Bankarnir geta fengið krónur eins og þeir geta í sig látið Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2020 19:30 Seðlabankastjóri kynnti í dag að að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Vísir/Sigurjón Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði meginvextir í 1,75 prósent í dag og fjármálastöðugleikanefnd losaði um 60 milljarða í bönkunum með því að afnema sparnaðarskyldu þeirra til sveiflujöfnunar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að með þessu aukist svigrúm bankanna til nýrra útlána og breytinga lána til heimila og fyrirtækja um 60 milljarðar og verði í heild um 350 milljarðar. „Allir bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir. Þeir eru með mjög mikið af lausafél. Við, Seðlabankinn, erum banki bankanna og við munum tryggja að þeir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geta í sig látið,“ segir Ásgeir. Færri stólar voru fyrir gesti á fundi Seðlabankans í morgun vegna Covid119 og þess gætt að breytt bil væri milli þeirra.Vísir/Sigurjón Þannig geti bankarnir auðveldlega endurskipulagt allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda og komið vel til móts við heimili sem lendi í tímabundnum erfiðleikum vegna Covid19 veirunnar. „Þeir hafa alveg fullt svigrúm til að geta endurskipulagt skuldir ferðaþjónustunnar ef á þarf að halda,“ segir seðlabankastjóri. Aðgerðirnar miði hins vegar ekki að því að bankarnir maki krókinn. „Sveiflujöfnunaraukinn er lækkaður með því skilyrði eða með þeim væntingum að það verði engar arðgreiðslur úr bönkunum.“ Þetta eru mjög ákveðin skilaboð frá Seðlabankanum? „Mjög ákveðin skilaboð já,“ segir Ásgeir. Vænta megi frekari tíðinda frá hinum nýja Seðlabanka með sameiningu við fjármálaeftirlitið á næstu vikum og mánuðum. „Við erum bara rétt að byrja. Það hefur átt sér stað gríðarleg þróun erlendis, hvernig seðlabankar hafa verið að beita sér. Og við erum eiginlega ekki búin að gera neitt af því sem þeir hafa verið að gera,“ segir Ásgeir. Vextir séu víða komnir í núll en hér séu þeir enn 1,75 prósent og því svigrúm til lækkunar og bankinn hafi fjölda annarra tækja til að vinna gegn niðursveiflunni. Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði meginvextir í 1,75 prósent í dag og fjármálastöðugleikanefnd losaði um 60 milljarða í bönkunum með því að afnema sparnaðarskyldu þeirra til sveiflujöfnunar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að með þessu aukist svigrúm bankanna til nýrra útlána og breytinga lána til heimila og fyrirtækja um 60 milljarðar og verði í heild um 350 milljarðar. „Allir bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir. Þeir eru með mjög mikið af lausafél. Við, Seðlabankinn, erum banki bankanna og við munum tryggja að þeir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geta í sig látið,“ segir Ásgeir. Færri stólar voru fyrir gesti á fundi Seðlabankans í morgun vegna Covid119 og þess gætt að breytt bil væri milli þeirra.Vísir/Sigurjón Þannig geti bankarnir auðveldlega endurskipulagt allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda og komið vel til móts við heimili sem lendi í tímabundnum erfiðleikum vegna Covid19 veirunnar. „Þeir hafa alveg fullt svigrúm til að geta endurskipulagt skuldir ferðaþjónustunnar ef á þarf að halda,“ segir seðlabankastjóri. Aðgerðirnar miði hins vegar ekki að því að bankarnir maki krókinn. „Sveiflujöfnunaraukinn er lækkaður með því skilyrði eða með þeim væntingum að það verði engar arðgreiðslur úr bönkunum.“ Þetta eru mjög ákveðin skilaboð frá Seðlabankanum? „Mjög ákveðin skilaboð já,“ segir Ásgeir. Vænta megi frekari tíðinda frá hinum nýja Seðlabanka með sameiningu við fjármálaeftirlitið á næstu vikum og mánuðum. „Við erum bara rétt að byrja. Það hefur átt sér stað gríðarleg þróun erlendis, hvernig seðlabankar hafa verið að beita sér. Og við erum eiginlega ekki búin að gera neitt af því sem þeir hafa verið að gera,“ segir Ásgeir. Vextir séu víða komnir í núll en hér séu þeir enn 1,75 prósent og því svigrúm til lækkunar og bankinn hafi fjölda annarra tækja til að vinna gegn niðursveiflunni.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52
Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18
Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01