Fleiri Seyðfirðingar fá að snúa heim Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2020 21:32 Rýming er enn í gildi innan rauða svæðisins. Almannavarnir Rýming í hluta Seyðisfjarðar hefur verið endurskoðuð og er fleiri íbúum nú heimilt að snúa aftur í bæinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að aðstæður í Botnabrún hafi verið skoðaðar sérstaklega. Er það mat Veðurstofunnar að óverulegar líkur séu á skriðum sem skapað getu hættu neðan Múlavegar. „Fólki er því heimilt að snúa aftur heim í þau hús. Þegar þessi tilkynning er send út, þá er í gildi rýming á því svæði sem er litað rautt og er sú ákvörðun í gildi til 27. desember,“ segir í tilkynningunni, og er vísað til myndar sem sjá má efst í þessari frétt. Þar sem rýmingin á rauða svæðinu er í gildi til 27. desember er ljóst að einhverjir Seyðfirðingar munu ekki geta varið jólunum í heimabænum. „Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa nú farið yfir gögn sem safnað var í dag og síðustu daga. Mælingar hafa verið endurteknar á upptakasvæðum skriðufalla síðustu daga og hefur hreyfing minnkað mikið. Auk þess sýna mælingar á grunnvatni að vatnsþrýstingur í jarðlögum hefur minnkað. Lítil úrkoma hefur verið síðustu daga og kalt í veðri sem eykur stöðugleika,“ segir þá í tilkynningu frá Almannavörnum. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Almannavarnir Lögreglumál Tengdar fréttir Snævi þakinn Seyðisfjörður tók á móti ráðherrum Seyðisfjörður var snævi þakinn í dag þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar heimsóttu bæinn, til þess að sjá afleiðingar skriðanna sem féllu á bæinn fyrir helgi. Miklar skemmdir hafa orðið á bænum og aðeins hluti íbúa hefur fengið að snúa aftur. 22. desember 2020 20:21 Sérfræðingar vanmátu aðstæður á Seyðisfirði Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar Veðurstofu Íslands, segir sérfræðinga stofnunarinnar hafa vanmetið aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, þar sem stærsta skriða sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi féll síðdegis á föstudag. 22. desember 2020 17:41 „Maður er bara klökkur vegna stórkostlegra Íslendinga sem hjálpa okkur“ Múlasýsludeild Rauða krossins hefur borist liðsauki frá Akureyri við áfallahjálparteymið fyrir austan vegna náttúruhamfaranna. Berglind Sveinsdóttir, formaður deildarinnar segir ásóknina í þá aðstoð sem er í boði vera til marks um það mikla áfall og erfiðleika sem Seyðfirðingar glíma við um þessar mundir. Hún kveðst vera meyr vegna samstöðu og hjálpsemi sem Íslendingar hafi sýnt. 22. desember 2020 17:39 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
Þar segir að aðstæður í Botnabrún hafi verið skoðaðar sérstaklega. Er það mat Veðurstofunnar að óverulegar líkur séu á skriðum sem skapað getu hættu neðan Múlavegar. „Fólki er því heimilt að snúa aftur heim í þau hús. Þegar þessi tilkynning er send út, þá er í gildi rýming á því svæði sem er litað rautt og er sú ákvörðun í gildi til 27. desember,“ segir í tilkynningunni, og er vísað til myndar sem sjá má efst í þessari frétt. Þar sem rýmingin á rauða svæðinu er í gildi til 27. desember er ljóst að einhverjir Seyðfirðingar munu ekki geta varið jólunum í heimabænum. „Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa nú farið yfir gögn sem safnað var í dag og síðustu daga. Mælingar hafa verið endurteknar á upptakasvæðum skriðufalla síðustu daga og hefur hreyfing minnkað mikið. Auk þess sýna mælingar á grunnvatni að vatnsþrýstingur í jarðlögum hefur minnkað. Lítil úrkoma hefur verið síðustu daga og kalt í veðri sem eykur stöðugleika,“ segir þá í tilkynningu frá Almannavörnum.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Almannavarnir Lögreglumál Tengdar fréttir Snævi þakinn Seyðisfjörður tók á móti ráðherrum Seyðisfjörður var snævi þakinn í dag þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar heimsóttu bæinn, til þess að sjá afleiðingar skriðanna sem féllu á bæinn fyrir helgi. Miklar skemmdir hafa orðið á bænum og aðeins hluti íbúa hefur fengið að snúa aftur. 22. desember 2020 20:21 Sérfræðingar vanmátu aðstæður á Seyðisfirði Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar Veðurstofu Íslands, segir sérfræðinga stofnunarinnar hafa vanmetið aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, þar sem stærsta skriða sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi féll síðdegis á föstudag. 22. desember 2020 17:41 „Maður er bara klökkur vegna stórkostlegra Íslendinga sem hjálpa okkur“ Múlasýsludeild Rauða krossins hefur borist liðsauki frá Akureyri við áfallahjálparteymið fyrir austan vegna náttúruhamfaranna. Berglind Sveinsdóttir, formaður deildarinnar segir ásóknina í þá aðstoð sem er í boði vera til marks um það mikla áfall og erfiðleika sem Seyðfirðingar glíma við um þessar mundir. Hún kveðst vera meyr vegna samstöðu og hjálpsemi sem Íslendingar hafi sýnt. 22. desember 2020 17:39 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
Snævi þakinn Seyðisfjörður tók á móti ráðherrum Seyðisfjörður var snævi þakinn í dag þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar heimsóttu bæinn, til þess að sjá afleiðingar skriðanna sem féllu á bæinn fyrir helgi. Miklar skemmdir hafa orðið á bænum og aðeins hluti íbúa hefur fengið að snúa aftur. 22. desember 2020 20:21
Sérfræðingar vanmátu aðstæður á Seyðisfirði Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar Veðurstofu Íslands, segir sérfræðinga stofnunarinnar hafa vanmetið aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, þar sem stærsta skriða sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi féll síðdegis á föstudag. 22. desember 2020 17:41
„Maður er bara klökkur vegna stórkostlegra Íslendinga sem hjálpa okkur“ Múlasýsludeild Rauða krossins hefur borist liðsauki frá Akureyri við áfallahjálparteymið fyrir austan vegna náttúruhamfaranna. Berglind Sveinsdóttir, formaður deildarinnar segir ásóknina í þá aðstoð sem er í boði vera til marks um það mikla áfall og erfiðleika sem Seyðfirðingar glíma við um þessar mundir. Hún kveðst vera meyr vegna samstöðu og hjálpsemi sem Íslendingar hafi sýnt. 22. desember 2020 17:39