Tilboð Pírata pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að fella ríkisstjórnina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. desember 2020 12:18 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Tilboð Pírata um stuðning við minnihluta stjórn VG og Framsóknar er pólitískt útspil og sett fram í veikri von um að hægt verði að fella ríkisstjórnina, segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Ekkert bendi til þess að flokkarnir þekkist boðið. „Þeir eru auðvitað að halda þessu máli gangandi að einhverju leyti og svona reyna að komast inn í það með sínum hætti. En maður sér ekki að þetta sé tilboð sem er sett fram með væntingum um að því sé endilega tekið svona eins og það er lagt fram. Það efast ég nú um þannig að þetta er svona pólitískt útspil,“ segir Eiríkur. Píratar lýstu því yfir í gær að þeir myndu styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknar gegn því að gengið verði til kosninga í vor. Þeir segja að um sé að ræða sáttarhönd í kjölfar þess að fjármálaráðherra mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, en flokkurinn hefur farið fram á afsögn ráðherrans vegna málsins. Aðspurður hvað Píratar hafa upp úr því að leggja fram slíkt tilboð segir hann að flokkurinn sé að minna á sig nú þegar styttist í kosningar. „Þeir halda málinu vakandi og þeir svona stilla sjálfum sér fram sem ákveðnum valkosti í aðdraganda kosninga og minna fólk á stöðu sína á þinginu með þessu þannig að þeir fá heilmargt pólitískt út úr umræðunni um svona mál.“ Tilboðið sé nokkuð óraunhæft. „Auðvitað er líka kannski einhvers konar veik von um að það sé hægt að fella þessa ríkisstjórn þó svo það sé í sjálfu sér ekkert í spilunum sem bendir til þess að það sé sérstaklega raunhæft akkúrat á þessari stundu,“ segir Eiríkur. Hann segir ekkert benda til þess að VG og Framsókn samþykki tilboðið. „Nei, það er ekkert í augnablikinu sem bendir til þess að þeir myndu samþykkja þetta og forsætisráðherra hefur þannig lagað gefið út að hún sé tilbúin til að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram fram að kosningum í haust,“ segir Eiríkur. „Ég myndi túlka þetta fyrst og fremst sem pólitískt útspil fyrir umræðuna frekar heldur en að því sé ætla að velta stjórninni.“ Alþingi Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 Píratar íhuga vantrauststillögu á hendur Bjarna Þingflokkur Pírata hefur til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarna Benedikssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag þar sem haft var eftir Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að vera Bjarna í of fjölmennu samkvæmi á Þorlásmessu sé til þess fallið að rýra traust í garð stjórnmálamanna. 25. desember 2020 13:27 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
„Þeir eru auðvitað að halda þessu máli gangandi að einhverju leyti og svona reyna að komast inn í það með sínum hætti. En maður sér ekki að þetta sé tilboð sem er sett fram með væntingum um að því sé endilega tekið svona eins og það er lagt fram. Það efast ég nú um þannig að þetta er svona pólitískt útspil,“ segir Eiríkur. Píratar lýstu því yfir í gær að þeir myndu styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknar gegn því að gengið verði til kosninga í vor. Þeir segja að um sé að ræða sáttarhönd í kjölfar þess að fjármálaráðherra mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, en flokkurinn hefur farið fram á afsögn ráðherrans vegna málsins. Aðspurður hvað Píratar hafa upp úr því að leggja fram slíkt tilboð segir hann að flokkurinn sé að minna á sig nú þegar styttist í kosningar. „Þeir halda málinu vakandi og þeir svona stilla sjálfum sér fram sem ákveðnum valkosti í aðdraganda kosninga og minna fólk á stöðu sína á þinginu með þessu þannig að þeir fá heilmargt pólitískt út úr umræðunni um svona mál.“ Tilboðið sé nokkuð óraunhæft. „Auðvitað er líka kannski einhvers konar veik von um að það sé hægt að fella þessa ríkisstjórn þó svo það sé í sjálfu sér ekkert í spilunum sem bendir til þess að það sé sérstaklega raunhæft akkúrat á þessari stundu,“ segir Eiríkur. Hann segir ekkert benda til þess að VG og Framsókn samþykki tilboðið. „Nei, það er ekkert í augnablikinu sem bendir til þess að þeir myndu samþykkja þetta og forsætisráðherra hefur þannig lagað gefið út að hún sé tilbúin til að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram fram að kosningum í haust,“ segir Eiríkur. „Ég myndi túlka þetta fyrst og fremst sem pólitískt útspil fyrir umræðuna frekar heldur en að því sé ætla að velta stjórninni.“
Alþingi Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 Píratar íhuga vantrauststillögu á hendur Bjarna Þingflokkur Pírata hefur til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarna Benedikssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag þar sem haft var eftir Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að vera Bjarna í of fjölmennu samkvæmi á Þorlásmessu sé til þess fallið að rýra traust í garð stjórnmálamanna. 25. desember 2020 13:27 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
„Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50
Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46
Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46
Píratar íhuga vantrauststillögu á hendur Bjarna Þingflokkur Pírata hefur til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarna Benedikssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag þar sem haft var eftir Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að vera Bjarna í of fjölmennu samkvæmi á Þorlásmessu sé til þess fallið að rýra traust í garð stjórnmálamanna. 25. desember 2020 13:27