Mexíkó hættulegasta land heimsins fyrir blaðamenn Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2020 10:05 Blaðamenn í Xalapa mótmæltu ofbeldi gegn meðlimum starfsstéttar þeirra í september. Það var eftir að blaðamaðurinn Julio Valdivia var myrtur í borginni. EPA/Miguel Victoria Mexíkó var hættulegasta land ársins fyrir blaðamenn og voru níu slíkir myrtir á árinu. Alls hafa minnst 120 blaðamenn verið myrtir í landinu frá árinu 2000, samkvæmt hópnum Nefnd til verndar blaðamönnum (e. Committee to Protect Journalists) sem vaktar ofbeldi gegn blaðamönnum á heimsvísu. Heilt yfir voru rúmlega tvöfalt fleiri blaðamenn myrtir vegna starfa þeirra á árinu en árið 2019. Minnst 30 blaðamenn voru myrtir og þá allavega 21 vegna starfa þeirra. Að mestu í Mexíkó, Afganistan og Filippseyjum. Þrír dóu í átökum eða annars konar verkefnum sem reyndust hættuleg. Blaðamenn sem deyja í átökum hafa ekki verið færri frá árinu 2000 en þeir þrír sem dóu dóu allir í loftárásum í Idlib í norðurhluta Sýrlands. Í síðasta mánuði voru þrír blaðamenn myrtir í Mexíkó. Þetta er í fyrsta sinn sem flestir blaðamenn eru myrtir vegna starfa þeirra í Mexíkó, frá því CPJ byrjaði að vakta ofbeldi gegn blaðamönnum árið 1992, samkvæmt frétt Guardian. Ástandið versnað í Mexíkó Landið hefur þó lengi þótt hættulegt fyrir blaðamenn og hafa margir slíkir sem hafa verið að rannsaka glæpasamtök og spillingu orðið fyrir árásum. Vonast var til þess að ástandið myndi skána með kjöri Andrés Manuel López Obrador, forseta landsins, árið 2018. Hann hafði heitið því að taka á vandamálinu og vernda blaðamenn. Ofbeldið hefur þó þvert á móti aukist og forsetinn sjálfur notar daglega blaðamannafundi sína iðulega til að gagnrýna blaðamenn og aðgerðarsinna í Mexíkó. Þá hefur ríkisstjórn hans veikt opinberar varnir blaðamanna. Tveir þeirra sem voru myrtir á árinu voru með lífverði á vegum hins opinbera, sem einnig voru myrtir. Guardian segir marga blaðamenn sem hafa verið myrtir í Mexíkó á undanförnum árum hafa verið að rannsaka möguleg tengsl milli glæpasamtaka og embættismanna. Mexíkó Fjölmiðlar Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Heilt yfir voru rúmlega tvöfalt fleiri blaðamenn myrtir vegna starfa þeirra á árinu en árið 2019. Minnst 30 blaðamenn voru myrtir og þá allavega 21 vegna starfa þeirra. Að mestu í Mexíkó, Afganistan og Filippseyjum. Þrír dóu í átökum eða annars konar verkefnum sem reyndust hættuleg. Blaðamenn sem deyja í átökum hafa ekki verið færri frá árinu 2000 en þeir þrír sem dóu dóu allir í loftárásum í Idlib í norðurhluta Sýrlands. Í síðasta mánuði voru þrír blaðamenn myrtir í Mexíkó. Þetta er í fyrsta sinn sem flestir blaðamenn eru myrtir vegna starfa þeirra í Mexíkó, frá því CPJ byrjaði að vakta ofbeldi gegn blaðamönnum árið 1992, samkvæmt frétt Guardian. Ástandið versnað í Mexíkó Landið hefur þó lengi þótt hættulegt fyrir blaðamenn og hafa margir slíkir sem hafa verið að rannsaka glæpasamtök og spillingu orðið fyrir árásum. Vonast var til þess að ástandið myndi skána með kjöri Andrés Manuel López Obrador, forseta landsins, árið 2018. Hann hafði heitið því að taka á vandamálinu og vernda blaðamenn. Ofbeldið hefur þó þvert á móti aukist og forsetinn sjálfur notar daglega blaðamannafundi sína iðulega til að gagnrýna blaðamenn og aðgerðarsinna í Mexíkó. Þá hefur ríkisstjórn hans veikt opinberar varnir blaðamanna. Tveir þeirra sem voru myrtir á árinu voru með lífverði á vegum hins opinbera, sem einnig voru myrtir. Guardian segir marga blaðamenn sem hafa verið myrtir í Mexíkó á undanförnum árum hafa verið að rannsaka möguleg tengsl milli glæpasamtaka og embættismanna.
Mexíkó Fjölmiðlar Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira