Sleppa tugum þúsunda fanga í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2020 12:23 Beðið fyrir utan Masumeh helgidóminn í Qom í Íran. EPA/MEHDI MARIZAD Yfirvöld Íran hafa sleppt um 85 þúsund föngum úr fangelsi með því markmiði að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Auk þess er verið að grípa til aðgerða innan fangelsa og er verið að vinna gegn þrengslum innan fangelsa svo hægt sé að aðgreina fanga. Ekki liggur fyrir hvenær fangarnir eiga að snúa aftur í fangelsi, né hvernig endurkomu þeirra verði framfylgt, samkvæmt frétt Sky News. Fyrr í mánuðinum var 54 þúsund föngum sleppt vegna faraldursins. Íran hefur orðið illa úti vegna faraldursins og eru minnst 988 dánir þar í landi. Búið er að staðfesta að um 15 þúsund hafa smitast. Hundruð fanga í Brasilíu flúðu úr fjórum lággæslufangelsum þar í landi eftir að þeim var meinað að fara í frí og fá gesti vegna faraldursins. Samkvæmt Guardian kom til óeirða í þessum fjórum fangelsum eftir að aðgerðirnar voru tilbúnar og notuðu margir tækifærið til að flýja. Óttast var að einhverjir fanganna myndu smitast af veirunni utan fangelsanna og bera smit þar inn. Því voru páskafrí þeirra felld niður. Myndbönd sýna fanga hlaupa frá fangelsunum og á einu þeirra, frá fangelsi þar sem 400 fangar eru sagðir hafa flúið, má heyra mann kalla á eftir föngum: „Komið aftur á mánudaginn, okei?“ Rebelião na penitenciária de Mongaguá, litoral de SP. Até o momento, 8 agentes estão sendo feitos de refém. Presos fugiram pela orla da praia sentido Praia Grande. PM em atuação no local. pic.twitter.com/26JVlAg2IJ— Leonardo Martins (@___leomartins) March 16, 2020 '> Íran Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Yfirvöld Íran hafa sleppt um 85 þúsund föngum úr fangelsi með því markmiði að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Auk þess er verið að grípa til aðgerða innan fangelsa og er verið að vinna gegn þrengslum innan fangelsa svo hægt sé að aðgreina fanga. Ekki liggur fyrir hvenær fangarnir eiga að snúa aftur í fangelsi, né hvernig endurkomu þeirra verði framfylgt, samkvæmt frétt Sky News. Fyrr í mánuðinum var 54 þúsund föngum sleppt vegna faraldursins. Íran hefur orðið illa úti vegna faraldursins og eru minnst 988 dánir þar í landi. Búið er að staðfesta að um 15 þúsund hafa smitast. Hundruð fanga í Brasilíu flúðu úr fjórum lággæslufangelsum þar í landi eftir að þeim var meinað að fara í frí og fá gesti vegna faraldursins. Samkvæmt Guardian kom til óeirða í þessum fjórum fangelsum eftir að aðgerðirnar voru tilbúnar og notuðu margir tækifærið til að flýja. Óttast var að einhverjir fanganna myndu smitast af veirunni utan fangelsanna og bera smit þar inn. Því voru páskafrí þeirra felld niður. Myndbönd sýna fanga hlaupa frá fangelsunum og á einu þeirra, frá fangelsi þar sem 400 fangar eru sagðir hafa flúið, má heyra mann kalla á eftir föngum: „Komið aftur á mánudaginn, okei?“ Rebelião na penitenciária de Mongaguá, litoral de SP. Até o momento, 8 agentes estão sendo feitos de refém. Presos fugiram pela orla da praia sentido Praia Grande. PM em atuação no local. pic.twitter.com/26JVlAg2IJ— Leonardo Martins (@___leomartins) March 16, 2020 '>
Íran Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira