Íbúar á Ítalíu lýsa ástandinu sem skelfilegu: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. mars 2020 18:30 Ítölsk kona segir að vinir sínir sem starfa á spítölum hafi þurft að taka upp hinstu skilaboð frá deyjandi fólki í einangrun til ættingja sem var bannað að koma vegna Covid-19 sjúkdómsins. Íslensk kona búsett í Bergamo segir lækna hafa þurft að velja hverjir fái að lifa. Tæplega 32.000 hafa veikst af Covid 19 á Ítalíu og um 2500 manns látist. Héraðið Bergamo hefur orðið hvað harðast úti, opinberar tölur segja að þar hafi um 4000 manns smitast og 400 látist. Mun fleiri hafi látist en opinberar tölur segja til um Rut Valgarðsdóttir sem hefur búið í áraraðir á svæðinu og starfar við sjúkrahús þar telur töluna mun hærri. „Opinberu tölurnar sem byggjast á tölum úr heilbrigðiskerfinu eru of lágar því það eru margir sem deyja heima. Þetta á í raun allt eftir að koma í ljós eftir að faraldrinum lýkur. Spítalinn hér er löngu sprunginn. Fjöldi sjúkrarúma á bráðadeildum hefur fjölgað gríðarlega. Nú er verið að koma upp bráðabirgðasjúkrahúsi við spítalann. Þá bíða sjúkrabílar í marga klukkutíma fyrir utan með veikt fólk. Heilbrigðisstarfsfólk hefur líka verið að veikjast og sumir hreinlega þurft að vinna þó þeir séu smitaðir af því það vantar fólk. Fram hefur komið að fimmtungur af öllum heimilislæknum í héraðinu er smitaður,“ segir Rut. Rut segir að vinnufélagi sinn hafi misst tengdaföður sinn í gær úr Covid 19. Fjölskyldan þurfti að berjast fyrir því að koma honum á spítala. Hann var svo í einangrun í tvær vikur og lést í gær. Þetta var afar erfitt því fjölskyldan mátti ekki heimsækja hann allan tímann. Það hlýtur að vera skelfilegt að deyja einn á spítala með jafn veikt fólk allt í kringum sig,“ segir Rut. Hún segir að borgarstjórinn í Bergmo hafi tilkynnt í síðustu viku að heilbrigðisstarfsfólk þurfi jafnvel að velja hverjir lifa og hverjir deyja úr sjúkdómnum. „Því miður þurfa læknarnir stundum að velja . Fólk með undirliggjandi sjúkdóma kannsi einn til tvo er þá kannski valið fram yfir þá sem hafa enga sjúkrasögu. Þetta er fólk sem hefði mögulega annars getað lifað í mörg ár,“ segir Rut. Fjöldajarðafarir Rut segir að fólk fari ekki í jarðafarir enda útgöngubann og þekkir dæmi um jarðaför þar sem 50 manns voru jarðsungnir í einu. Rut hefur unnið heima frá því útgöngubann var sett á í landinu. Hún segir að það væsi ekki um sig og fjölskyldu sína en ástandið sé ógnvænlegt. „Ég trúði ekki að ástandið yrði svona skelfilegt og flestir sem ég þekki voru sömu skoðunnar áður en þetta brast á. Mig langar að benda Íslendingum á í lokin að fara varlega og fara eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda,“ segir Rut. Licia Dallolio er búsett í Modena á Ítalíu. Hún þekkir heilbrigðisstarfsfólk sem hafa símana sína fulla af hinstu kveðjum frá fólki í einangrun.Vísir Stríðsástand á spítulum Licia Dallolio er búsett í Modena á Ítalíu og hefur verið heima í útgöngubanni í tæpar tvær vikur ásamt fjölskyldu sinni. Hún segir að vinir sínir sem starfi á spítölum lýsi stríðsástandi þar. „Ég þekki lækna sem eru með símana sína fulla af hinstu kveðjum frá deyjandi fólki til ættingja sinna sem mega ekki heimsækja það vegna smithættu. Þetta er líka gríðarlegt álag á heilbrigðisstarfólk hér. Þá er mikið álag á kirkjugörðum en flestir sem deyja úr sjúkdómnum eru brenndir. Þá eru haldnar fjöldajarðafarir því það eru svo margir sem hafa látist á stuttum tíma. Það er hins vegar engin ættingi nálægt því fjöldasamkomur eru bannaðar,“ segir Licia. Licia segir að almenningur hafi tekið sig til og safnað fyrir snjalltækjum fyrir sjúklinga í einangrun svo þeir geti verið í sambandi við fólkið sitt. „Það eru líka margar fallegar sögur í þessu ástandi. Fólk fer með gjafir og mat á spítalana eða reynir að gera eitthvað til að bæta ástandið hér. Stelpan mín bakaði t.d. köku í gær og bað mig að færa heilbrigðisstarfsfólki á spítalanum hér,“ segir Licia að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslensk kona í Bergamo grátbiður Íslendinga að taka veiruna alvarlega Rut Valgarðsdóttir, líffræðingur sem búsett er í borginni Bergamo í Lombardy héraði á Norður-Ítalíu, biðlar til Íslendinga að taka kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum alvarlega. 18. mars 2020 01:05 Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00 Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra til að styrkja stoðir heilbrigðiskerfisins. 18. mars 2020 11:16 ikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Ítölsk kona segir að vinir sínir sem starfa á spítölum hafi þurft að taka upp hinstu skilaboð frá deyjandi fólki í einangrun til ættingja sem var bannað að koma vegna Covid-19 sjúkdómsins. Íslensk kona búsett í Bergamo segir lækna hafa þurft að velja hverjir fái að lifa. Tæplega 32.000 hafa veikst af Covid 19 á Ítalíu og um 2500 manns látist. Héraðið Bergamo hefur orðið hvað harðast úti, opinberar tölur segja að þar hafi um 4000 manns smitast og 400 látist. Mun fleiri hafi látist en opinberar tölur segja til um Rut Valgarðsdóttir sem hefur búið í áraraðir á svæðinu og starfar við sjúkrahús þar telur töluna mun hærri. „Opinberu tölurnar sem byggjast á tölum úr heilbrigðiskerfinu eru of lágar því það eru margir sem deyja heima. Þetta á í raun allt eftir að koma í ljós eftir að faraldrinum lýkur. Spítalinn hér er löngu sprunginn. Fjöldi sjúkrarúma á bráðadeildum hefur fjölgað gríðarlega. Nú er verið að koma upp bráðabirgðasjúkrahúsi við spítalann. Þá bíða sjúkrabílar í marga klukkutíma fyrir utan með veikt fólk. Heilbrigðisstarfsfólk hefur líka verið að veikjast og sumir hreinlega þurft að vinna þó þeir séu smitaðir af því það vantar fólk. Fram hefur komið að fimmtungur af öllum heimilislæknum í héraðinu er smitaður,“ segir Rut. Rut segir að vinnufélagi sinn hafi misst tengdaföður sinn í gær úr Covid 19. Fjölskyldan þurfti að berjast fyrir því að koma honum á spítala. Hann var svo í einangrun í tvær vikur og lést í gær. Þetta var afar erfitt því fjölskyldan mátti ekki heimsækja hann allan tímann. Það hlýtur að vera skelfilegt að deyja einn á spítala með jafn veikt fólk allt í kringum sig,“ segir Rut. Hún segir að borgarstjórinn í Bergmo hafi tilkynnt í síðustu viku að heilbrigðisstarfsfólk þurfi jafnvel að velja hverjir lifa og hverjir deyja úr sjúkdómnum. „Því miður þurfa læknarnir stundum að velja . Fólk með undirliggjandi sjúkdóma kannsi einn til tvo er þá kannski valið fram yfir þá sem hafa enga sjúkrasögu. Þetta er fólk sem hefði mögulega annars getað lifað í mörg ár,“ segir Rut. Fjöldajarðafarir Rut segir að fólk fari ekki í jarðafarir enda útgöngubann og þekkir dæmi um jarðaför þar sem 50 manns voru jarðsungnir í einu. Rut hefur unnið heima frá því útgöngubann var sett á í landinu. Hún segir að það væsi ekki um sig og fjölskyldu sína en ástandið sé ógnvænlegt. „Ég trúði ekki að ástandið yrði svona skelfilegt og flestir sem ég þekki voru sömu skoðunnar áður en þetta brast á. Mig langar að benda Íslendingum á í lokin að fara varlega og fara eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda,“ segir Rut. Licia Dallolio er búsett í Modena á Ítalíu. Hún þekkir heilbrigðisstarfsfólk sem hafa símana sína fulla af hinstu kveðjum frá fólki í einangrun.Vísir Stríðsástand á spítulum Licia Dallolio er búsett í Modena á Ítalíu og hefur verið heima í útgöngubanni í tæpar tvær vikur ásamt fjölskyldu sinni. Hún segir að vinir sínir sem starfi á spítölum lýsi stríðsástandi þar. „Ég þekki lækna sem eru með símana sína fulla af hinstu kveðjum frá deyjandi fólki til ættingja sinna sem mega ekki heimsækja það vegna smithættu. Þetta er líka gríðarlegt álag á heilbrigðisstarfólk hér. Þá er mikið álag á kirkjugörðum en flestir sem deyja úr sjúkdómnum eru brenndir. Þá eru haldnar fjöldajarðafarir því það eru svo margir sem hafa látist á stuttum tíma. Það er hins vegar engin ættingi nálægt því fjöldasamkomur eru bannaðar,“ segir Licia. Licia segir að almenningur hafi tekið sig til og safnað fyrir snjalltækjum fyrir sjúklinga í einangrun svo þeir geti verið í sambandi við fólkið sitt. „Það eru líka margar fallegar sögur í þessu ástandi. Fólk fer með gjafir og mat á spítalana eða reynir að gera eitthvað til að bæta ástandið hér. Stelpan mín bakaði t.d. köku í gær og bað mig að færa heilbrigðisstarfsfólki á spítalanum hér,“ segir Licia að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslensk kona í Bergamo grátbiður Íslendinga að taka veiruna alvarlega Rut Valgarðsdóttir, líffræðingur sem búsett er í borginni Bergamo í Lombardy héraði á Norður-Ítalíu, biðlar til Íslendinga að taka kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum alvarlega. 18. mars 2020 01:05 Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00 Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra til að styrkja stoðir heilbrigðiskerfisins. 18. mars 2020 11:16 ikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Íslensk kona í Bergamo grátbiður Íslendinga að taka veiruna alvarlega Rut Valgarðsdóttir, líffræðingur sem búsett er í borginni Bergamo í Lombardy héraði á Norður-Ítalíu, biðlar til Íslendinga að taka kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum alvarlega. 18. mars 2020 01:05
Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00
Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra til að styrkja stoðir heilbrigðiskerfisins. 18. mars 2020 11:16
ikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Sá áfangi náðist í Suður-Kóreu í dag að í fyrsta sinn tilkynntu yfirvöld landsins að fleiri hafi náð sér af Covid-19 en smituðust á einum degi. 13. mars 2020 11:34