Gleðilegt hýrt ár! Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 30. desember 2020 14:01 Ég hlakka svo til ársins 2021 að ég er með kitl í maganum. Væntingar mínar til næsta árs eru kannski bjartsýnni en tilefni er til, en bjartsýni í nokkru óhófi hefur reyndar alltaf reynst mér ágætlega. Daginn er líka tekið að lengja, farsóttarfrelsið er handan við hornið og hvers vegna í ósköpunum ættu allar mínar hýrustu áramótaóskir ekki að rætast við slíkar aðstæður? Á árinu 2020 höfum við sannarlega þurft að venjast ýmsum framandlegum sviðsmyndum. Ein þeirra birtist í því að í fyrsta sinn síðan Árni Johnsen flutti ræðu gegn staðfestri samvist fólks af sama kyni árið 1996 stöndum við frammi fyrir því að talað sé gegn réttindum hinsegin fólks, nánar tiltekið réttindum trans og intersex fólks, með afdráttarlausum hætti á Alþingi Íslendinga. Á sama tíma sjáum við að æ oftar birtast blaðagreinar og skoðanapistlar sem mála upp misvísandi og jafnvel kolranga mynd af sömu hópum hinsegin fólks. Sem betur fer hafa langflestir stjórnmálaflokkar sýnt með skýrum hætti að þeir eru samherjar okkar og við vitum að yfir heildina litið eru viðhorf almennings á Íslandi gagnvart hinsegin fólki ein þau jákvæðustu á heimsvísu. Það er þó mikilvægt fyrir öll að átta sig á því að við sem erum hinsegin höfum almennt engan áhuga á því að tilvist okkar eða réttindi verði að einhvers konar pólitísku þrætuepli. Sú umræðuhringrás sem myndast í samfélaginu trekk í trekk tekur nefnilega á sálina. Það geta hommar, lesbíur og tvíkynhneigt fólk sem tókust á við erfiða samfélagsumræðu á sínum tíma vitnað um og það geta trans og intersex ungmenni og fullorðnir vitnað um núna. Ósk mín fyrir árið 2021 einkennist sannarlega af bjartsýni, en hún er líka einföld. Ég vona einlæglega að fólk — sama hvað það kýs og eiginlega sama hvað því finnst — staldri oftar við og geri sér grein fyrir því að orð þess og gjörðir, jafnvel smáar og jafnvel á internetinu, hafa alvöru áhrif á líf annars fólks. Ég vona að fólk hugsi sig um áður en það tjáir sig án þess að þekkja málin eða gefur manneskjum sem tala gegn mannréttindum fólks rými í umræðunni. Ég hvet fólk til að prófa að ímynda sér hvernig það er að fylgjast með tveimur andstæðum pólum takast á um það hvort að manneskja eins og þú megi fara í sund eða stunda íþróttir með eigin kyni, hvort að manneskja eins og þú geti verið í mynd Guðs, hvort að manneskja eins og þú megi ákveða sjálf hvað hún heitir. Þetta er ekki flókið. Þegar þið talið um hinsegin málefni, hvort sem það er á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum, á kaffistofum, í heita pottinum: Virkið samkenndina í brjóstum ykkar. Minnið ykkur á að hinsegin málefni snúast fyrst og fremst um fólk og þeirra innsta kjarna. Í kjarna hverrar manneskju er sannleikur sem er einfaldlega ekki hægt að rökræða. Á árinu 2021 munu Samtökin ‘78 áfram tala fyrir ást, mannvirðingu, hugrekki og samstöðu. Ég veit að fleiri munu gera það líka og að saman stöndum við vörð um samfélag þar sem allt fólk fær tækifæri til að blómstra. Stjórnmál sem byggja á andúð í garð minnihlutahópa hafa ekki notið víðtæks stuðnings á Íslandi hingað til og það er hlutverk okkar allra að halda því þannig. Förum vonglöð og hýr inn í 2021. Það er nefnilega fullt tilefni til bjartsýni. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ég hlakka svo til ársins 2021 að ég er með kitl í maganum. Væntingar mínar til næsta árs eru kannski bjartsýnni en tilefni er til, en bjartsýni í nokkru óhófi hefur reyndar alltaf reynst mér ágætlega. Daginn er líka tekið að lengja, farsóttarfrelsið er handan við hornið og hvers vegna í ósköpunum ættu allar mínar hýrustu áramótaóskir ekki að rætast við slíkar aðstæður? Á árinu 2020 höfum við sannarlega þurft að venjast ýmsum framandlegum sviðsmyndum. Ein þeirra birtist í því að í fyrsta sinn síðan Árni Johnsen flutti ræðu gegn staðfestri samvist fólks af sama kyni árið 1996 stöndum við frammi fyrir því að talað sé gegn réttindum hinsegin fólks, nánar tiltekið réttindum trans og intersex fólks, með afdráttarlausum hætti á Alþingi Íslendinga. Á sama tíma sjáum við að æ oftar birtast blaðagreinar og skoðanapistlar sem mála upp misvísandi og jafnvel kolranga mynd af sömu hópum hinsegin fólks. Sem betur fer hafa langflestir stjórnmálaflokkar sýnt með skýrum hætti að þeir eru samherjar okkar og við vitum að yfir heildina litið eru viðhorf almennings á Íslandi gagnvart hinsegin fólki ein þau jákvæðustu á heimsvísu. Það er þó mikilvægt fyrir öll að átta sig á því að við sem erum hinsegin höfum almennt engan áhuga á því að tilvist okkar eða réttindi verði að einhvers konar pólitísku þrætuepli. Sú umræðuhringrás sem myndast í samfélaginu trekk í trekk tekur nefnilega á sálina. Það geta hommar, lesbíur og tvíkynhneigt fólk sem tókust á við erfiða samfélagsumræðu á sínum tíma vitnað um og það geta trans og intersex ungmenni og fullorðnir vitnað um núna. Ósk mín fyrir árið 2021 einkennist sannarlega af bjartsýni, en hún er líka einföld. Ég vona einlæglega að fólk — sama hvað það kýs og eiginlega sama hvað því finnst — staldri oftar við og geri sér grein fyrir því að orð þess og gjörðir, jafnvel smáar og jafnvel á internetinu, hafa alvöru áhrif á líf annars fólks. Ég vona að fólk hugsi sig um áður en það tjáir sig án þess að þekkja málin eða gefur manneskjum sem tala gegn mannréttindum fólks rými í umræðunni. Ég hvet fólk til að prófa að ímynda sér hvernig það er að fylgjast með tveimur andstæðum pólum takast á um það hvort að manneskja eins og þú megi fara í sund eða stunda íþróttir með eigin kyni, hvort að manneskja eins og þú geti verið í mynd Guðs, hvort að manneskja eins og þú megi ákveða sjálf hvað hún heitir. Þetta er ekki flókið. Þegar þið talið um hinsegin málefni, hvort sem það er á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum, á kaffistofum, í heita pottinum: Virkið samkenndina í brjóstum ykkar. Minnið ykkur á að hinsegin málefni snúast fyrst og fremst um fólk og þeirra innsta kjarna. Í kjarna hverrar manneskju er sannleikur sem er einfaldlega ekki hægt að rökræða. Á árinu 2021 munu Samtökin ‘78 áfram tala fyrir ást, mannvirðingu, hugrekki og samstöðu. Ég veit að fleiri munu gera það líka og að saman stöndum við vörð um samfélag þar sem allt fólk fær tækifæri til að blómstra. Stjórnmál sem byggja á andúð í garð minnihlutahópa hafa ekki notið víðtæks stuðnings á Íslandi hingað til og það er hlutverk okkar allra að halda því þannig. Förum vonglöð og hýr inn í 2021. Það er nefnilega fullt tilefni til bjartsýni. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun