Rússnesk skúffufyrirtæki vilja 50 milljarða dala frá Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2020 15:19 Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „kokkur Pútín“ á fyrirtækin sem um ræðir. Gety/Mikhail Metzel Forsvarsmenn rússnesku skúffufyrirtækjanna Concord Management og Concord Consulting segjast ætla að höfða mál gegn bandaríska ríkinu og fara fram á 50 milljarða dala í skaðabætur. Það vilja þeir gera eftir að bandarískir saksóknarar lögðu til að fella niður mál gegn fyrirtækjunum fyrir að fjármagna afskipta- og áróðursherferð Rússa í tengslum við forsetakosningarnar 2016. Saksóknarar drógu í efa að réttarhöldin, sem áttu að hefjast í næsta mánuði, myndu skila nokkrum árangri. Þeir segja fyrirtækin hafa reynt að nota gögn málsins til að grafa undan Rússarannsókninni svokölluðu, neitað að framfylgja skipunum dómskerfis Bandaríkjanna og þar að auki væru hluti sönnunargagnanna gegn fyrirtækinu skilgreindur sem ríkisleyndarmál. Óttast var að fyrirtækin myndu birta viðkvæm gögn sem kæmu að málinu á netinu og því væri í hag bandaríska ríkisins að fella málið niður. Í tillögunni um að málið yrði fellt niður skrifuðu saksóknarar að starfsmenn fyrirtækjanna hafi notað gögn málsins og dómskerfi Bandaríkjanna til að fræðast um það hvernig yfirvöld greini og komi í veg fyrir afskipti annarra ríkja af kosningum í Bandaríkjunum. Þeir segja að með þessu sé ekki verið að gera lítið úr Rússarannsókninni og enn sé verið að eltast við aðra sem voru einnig ákærðir. Fyrirtækin tvö voru ákærð í Rússarannsókn Robert Mueller. Auk þeirra voru ákærður lagðar fram gegn Internet Research Agency og tólf starfsmönnum þess fyrirtækis, sem gengur einnig undir nafninu „Tröllaverksmiðjan“. Concord-fyrirtækin eru í eigu auðjöfursins Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hefur fjármagnað Tröllaverksmiðjuna í gegnum fyrirtækin og var einnig ákærður í Rússarannsókninni. Skúffufyrirtækin skilgreindu greiðslur til IRA sem greiðslur til hugbúnaðarþjónustu og þróunar. Greiðslurnar voru færðar í gegnum fjórtán mismunandi bankareikninga í mismunandi bönkum. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Prigozhin sjálfur er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Hann sat í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Putin snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Putin haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum. Undanfarin ár hefur hann gert stærðarinnar samninga við rússneska ríkið og fæðir meðal annars öll skólabörn í Moskvu og rússneska hermenn. Prigozhin fjármagnar einnig fyrirtækið Wagner PMC sem gerir út rússneska hermenn sem málaliða í Úkraínu, Sýrlandi, Afríku og víðar. Í yfirlýsingu frá skúffufyrirtækjum Prigozhin segir að undirbúningur lögsóknar gegn Bandaríkjunum standi nú yfir. Enn fremur segir að það að málið hafi verið fellt niður sé til marks um að málið hafi verið „byggt á lygum ætlað að koma sökinni á Rússa fyrir innanríkisvandamál Bandaríkjanna,“ samkvæmt frétt Reuters. Bandaríkin Rússland Rússarannsóknin Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira
Forsvarsmenn rússnesku skúffufyrirtækjanna Concord Management og Concord Consulting segjast ætla að höfða mál gegn bandaríska ríkinu og fara fram á 50 milljarða dala í skaðabætur. Það vilja þeir gera eftir að bandarískir saksóknarar lögðu til að fella niður mál gegn fyrirtækjunum fyrir að fjármagna afskipta- og áróðursherferð Rússa í tengslum við forsetakosningarnar 2016. Saksóknarar drógu í efa að réttarhöldin, sem áttu að hefjast í næsta mánuði, myndu skila nokkrum árangri. Þeir segja fyrirtækin hafa reynt að nota gögn málsins til að grafa undan Rússarannsókninni svokölluðu, neitað að framfylgja skipunum dómskerfis Bandaríkjanna og þar að auki væru hluti sönnunargagnanna gegn fyrirtækinu skilgreindur sem ríkisleyndarmál. Óttast var að fyrirtækin myndu birta viðkvæm gögn sem kæmu að málinu á netinu og því væri í hag bandaríska ríkisins að fella málið niður. Í tillögunni um að málið yrði fellt niður skrifuðu saksóknarar að starfsmenn fyrirtækjanna hafi notað gögn málsins og dómskerfi Bandaríkjanna til að fræðast um það hvernig yfirvöld greini og komi í veg fyrir afskipti annarra ríkja af kosningum í Bandaríkjunum. Þeir segja að með þessu sé ekki verið að gera lítið úr Rússarannsókninni og enn sé verið að eltast við aðra sem voru einnig ákærðir. Fyrirtækin tvö voru ákærð í Rússarannsókn Robert Mueller. Auk þeirra voru ákærður lagðar fram gegn Internet Research Agency og tólf starfsmönnum þess fyrirtækis, sem gengur einnig undir nafninu „Tröllaverksmiðjan“. Concord-fyrirtækin eru í eigu auðjöfursins Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hefur fjármagnað Tröllaverksmiðjuna í gegnum fyrirtækin og var einnig ákærður í Rússarannsókninni. Skúffufyrirtækin skilgreindu greiðslur til IRA sem greiðslur til hugbúnaðarþjónustu og þróunar. Greiðslurnar voru færðar í gegnum fjórtán mismunandi bankareikninga í mismunandi bönkum. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Prigozhin sjálfur er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Hann sat í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Putin snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Putin haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum. Undanfarin ár hefur hann gert stærðarinnar samninga við rússneska ríkið og fæðir meðal annars öll skólabörn í Moskvu og rússneska hermenn. Prigozhin fjármagnar einnig fyrirtækið Wagner PMC sem gerir út rússneska hermenn sem málaliða í Úkraínu, Sýrlandi, Afríku og víðar. Í yfirlýsingu frá skúffufyrirtækjum Prigozhin segir að undirbúningur lögsóknar gegn Bandaríkjunum standi nú yfir. Enn fremur segir að það að málið hafi verið fellt niður sé til marks um að málið hafi verið „byggt á lygum ætlað að koma sökinni á Rússa fyrir innanríkisvandamál Bandaríkjanna,“ samkvæmt frétt Reuters.
Bandaríkin Rússland Rússarannsóknin Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira