Japanskt lyf sagt gefa góða raun sem meðferð við kórónuveirunni Eiður Þór Árnason skrifar 19. mars 2020 09:57 Lyfið er framleitt af japanska lyfjaframleiðandanum Toyama Chemical. Vísir/EPA Kínversk heilbrigðisyfirvöld greina frá því að lyf sem sé notað í Japan til meðferðar á nýlegum stofnum inflúensu líti út fyrir að vera áhrifaríkt við kórónuveirunni. Zhang Xinmin, embættismaður hjá kínverska vísinda- og tækniráðuneytinu, sagði í samtali við japanskan miðil að niðurstöður klínískra rannsókna í borgunum Wuhan og Shenzen gefi ástæðu til bjartsýni. Þeir 340 sjúklingar sem tóku þátt og fengu lyfið Favipiravir virtust vera lausir við veiruna að jafnaði fjórum dögum eftir að þeir sýktust af henni. Til samanburðar tók það að jafnaði ellefu daga hjá samanburðarhópnum sem fékk ekki lyfið. Þá eru röntgenmyndir sagðar benda til þess að þeir sjúklingar sem fengu lyfið hafi sýnt meiri bata á lungum en samanburðarhópurinn. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landsspítalans, segir spítalann vita af lyfinu. Það sé hins vegar ekki komið leyfi fyrir því í Evrópu. Það verði íhugað að nota lyfið ef leyfi fáist til þess. Japanski miðillinn Mainichi Shimbun hefur þó eftir heimildarmanni í japanska heilbrigðisráðuneytinu að lyfið, sem gengur einnig undir nafninu Avigan, virðist ekki vera eins áhrifaríkt á fólk sem sé komið með alvarlegri einkenni. „Við höfum gefið sjötíu til áttatíu sjúklingum Avigan en það virðist ekki vera eins áhrifaríkt þegar veiran er búin að fjölga sér.“ Rannsóknir eru einungis á byrjunarstigi en ljóst er að lyfið þyrfti að fara í nýtt leyfisferli hjá yfirvöldum áður en það verður notað almennt við kórónuveirunni í ljósi þess að það er upphaflega ætlað sem lyf við flensu. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Lyf Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Kínversk heilbrigðisyfirvöld greina frá því að lyf sem sé notað í Japan til meðferðar á nýlegum stofnum inflúensu líti út fyrir að vera áhrifaríkt við kórónuveirunni. Zhang Xinmin, embættismaður hjá kínverska vísinda- og tækniráðuneytinu, sagði í samtali við japanskan miðil að niðurstöður klínískra rannsókna í borgunum Wuhan og Shenzen gefi ástæðu til bjartsýni. Þeir 340 sjúklingar sem tóku þátt og fengu lyfið Favipiravir virtust vera lausir við veiruna að jafnaði fjórum dögum eftir að þeir sýktust af henni. Til samanburðar tók það að jafnaði ellefu daga hjá samanburðarhópnum sem fékk ekki lyfið. Þá eru röntgenmyndir sagðar benda til þess að þeir sjúklingar sem fengu lyfið hafi sýnt meiri bata á lungum en samanburðarhópurinn. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landsspítalans, segir spítalann vita af lyfinu. Það sé hins vegar ekki komið leyfi fyrir því í Evrópu. Það verði íhugað að nota lyfið ef leyfi fáist til þess. Japanski miðillinn Mainichi Shimbun hefur þó eftir heimildarmanni í japanska heilbrigðisráðuneytinu að lyfið, sem gengur einnig undir nafninu Avigan, virðist ekki vera eins áhrifaríkt á fólk sem sé komið með alvarlegri einkenni. „Við höfum gefið sjötíu til áttatíu sjúklingum Avigan en það virðist ekki vera eins áhrifaríkt þegar veiran er búin að fjölga sér.“ Rannsóknir eru einungis á byrjunarstigi en ljóst er að lyfið þyrfti að fara í nýtt leyfisferli hjá yfirvöldum áður en það verður notað almennt við kórónuveirunni í ljósi þess að það er upphaflega ætlað sem lyf við flensu.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Lyf Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira