed Salah birti þar mynd af sér skælbrosandi. Það er ekki oft sem við sjáum Egyptan svona sáttan með lífið og tilveruna. pic.twitter.com/BSF9qM5gsd— Mohamed Salah (@MoSalah) December 21, 2020 Mohamed Salah hefur líka yfir mörgu að gleðjast því hann er kominn með tveggja marka forskot á listanum yfir markahæstu menn eftir tvö mörk á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool liðið er líka með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar þegar jólahátíðin rennur í garð og auk þess komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah hefur skorað 13 mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og er að skora á 83 mínútna fresti í þessum leikjum. Hann er með 5 mörk og 3 stoðsendingar í 5 leikjum síðan að hann snéri aftur eftir að hafa fengið kórónuveiruna í Egyptalandi í landsleikjaglugganum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Vinur Mo Salah segir hann ósáttan og heldur að Liverpool selji hann Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og Mohamed Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar. Egyptinn er samt ekki ánægður hjá Liverpool ef marka má orð vinar hans. 21. desember 2020 09:16 Salah fljótastur og markahæstur hjá Liverpool í Meistaradeildinni Mohamed Salah skráði sig í sögubækurnar er hann kom Liverpool er liðið mætti Midtjylland frá Danmörku á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 10. desember 2020 13:00 Salah búinn að ná Cristiano Ronaldo Mohamed Salah skoraði fyrsta mark Liverpool í 4-0 sigrinum á Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í gær og er þar með búinn að skora 84 mörk í ensku úrvalsdeildinni. 7. desember 2020 14:01 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Sjá meira
Vinur Mo Salah segir hann ósáttan og heldur að Liverpool selji hann Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og Mohamed Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar. Egyptinn er samt ekki ánægður hjá Liverpool ef marka má orð vinar hans. 21. desember 2020 09:16
Salah fljótastur og markahæstur hjá Liverpool í Meistaradeildinni Mohamed Salah skráði sig í sögubækurnar er hann kom Liverpool er liðið mætti Midtjylland frá Danmörku á útivelli í Meistaradeildinni í gærkvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli. 10. desember 2020 13:00
Salah búinn að ná Cristiano Ronaldo Mohamed Salah skoraði fyrsta mark Liverpool í 4-0 sigrinum á Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í gær og er þar með búinn að skora 84 mörk í ensku úrvalsdeildinni. 7. desember 2020 14:01