Kiel fyrsta liðið til að leggja Barcelona í fimmtán mánuði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. desember 2020 16:31 Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona máttu þola sitt fyrsta tap í 15 mánuði í gærkvöld. EPA-EFE/MARTIN ZIEMER Kiel og Barcelona mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gærkvöld. Fór það svo að Kiel hafði betur gegn Aroni Pálmarssyni og félögum í Barcelona. Var það fyrsta tap Börsunga í meira en ár. Leikur gærdagsins var í raun úrslitaleikur síðustu leiktíðar. Illa gekk að koma útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í gang vegna frestanna sökum kórónufaraldursins. Því var brugðið á það ráð að tvö efstu liðin úr sitt hvorum riðlinum færu saman í undanúrslit [e. Final four]. Barcelona lagði Paris Saint-Germain í undanúrslitum á meðan Kiel lagði Veszprém. Barcelona mætti því Kiel í úrslitum í Lanxess-höllinni í Köln í Þýskalandi. Þar höfðu báðir undanúrslitaleikirnir einnig farið fram. Úrslitaleiknum lauk með fimm marka sigri Kiel, 33-28. Var þetta fjórði sigur Kiel í Meistaradeildinni en sá fyrsti frá árinu 2012. Aron skoraði eitt mark í leiknum ásamt því að leggja upp önnur fimm. They were the first team to lift the 'arm' trophy and now they're the last - it's @thw_handball! #ehffinal4 #ehfcl pic.twitter.com/IJ8URet4Ts— EHF Champions League (@ehfcl) December 29, 2020 Þjóðverjarnir voru mun betri aðilinn nær allan leikinn og áttu sigurinn skilið. Voru þeir fyrsta liðið til að leggja Börsunga af velli síðan Aron og félagar töpuðu gegn Pick Szeged í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í september á síðasta ári. Alls eru því liðnir tæpir 15 mánuðir síðan Barcelona tapaði síðast leik en liðið tapar einfaldlega ekki leik í spænsku úrvalsdeildinni. Var það eina tap Börsunga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Alls unnu þeir 13 af þeim 14 leikjum sem þeir spiluðu. Til samanburðar vann Kiel aðeins níu, gerði tvö jafntefli og tapaði þremur í B-riðli. Barcelona hefur leikið átta leiki í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og unnið þá alla. Kiel er á sama tíma í 5. sæti sama riðils með þrjá sigra, tvö jafntefli og fimm töp eftir átta leiki. Ef Börsungar fara aftur 15 mánuði án þess að tapa er ljóst að þeir vinna Meistaradeildina en úrslitaleikur núverandi tímabils fer fram í júní 2021. Handbolti Tengdar fréttir Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09 PSG tók bronsið PSG náði bronsinu í Meistaradeild Evrópu í handbolta tímabilið 2019/2020 eftir fimm marka sigur á Veszprém, 31-26, í leiknum um þriðja sætið. 29. desember 2020 18:41 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Leikur gærdagsins var í raun úrslitaleikur síðustu leiktíðar. Illa gekk að koma útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í gang vegna frestanna sökum kórónufaraldursins. Því var brugðið á það ráð að tvö efstu liðin úr sitt hvorum riðlinum færu saman í undanúrslit [e. Final four]. Barcelona lagði Paris Saint-Germain í undanúrslitum á meðan Kiel lagði Veszprém. Barcelona mætti því Kiel í úrslitum í Lanxess-höllinni í Köln í Þýskalandi. Þar höfðu báðir undanúrslitaleikirnir einnig farið fram. Úrslitaleiknum lauk með fimm marka sigri Kiel, 33-28. Var þetta fjórði sigur Kiel í Meistaradeildinni en sá fyrsti frá árinu 2012. Aron skoraði eitt mark í leiknum ásamt því að leggja upp önnur fimm. They were the first team to lift the 'arm' trophy and now they're the last - it's @thw_handball! #ehffinal4 #ehfcl pic.twitter.com/IJ8URet4Ts— EHF Champions League (@ehfcl) December 29, 2020 Þjóðverjarnir voru mun betri aðilinn nær allan leikinn og áttu sigurinn skilið. Voru þeir fyrsta liðið til að leggja Börsunga af velli síðan Aron og félagar töpuðu gegn Pick Szeged í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í september á síðasta ári. Alls eru því liðnir tæpir 15 mánuðir síðan Barcelona tapaði síðast leik en liðið tapar einfaldlega ekki leik í spænsku úrvalsdeildinni. Var það eina tap Börsunga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Alls unnu þeir 13 af þeim 14 leikjum sem þeir spiluðu. Til samanburðar vann Kiel aðeins níu, gerði tvö jafntefli og tapaði þremur í B-riðli. Barcelona hefur leikið átta leiki í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og unnið þá alla. Kiel er á sama tíma í 5. sæti sama riðils með þrjá sigra, tvö jafntefli og fimm töp eftir átta leiki. Ef Börsungar fara aftur 15 mánuði án þess að tapa er ljóst að þeir vinna Meistaradeildina en úrslitaleikur núverandi tímabils fer fram í júní 2021.
Handbolti Tengdar fréttir Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09 PSG tók bronsið PSG náði bronsinu í Meistaradeild Evrópu í handbolta tímabilið 2019/2020 eftir fimm marka sigur á Veszprém, 31-26, í leiknum um þriðja sætið. 29. desember 2020 18:41 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09
PSG tók bronsið PSG náði bronsinu í Meistaradeild Evrópu í handbolta tímabilið 2019/2020 eftir fimm marka sigur á Veszprém, 31-26, í leiknum um þriðja sætið. 29. desember 2020 18:41