Bankastjórar segja ástandið nú vera mjög ólíkt því sem var í hruninu Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2020 09:52 Lilja Björk Einarsdóttir og Birna Einarsdóttir mætti í Bítið í morgun. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segja ástandið í samfélaginu og bönkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vera mjög ólíkt því ástandi sem skapaðist í hruninu. Þær Lilja Björk og Birna voru gestir Bítisins í morgun þar sem þær ræddu meðal annars til hvaða aðgerða bankarnir hafi gripið vegna útbreiðslu veirunnar, hvað viðskiptavinum væri boðið upp á, stöðu ferðaþjónustufyrirtækja og ýmislegt fleira. Krónur ekki að koma í kassann Lilja Björk segir að ástandið nú sé engan veginn líkt því sem var í hruninu. Þá hafi þurft að taka á miklum skuldavanda. „Skuldsetningu sem jafnvel tvöfaldaðist yfir nóttu. Hér erum við alls ekki að tala um það. Hér erum við að tala um að það kemur ekki peningur í kassann. Það koma ekki krónur til að greiða út útgjöldin. Útgjöldin geta verið fasteignalán. Þau geta líka verið rafmagn, hiti. Þau geta verið af ýmsum toga. Bara þessi mánaðarlegu útgjöld,“ segir Lilja Björk. Birna tók undir þetta og sagði stöðuna nú vera með töluvert öðrum hætti en í hruninu. „Þess vegna er svo mikilvægt að við séum að fara inn í skammtímaaðgerðir og síðan þurfum við að skoða langtíma ef þær eru nauðsynlegar. Að sjálfsögðu rifjast upp ýmislegt frá 2008 því að viðskiptavinir eru margir óöryggir og vita ekki alveg hvernig þeir eigi að fóta sig í þessu,“ sagði Birna. Samstilla aðgerðir Lilja segir að Samtök fjármálafyrirtækja nú vera að stýra og samstilla aðgerðir fjármálafyrirtækja vegna þess ástands sem upp er komið. Sé það gert eftir samþykki frá samkeppnisyfirvöldum. „Það kom fram þegar ríkisstjórnin kynnti sínar aðgerðir að það átti að vera samstarf við fjármálafyrirtæki um lausnir og við erum að sjálfsögðu að ræða við þau um það,“ Lilja Björk. Hlusta má á viðtalið við þær Birnu og Lilju Björk í spilaranum að neðan. Klippa: Bítið - bankastjórar Íslenskir bankar Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Arion banki fækkar tímabundið opnum útibúum Í tilkynningu á vef bankans segir að þrjú af fimm útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu verði opin hverju sinni. 16. mars 2020 10:03 Bankarnir bregðast við ástandinu Stóru bankarnir munu bjóða viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 18:59 Bankarnir veita ívilnanir og lífeyrissjóðir hvattir að gera það líka Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika að gera hlé á afborgunum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að gera það sama. Hún segir að búist sé við hrynu uppsagna næstu mánaðamót og þá geti margir þurft að nýta sér slík úrræði 13. mars 2020 13:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segja ástandið í samfélaginu og bönkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vera mjög ólíkt því ástandi sem skapaðist í hruninu. Þær Lilja Björk og Birna voru gestir Bítisins í morgun þar sem þær ræddu meðal annars til hvaða aðgerða bankarnir hafi gripið vegna útbreiðslu veirunnar, hvað viðskiptavinum væri boðið upp á, stöðu ferðaþjónustufyrirtækja og ýmislegt fleira. Krónur ekki að koma í kassann Lilja Björk segir að ástandið nú sé engan veginn líkt því sem var í hruninu. Þá hafi þurft að taka á miklum skuldavanda. „Skuldsetningu sem jafnvel tvöfaldaðist yfir nóttu. Hér erum við alls ekki að tala um það. Hér erum við að tala um að það kemur ekki peningur í kassann. Það koma ekki krónur til að greiða út útgjöldin. Útgjöldin geta verið fasteignalán. Þau geta líka verið rafmagn, hiti. Þau geta verið af ýmsum toga. Bara þessi mánaðarlegu útgjöld,“ segir Lilja Björk. Birna tók undir þetta og sagði stöðuna nú vera með töluvert öðrum hætti en í hruninu. „Þess vegna er svo mikilvægt að við séum að fara inn í skammtímaaðgerðir og síðan þurfum við að skoða langtíma ef þær eru nauðsynlegar. Að sjálfsögðu rifjast upp ýmislegt frá 2008 því að viðskiptavinir eru margir óöryggir og vita ekki alveg hvernig þeir eigi að fóta sig í þessu,“ sagði Birna. Samstilla aðgerðir Lilja segir að Samtök fjármálafyrirtækja nú vera að stýra og samstilla aðgerðir fjármálafyrirtækja vegna þess ástands sem upp er komið. Sé það gert eftir samþykki frá samkeppnisyfirvöldum. „Það kom fram þegar ríkisstjórnin kynnti sínar aðgerðir að það átti að vera samstarf við fjármálafyrirtæki um lausnir og við erum að sjálfsögðu að ræða við þau um það,“ Lilja Björk. Hlusta má á viðtalið við þær Birnu og Lilju Björk í spilaranum að neðan. Klippa: Bítið - bankastjórar
Íslenskir bankar Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Arion banki fækkar tímabundið opnum útibúum Í tilkynningu á vef bankans segir að þrjú af fimm útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu verði opin hverju sinni. 16. mars 2020 10:03 Bankarnir bregðast við ástandinu Stóru bankarnir munu bjóða viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 18:59 Bankarnir veita ívilnanir og lífeyrissjóðir hvattir að gera það líka Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika að gera hlé á afborgunum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að gera það sama. Hún segir að búist sé við hrynu uppsagna næstu mánaðamót og þá geti margir þurft að nýta sér slík úrræði 13. mars 2020 13:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Arion banki fækkar tímabundið opnum útibúum Í tilkynningu á vef bankans segir að þrjú af fimm útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu verði opin hverju sinni. 16. mars 2020 10:03
Bankarnir bregðast við ástandinu Stóru bankarnir munu bjóða viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 18:59
Bankarnir veita ívilnanir og lífeyrissjóðir hvattir að gera það líka Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika að gera hlé á afborgunum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að gera það sama. Hún segir að búist sé við hrynu uppsagna næstu mánaðamót og þá geti margir þurft að nýta sér slík úrræði 13. mars 2020 13:00