Víðir fluttur á hótel vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2020 07:30 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild, er fluttur á hótel vegna kórónuveirunnar. Víðir er einn þeirra fjölmörgu sem mikið hefur mætt á undanfarið vegna baráttunnar við kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Víðir greindi frá þessu í umræðuþætti RÚV í gærkvöldi um veiruna þegar hann og Alma D. Möller, landlæknir, voru spurð að því hvernig passað væri upp á að framvarðasveitin smitaðist ekki. „Ég til dæmis bý við það núna að konan mín og dóttir eru í sóttkví á mínu heimili. Ég er fluttur á hótel þannig að ég er ekki að hitta þau,“ sagði Víðir. Þá sagði Alma frá því að hún eigi tvo fjölskyldumeðlimi sem væru í sóttkví á sitthvorum staðnum. „Auðvitað reynum við að passa upp á okkur sjálf. Það eru mjög strangar umgengnisreglur niðri í Skógarhlíð,“ sagði Alma. Þá sögðu þau bæði að þau væru ekki hrædd um eigin hag eða sinna. Kvaðst Alma ekki hugsa málin þannig og Víðir sagðist ekki hræddur. Hann hefði þó áhyggjur af fólki í áhættuhópum, ekki einungis þeim sem standa honum næst heldur einnig öðrum. „Móðir mín er 96 ára og það er búið að slá skjaldborg um hana,“ sagði Alma. „Ég fer víða þannig að ég heyri í henni í síma og svo sér hún mig í sjónvarpinu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild, er fluttur á hótel vegna kórónuveirunnar. Víðir er einn þeirra fjölmörgu sem mikið hefur mætt á undanfarið vegna baráttunnar við kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Víðir greindi frá þessu í umræðuþætti RÚV í gærkvöldi um veiruna þegar hann og Alma D. Möller, landlæknir, voru spurð að því hvernig passað væri upp á að framvarðasveitin smitaðist ekki. „Ég til dæmis bý við það núna að konan mín og dóttir eru í sóttkví á mínu heimili. Ég er fluttur á hótel þannig að ég er ekki að hitta þau,“ sagði Víðir. Þá sagði Alma frá því að hún eigi tvo fjölskyldumeðlimi sem væru í sóttkví á sitthvorum staðnum. „Auðvitað reynum við að passa upp á okkur sjálf. Það eru mjög strangar umgengnisreglur niðri í Skógarhlíð,“ sagði Alma. Þá sögðu þau bæði að þau væru ekki hrædd um eigin hag eða sinna. Kvaðst Alma ekki hugsa málin þannig og Víðir sagðist ekki hræddur. Hann hefði þó áhyggjur af fólki í áhættuhópum, ekki einungis þeim sem standa honum næst heldur einnig öðrum. „Móðir mín er 96 ára og það er búið að slá skjaldborg um hana,“ sagði Alma. „Ég fer víða þannig að ég heyri í henni í síma og svo sér hún mig í sjónvarpinu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira