Skógarbóndi losnar ekki við níu þúsund kindur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. desember 2020 22:46 Skógarbóndinn Gunnar Jónsson vildi losna við kindur af landi sínu. Vísir/Vilhelm Borgarbyggð hefur rétt til beitarafnota af hluta jarðar Gunnars Jónssonar, skógarbónda á Króki í Borgarbyggð, auk þess sem að sveitarfélaginu er heimilit að safna fé af fjalli af hausi á þessu sama landi. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem sneri við dómi Landsréttar í málinu. Forsaga málsins er sú að árið 2017 stefndi skógarbóndinn Gunnar Borgarbyggð til að fá viðurkennt að sveitarfélagið mætti ekki heimila að farið væri með fé af fjalli á haustin um lönd hans. Fram kom í stefnu Gunnars að Borgarbyggð teldi sig hafa rétt til að heimila afréttarmönnum á leið í Þverárrétt að láta fé, sem rásar af fjallinu síðustu vikurnar fyrir leitir að hausti, safnast á landi Króks og vera þar á beit. Einnig að sveitarfélagið teldi sig geta leyft þeim að reka safn af fjalli inn á land Króks og hafa það þar á beit í eina nótt áður en það er rekið til Þverárréttar. Í safninu væru um níu þúsund kindur. „Við erum bara að reyna að verja okkar skógræktarland,“ sagði Gunnar í viðtali við Fréttablaðið um málið á sínum tíma. „Þetta hentar svolítið illa því Krókur er skógræktarjörð.“ Málið fór fyrir öll þrjú dómstig landsins en Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð af kröfum Gunnars árið 2019. Gunnar áfrýjaði málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdómi við á síðasta ári og dæmdi að óheimilt væri safna fé sem rennur af fjalli að hausti á land jarðarinnar Króks og reka fé af fjalli á leið til réttar um land Króks. Hæstiréttur sneri við dómi Landsréttar sem hafði snúið við dómi héraðsdóms Borgarbyggð skaut málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag og sneri við dómi Landsréttar. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að Borgarbyggð hefði sýnt fram á að fjárbændur hefðu í skjóli Upprekstarfélags Þverárréttar og síðar Borgarbyggðar nýtt landið til beitarafnota fyrir fjölda fjár í að minnsta kosti tæpa öld í góðri trú um heimild til þess þótt landið hefði laust fyrir miðja öldina komist úr eigu upprekstrarfélagsins samkvæmt þinglýstum afsölum. Hefði sú nýting landsins átt sér stað allt til dagsins í dag og hefði hefðartíminn þannig löngu verið fullnaður samkvæmt lögum er Gunnar hófst handa við að vefengja rétt Borgarbyggðar til ítaksins. Var því fallist á kröfu Borgarbyggðar um rétt hans til beitarafnota af umræddu landi. Sú niðurstaða felur jafnframt í sér að hafnað væri kröfu Gunnars um að Borgarbyggð væri óheimilt að safna fé af fjalli að hausti á þessu sama landi. Dómur Hæstaréttar. Borgarbyggð Dómsmál Tengdar fréttir Neita að borga girðingu uns dómsmáli um rétt til smölunar lýkur Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. 18. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Forsaga málsins er sú að árið 2017 stefndi skógarbóndinn Gunnar Borgarbyggð til að fá viðurkennt að sveitarfélagið mætti ekki heimila að farið væri með fé af fjalli á haustin um lönd hans. Fram kom í stefnu Gunnars að Borgarbyggð teldi sig hafa rétt til að heimila afréttarmönnum á leið í Þverárrétt að láta fé, sem rásar af fjallinu síðustu vikurnar fyrir leitir að hausti, safnast á landi Króks og vera þar á beit. Einnig að sveitarfélagið teldi sig geta leyft þeim að reka safn af fjalli inn á land Króks og hafa það þar á beit í eina nótt áður en það er rekið til Þverárréttar. Í safninu væru um níu þúsund kindur. „Við erum bara að reyna að verja okkar skógræktarland,“ sagði Gunnar í viðtali við Fréttablaðið um málið á sínum tíma. „Þetta hentar svolítið illa því Krókur er skógræktarjörð.“ Málið fór fyrir öll þrjú dómstig landsins en Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð af kröfum Gunnars árið 2019. Gunnar áfrýjaði málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdómi við á síðasta ári og dæmdi að óheimilt væri safna fé sem rennur af fjalli að hausti á land jarðarinnar Króks og reka fé af fjalli á leið til réttar um land Króks. Hæstiréttur sneri við dómi Landsréttar sem hafði snúið við dómi héraðsdóms Borgarbyggð skaut málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag og sneri við dómi Landsréttar. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að Borgarbyggð hefði sýnt fram á að fjárbændur hefðu í skjóli Upprekstarfélags Þverárréttar og síðar Borgarbyggðar nýtt landið til beitarafnota fyrir fjölda fjár í að minnsta kosti tæpa öld í góðri trú um heimild til þess þótt landið hefði laust fyrir miðja öldina komist úr eigu upprekstrarfélagsins samkvæmt þinglýstum afsölum. Hefði sú nýting landsins átt sér stað allt til dagsins í dag og hefði hefðartíminn þannig löngu verið fullnaður samkvæmt lögum er Gunnar hófst handa við að vefengja rétt Borgarbyggðar til ítaksins. Var því fallist á kröfu Borgarbyggðar um rétt hans til beitarafnota af umræddu landi. Sú niðurstaða felur jafnframt í sér að hafnað væri kröfu Gunnars um að Borgarbyggð væri óheimilt að safna fé af fjalli að hausti á þessu sama landi. Dómur Hæstaréttar.
Borgarbyggð Dómsmál Tengdar fréttir Neita að borga girðingu uns dómsmáli um rétt til smölunar lýkur Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. 18. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Neita að borga girðingu uns dómsmáli um rétt til smölunar lýkur Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. 18. febrúar 2019 06:30