Ný rannsókn: 40% segja skammdegið hafa mikil áhrif á líðan Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. mars 2020 15:00 Vonandi mun bæði brúnin á landsmönnum og róðurinn í rekstri og vinnu léttast með hækkandi sól. Vísir/Vilhelm Í öllu því raski og óróa sem víðast ríkir nú í kjölfar kórónuveirunnar glöddust margir þegar sagt var frá því um liðna helgi að lóan væri komin. Margir tala líka um hversu góð tilfinning það er að nú sé þó farið að birta og segja að það eitt og sér hjálpi til. Ný rannsókn Maskínu styður þetta því samkvæmt niðurstöðum segjast tæplega 41% aðspurðra að skammdegið hafi mikil áhrif á líðan þeirra. Konur fremur en karlar telja áhrifin mikil eða 48% kvenna til samanburðar við 33,7% karla. Yngra fólk finnur hins vegar mikinn mun því í aldurshópnum 18-29 ára segjast rúmlega 63% aðspurðra að skammdegið hafi mikil áhrif á líðan þeirra. Í aldurshópnum 60 ára og eldri segjast aðeins um 23% að skammdegið hafi mikil áhrif. Niðurstöður rannsóknar sem Maskína gerði á dögunum.Vísir/Maskína Í rannsókn sem gerð var í Bretlandi sögðust tveir þriðju aðspurðra telja að þeir væru ekki eins skilvirkir í vinnu yfir vetrarmánuðina í samanburði við bjartari árstíma. Þannig sögðust 69% ekki vera eins hugmyndaríkir og vera almennt orkulausari. Þá sögðust tveir þriðju aðspurðra vera líklegri til að detta í meiri óhollustu á veturnar og sækja þá meira í sætindi sem boðið er upp á í vinnunni, svo sem nammibita eða kex. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Í öllu því raski og óróa sem víðast ríkir nú í kjölfar kórónuveirunnar glöddust margir þegar sagt var frá því um liðna helgi að lóan væri komin. Margir tala líka um hversu góð tilfinning það er að nú sé þó farið að birta og segja að það eitt og sér hjálpi til. Ný rannsókn Maskínu styður þetta því samkvæmt niðurstöðum segjast tæplega 41% aðspurðra að skammdegið hafi mikil áhrif á líðan þeirra. Konur fremur en karlar telja áhrifin mikil eða 48% kvenna til samanburðar við 33,7% karla. Yngra fólk finnur hins vegar mikinn mun því í aldurshópnum 18-29 ára segjast rúmlega 63% aðspurðra að skammdegið hafi mikil áhrif á líðan þeirra. Í aldurshópnum 60 ára og eldri segjast aðeins um 23% að skammdegið hafi mikil áhrif. Niðurstöður rannsóknar sem Maskína gerði á dögunum.Vísir/Maskína Í rannsókn sem gerð var í Bretlandi sögðust tveir þriðju aðspurðra telja að þeir væru ekki eins skilvirkir í vinnu yfir vetrarmánuðina í samanburði við bjartari árstíma. Þannig sögðust 69% ekki vera eins hugmyndaríkir og vera almennt orkulausari. Þá sögðust tveir þriðju aðspurðra vera líklegri til að detta í meiri óhollustu á veturnar og sækja þá meira í sætindi sem boðið er upp á í vinnunni, svo sem nammibita eða kex.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira