Útlit fyrir rauð jól víðast hvar á landinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2020 07:05 Það mun rigna talsvert á sunnan- og vestanlands á morgun og spáð er hlýindum um allt land þegar jólin ganga í garð klukkan sex annað kvöld. Vísir/Vilhelm Það er útlit fyrir auða jörð víðast hvar á landinu þegar klukkan slær sex á aðfangadagskvöld vegna lægðar sem nálgast landið seint í kvöld. Jólin verða því líklegast rauð. Lægðinni fylgja hlýindi um allt land og töluverð rigning sunnan- og vestanlands að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. Þá mun væntanlega hvergi falla fallegur jólasnjór á morgun og þar sem er snjór nú þegar mun hann að öllum líkindum taka eitthvað upp vegna hlýindanna. Það verður þó misjafnt eftir landshlutum hversu mikið snjóinn tekur upp samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Aðfaranótt jóladags mun hins vegar kólna aftur og því er ekki útilokað að íbúar á Suður- og Vesturlandi vakni við hvíta jörð á jóladagsmorgun að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Í dag, Þorláksmessu, verður annars fremur hægur vindur og víða léttskýjað á landinu en bjartviðrinu fylgir kuldi og verður frost í flestum landshlutum, sums staðar talsvert. „Seint í kvöld er svo vaxandi sunnanátt vestanlands þegar hitaskil lægðar morgundagsins nálgast. Á morgun er útlit fyrir sunnan allhvassan eða hvassan vind, jafnvel storm norðvestantil á landinu. Lægðinni fylgja hlýindi og rigning sunnan- og vestanlands. Aðfaranótt jóladags mun þó kólna aftur og ekki útilokað að jörð muni hvítna á Suður- og Vesturlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Vestlæg átt, 5-10 m/s, en lengst af 8-13 suðaustantil. Bjartviðri, en stöku él með norðurströndinni. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins norðaustanlands. Vaxandi sunnanátt og þykknar upp í kvöld og nótt, fyrst vestanlands. Sunnan 13-18 m/s á morgun, en 18-23 víða norðvestantil. Rigning um landið sunnan- og vestanvert, annars skýjað en úrkomulítið. Hlýnandi veður, hiti 3 til 8 stig seinnipartinn. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Sunnan 13-20 m/s og rigning, en heldur hægari og lengst af þurrt norðaustantil. Hlýnandi, hiti 1 til 7 stig síðdegis. Á föstudag (jóladagur): Suðvestanátt og él, allhvöss sunnan- og vestantil. Rigning í fyrstu austanlands, en léttir til þar er líður á daginn. Hiti um og undir frostmarki. Á laugardag (annar í jólum): Norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Á sunnudag: Ákveðin norðlæg átt með snjókomu eða éljum fyrir norðan og austan, en þurrt að kalla syðra. Frost 0 til 5 stig, en hiti 0 til 4 stig við suðurströndina. Á mánudag: Vestlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en dálítil él austast. Frost 0 til 8 stig. Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Lægðinni fylgja hlýindi um allt land og töluverð rigning sunnan- og vestanlands að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. Þá mun væntanlega hvergi falla fallegur jólasnjór á morgun og þar sem er snjór nú þegar mun hann að öllum líkindum taka eitthvað upp vegna hlýindanna. Það verður þó misjafnt eftir landshlutum hversu mikið snjóinn tekur upp samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Aðfaranótt jóladags mun hins vegar kólna aftur og því er ekki útilokað að íbúar á Suður- og Vesturlandi vakni við hvíta jörð á jóladagsmorgun að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Í dag, Þorláksmessu, verður annars fremur hægur vindur og víða léttskýjað á landinu en bjartviðrinu fylgir kuldi og verður frost í flestum landshlutum, sums staðar talsvert. „Seint í kvöld er svo vaxandi sunnanátt vestanlands þegar hitaskil lægðar morgundagsins nálgast. Á morgun er útlit fyrir sunnan allhvassan eða hvassan vind, jafnvel storm norðvestantil á landinu. Lægðinni fylgja hlýindi og rigning sunnan- og vestanlands. Aðfaranótt jóladags mun þó kólna aftur og ekki útilokað að jörð muni hvítna á Suður- og Vesturlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Vestlæg átt, 5-10 m/s, en lengst af 8-13 suðaustantil. Bjartviðri, en stöku él með norðurströndinni. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins norðaustanlands. Vaxandi sunnanátt og þykknar upp í kvöld og nótt, fyrst vestanlands. Sunnan 13-18 m/s á morgun, en 18-23 víða norðvestantil. Rigning um landið sunnan- og vestanvert, annars skýjað en úrkomulítið. Hlýnandi veður, hiti 3 til 8 stig seinnipartinn. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Sunnan 13-20 m/s og rigning, en heldur hægari og lengst af þurrt norðaustantil. Hlýnandi, hiti 1 til 7 stig síðdegis. Á föstudag (jóladagur): Suðvestanátt og él, allhvöss sunnan- og vestantil. Rigning í fyrstu austanlands, en léttir til þar er líður á daginn. Hiti um og undir frostmarki. Á laugardag (annar í jólum): Norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Á sunnudag: Ákveðin norðlæg átt með snjókomu eða éljum fyrir norðan og austan, en þurrt að kalla syðra. Frost 0 til 5 stig, en hiti 0 til 4 stig við suðurströndina. Á mánudag: Vestlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en dálítil él austast. Frost 0 til 8 stig.
Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira