Heimsóknabann og möguleg samskipti Birgir Guðjónsson skrifar 19. mars 2020 10:00 Corona veiran veður yfir heiminn og jafnvel ráðherrar og þingmenn smitast. Meiri raunsæisblær hefur orðið á umræðum forystumanna hér og augljóst að veirunni verður ekki bannað að koma. Nú er jafnvel óskað eftir meiri dreifingu. Viðurkennt er að fyrir meginþorra fólks er þetta einkennalítil sýking. Hér er sífellt vitnað í ráð vísindamanna. Með nútíma samskiptatækni og alþjóðlegum fjölmiðlum er auðvelt að fylgjast með mjög mismunandi ráðgjöf vísindamanna og viðbrögðum stjórnenda um allan heim. Skoðanamunur er um hópastærð, lokanir á skólum og veitingastöðum og fjarlægð. Bretar mæla aðeins gegn stórum hópum en almennt talað um 100 manns. Dr. Fauci forstóri CDC (Sýkingarvarna BNA) ráðleggur aðeins 50, Trump forseti í sínum um umsnúningi vill nú gera betur og segir 10 , Genfborg aðeins 5. Um fjarlægð er notað á ensku félagsleg fjarlægð (social distance) yfirleitt 2 metrar en sést upp í 4 metra. Samkomubann er yfirleitt mánuður en talað um allt að þrjá mánuði. Lokanir eru mismundandi í hverju landi hvað snertir t.d. skóla, heimili og veitingastaði. Hér var tilkynnt um samkomubann með góðum fyrirvara. Ég er almennt sáttur við fyrirmæli Almannavarna um stærð hóps, tímalengd, og fjarlægð og mun ganga um með tommustokk! Ég verð hinsvegar ætíð ósáttur við harkaleg fyrirvaralaust heimsóknarbann á hjúkrunarheimili án nokkurs möguleika á skýringum til sjúklinga og undirbúnings og könnun á samskiptamöguleikum. Bannið á eingöngu við ættingja en ekki starfsfólk og þjónustuaðila sem geta rápað inn og út án nokkurra takmarkanna. Það þarf ekki lækni til að sjá Þetta stenst ekki neinar reglur um smitvarnir og á sér enga hliðstæðu annars staðar í heiminum. Takmarkanir á heimsóknum hefðu verið sjálfsagðar í samvinnu við ættingja. Á blaðamannafundum hafa bæði Bandaríkjaforseti og forsætisráðherra Bretlands sagt, að fyrirmælum mestu vísindamanna heimsins, standandi sér við hlið, að ónauðsynlegar (unnecessary) heimsóknir ætti að forðast. Danir tala um takmarkaðar (begrænsede) heimsóknir. Umræður hafa orðið hér á hættu á einangrun eldra fólks og jafnvel hættum samfara því. Sjúklingar á hjúkrunarheimilum er mjög mismunandi á sig komnir andlega og líkamlega. Þetta rakalausa bann kemur verst niður á Alsheimer sjúklingum með dvínandi minni sem jafnvel geta ekki lengur notað síma. Þeim er jafnvel meinað að sjá maka og lífsförunauta til allt að 70 ára og kannski þann eina sem þeir ennþá þekkja. Þetta verðu þá alger félagsleg einangrun. Brosandi starfsfólk kemur ekki staðinn. Vegna hringinga og hvatningu grátklökkra ættingja þessara sjúklinga krefst ég þess að þeir „vísindamenn“ sem hafa ráðlagt þetta stígi fram og réttlæti. Svarið mun fara í sögubækur læknisfræðinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Samkomubann á Íslandi Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Corona veiran veður yfir heiminn og jafnvel ráðherrar og þingmenn smitast. Meiri raunsæisblær hefur orðið á umræðum forystumanna hér og augljóst að veirunni verður ekki bannað að koma. Nú er jafnvel óskað eftir meiri dreifingu. Viðurkennt er að fyrir meginþorra fólks er þetta einkennalítil sýking. Hér er sífellt vitnað í ráð vísindamanna. Með nútíma samskiptatækni og alþjóðlegum fjölmiðlum er auðvelt að fylgjast með mjög mismunandi ráðgjöf vísindamanna og viðbrögðum stjórnenda um allan heim. Skoðanamunur er um hópastærð, lokanir á skólum og veitingastöðum og fjarlægð. Bretar mæla aðeins gegn stórum hópum en almennt talað um 100 manns. Dr. Fauci forstóri CDC (Sýkingarvarna BNA) ráðleggur aðeins 50, Trump forseti í sínum um umsnúningi vill nú gera betur og segir 10 , Genfborg aðeins 5. Um fjarlægð er notað á ensku félagsleg fjarlægð (social distance) yfirleitt 2 metrar en sést upp í 4 metra. Samkomubann er yfirleitt mánuður en talað um allt að þrjá mánuði. Lokanir eru mismundandi í hverju landi hvað snertir t.d. skóla, heimili og veitingastaði. Hér var tilkynnt um samkomubann með góðum fyrirvara. Ég er almennt sáttur við fyrirmæli Almannavarna um stærð hóps, tímalengd, og fjarlægð og mun ganga um með tommustokk! Ég verð hinsvegar ætíð ósáttur við harkaleg fyrirvaralaust heimsóknarbann á hjúkrunarheimili án nokkurs möguleika á skýringum til sjúklinga og undirbúnings og könnun á samskiptamöguleikum. Bannið á eingöngu við ættingja en ekki starfsfólk og þjónustuaðila sem geta rápað inn og út án nokkurra takmarkanna. Það þarf ekki lækni til að sjá Þetta stenst ekki neinar reglur um smitvarnir og á sér enga hliðstæðu annars staðar í heiminum. Takmarkanir á heimsóknum hefðu verið sjálfsagðar í samvinnu við ættingja. Á blaðamannafundum hafa bæði Bandaríkjaforseti og forsætisráðherra Bretlands sagt, að fyrirmælum mestu vísindamanna heimsins, standandi sér við hlið, að ónauðsynlegar (unnecessary) heimsóknir ætti að forðast. Danir tala um takmarkaðar (begrænsede) heimsóknir. Umræður hafa orðið hér á hættu á einangrun eldra fólks og jafnvel hættum samfara því. Sjúklingar á hjúkrunarheimilum er mjög mismunandi á sig komnir andlega og líkamlega. Þetta rakalausa bann kemur verst niður á Alsheimer sjúklingum með dvínandi minni sem jafnvel geta ekki lengur notað síma. Þeim er jafnvel meinað að sjá maka og lífsförunauta til allt að 70 ára og kannski þann eina sem þeir ennþá þekkja. Þetta verðu þá alger félagsleg einangrun. Brosandi starfsfólk kemur ekki staðinn. Vegna hringinga og hvatningu grátklökkra ættingja þessara sjúklinga krefst ég þess að þeir „vísindamenn“ sem hafa ráðlagt þetta stígi fram og réttlæti. Svarið mun fara í sögubækur læknisfræðinnar.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar