Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að farþeginn sé grunaður um fjársvik vegna málsins og bílstjórinn grunaður um líkamsárás.
Þá var tilkynnt um eignaspjöll í Hlíðahverfi skömmu fyrir miðnætti eftir að kona braut rúðu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu átti atvikið sér stað í húsi þar sem konan var ekki velkomin.
Annar leigubílstjóri hafði óskað eftir aðstoð lögreglu fyrr um kvöldið eftir að farþegi braut rúðu í bifreiðinni. Þegar lögreglu bar að garði um klukkan níu í gærkvöld var farþeginn enn á vettvangi.

Stal skiptimynt fyrir hjálparstarfsemi
Á sjöunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot og þjófnað í verslun í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Þar hafði hurð verið spennt upp og einstaklingur farið inn. Einhverjar skemmdir voru á vettvangi og hafði skiptimynt verið stolið sem og smámynt fyrir hjálparstarfsemi.
Þá var lögregla kölluð til vegna umferðaróhapps við gatnamót í Breiðholti. Báðar bifreiðar voru fluttar af vettvangi með Króki og fundu ökumennirnir báðir fyrir smávægilegum eymslum. Þeir afþökkuðu þó aðstoð sjúkraliðs en tjónvaldur, sem hafði verið sviptur ökuréttindum, er grunaður um akstur gegn rauðu ljósi.
Samkvæmt dagbók lögreglu voru tvær bifreiðar stöðvaðar í gærkvöldi þar sem ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna.