Vonast til að geta hafið vinnslu aftur 6. janúar Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2020 12:40 Mannvirki Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði sluppu, en rafmagn fór af byggingunum. Vísir/Egill Síldarvinnslan vonast til að fara að vinna fisk í frystihúsinu á Seyðisfirði þann 6. janúar næstkomandi. Svæðið sé nú lokað vegna aurskriðanna á svæðinu og mikið hreinsunarstarf framundan. Þetta kemur fram í bréfi frá Gunnþóri Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar, sem birt á á heimasíðu fyrirtæksins. Segir Gunnþór það vera guðs blessun að ákveðið hafi verið að vera ekki með starfsemi daginn örlagaríka og því engir af um fimmtíu starfsmönnum Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í hættu við störf sín. „Staðan er þannig núna að svæðið er lokað og óvíst er hvenær við getum farið með fólk inn á það. Framundan er gríðarlegt hreinsunarstarf og óvíst er hvað það tekur langan tíma. Við vonumst til að geta farið að vinna fisk í frystihúsinu hinn 6. janúar nk., en við munum halda góðu sambandi við aðgerðastjórn á Seyðisfirði og vonumst til að eiga gott samstarf við hana áfram. Alla tímasetningar verða endurmetnar með tilliti til framgangs hreinsunarstarfsins,“ segir Gunnþór. Afla bjargað Gunnþór segir að mannvirki Síldarvinnslunnar hafi verið utan hamfarasvæðanna en að rafmagn og hiti hafi farið af frystihúsinu. Með góðum samskiptum við aðgerðastjórn hafi svo fengist leyfi til að fara með starfsmenn inn á svæðið á sunnudaginn og koma frystivélum og búnaði í gang þannig að enginn skaði hafi orðið. „Ferskur fiskur var í kæli hússins sem þurfti að koma í vinnslu annað. Á mánudag fengum við leyfi til að fara með starfsmenn inn á svæðið og ná í ferska fiskinn og nutum við aðstoðar varðskipsins Týs við það verkefni,“ segir Gunnþór. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stuðningurinn verði til staðar fyrir íbúa „Þetta er auðvitað átakanlegt. Að sá þessar rosalegu hamfarir sem hér hafa orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún er nú stödd á Seyðisfirði með ráðherrum ríkisstjórnar sinnar, þar sem þau hafa verið að virða ástandið fyrir sér eftir miklar aurskriður í bænum. 22. desember 2020 12:18 „Mjög dapurlegt í sjálfu sér að sjá tóman bæinn“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það vera sláandi að sjá ummerkin á Seyðisfirði eftir aurskriðurnar þar. Hann er nú staddur á Seyðisfirði ásamt nokkrum ráðherrum til viðbótar til að kynna sér aðstæður. 22. desember 2020 12:11 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi frá Gunnþóri Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar, sem birt á á heimasíðu fyrirtæksins. Segir Gunnþór það vera guðs blessun að ákveðið hafi verið að vera ekki með starfsemi daginn örlagaríka og því engir af um fimmtíu starfsmönnum Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í hættu við störf sín. „Staðan er þannig núna að svæðið er lokað og óvíst er hvenær við getum farið með fólk inn á það. Framundan er gríðarlegt hreinsunarstarf og óvíst er hvað það tekur langan tíma. Við vonumst til að geta farið að vinna fisk í frystihúsinu hinn 6. janúar nk., en við munum halda góðu sambandi við aðgerðastjórn á Seyðisfirði og vonumst til að eiga gott samstarf við hana áfram. Alla tímasetningar verða endurmetnar með tilliti til framgangs hreinsunarstarfsins,“ segir Gunnþór. Afla bjargað Gunnþór segir að mannvirki Síldarvinnslunnar hafi verið utan hamfarasvæðanna en að rafmagn og hiti hafi farið af frystihúsinu. Með góðum samskiptum við aðgerðastjórn hafi svo fengist leyfi til að fara með starfsmenn inn á svæðið á sunnudaginn og koma frystivélum og búnaði í gang þannig að enginn skaði hafi orðið. „Ferskur fiskur var í kæli hússins sem þurfti að koma í vinnslu annað. Á mánudag fengum við leyfi til að fara með starfsmenn inn á svæðið og ná í ferska fiskinn og nutum við aðstoðar varðskipsins Týs við það verkefni,“ segir Gunnþór.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stuðningurinn verði til staðar fyrir íbúa „Þetta er auðvitað átakanlegt. Að sá þessar rosalegu hamfarir sem hér hafa orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún er nú stödd á Seyðisfirði með ráðherrum ríkisstjórnar sinnar, þar sem þau hafa verið að virða ástandið fyrir sér eftir miklar aurskriður í bænum. 22. desember 2020 12:18 „Mjög dapurlegt í sjálfu sér að sjá tóman bæinn“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það vera sláandi að sjá ummerkin á Seyðisfirði eftir aurskriðurnar þar. Hann er nú staddur á Seyðisfirði ásamt nokkrum ráðherrum til viðbótar til að kynna sér aðstæður. 22. desember 2020 12:11 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Stuðningurinn verði til staðar fyrir íbúa „Þetta er auðvitað átakanlegt. Að sá þessar rosalegu hamfarir sem hér hafa orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún er nú stödd á Seyðisfirði með ráðherrum ríkisstjórnar sinnar, þar sem þau hafa verið að virða ástandið fyrir sér eftir miklar aurskriður í bænum. 22. desember 2020 12:18
„Mjög dapurlegt í sjálfu sér að sjá tóman bæinn“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það vera sláandi að sjá ummerkin á Seyðisfirði eftir aurskriðurnar þar. Hann er nú staddur á Seyðisfirði ásamt nokkrum ráðherrum til viðbótar til að kynna sér aðstæður. 22. desember 2020 12:11