Fyrstu þrjú þúsund skammtarnir frá Pfizer komu til Mexíkó í vikunni, en landið hefur farið illa út úr kórónuveirufaraldrinum. Rúmlega 120 þúsund hafa látist en aðeins Bandaríkin, Brasilía og Indland eru með fleiri skrásett dauðsföll af völdum veirunnar.

Ramirez, sú sem var fyrst til að fá bólusetninguna, sagði nauðsynlegt að láta bólusetja sig svo hún gæti áfram sinnt störfum sínum. „Við erum hrædd, en við verðum að halda áfram og ég vil halda áfram að vera í framlínunni,“ sagði hún í samtali við El Universal.
Ólíkt Mexíkó hefur Argentína ákveðið að notast við rússneska bóluefnið Sputnik V í fyrstu bólusetningum samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins.
Þrátt fyrir að hafa farið verst út úr faraldrinum í Suður-Ameríku munu bólusetningar ekki hefjast í Brasilíu fyrr en um miðjan febrúar.
Smitum hefur farið fjölgandi í landinu að undanförnu en hátt í 200 þúsund hafa látist frá því að faraldurinn hófst. Forsetinn Jair Bolsonaro hyggst ekki láta bólusetja sig þar sem hann telur sig ónæman eftir að hafa smitast fyrr á árinu.