Engar fleiri sýningar verða sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2020 20:30 Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgar- og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. Allir keyptir leikhúsmiðar verða tryggðir og færast yfir á næsta leikár. Ákvörðunin um að sýna ekki fleiri sýningar þar sem eftir lifir þessa leikárs var tekin af hálfu Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins í gær. Bæði leikhús munu hefja nýtt leikár fyrr en vanalega í haust og af miklum krafti. „Framkvæmdin verður einfaldlega þannig að við munum færa þær sýningar sem áttu að vera núna í vor og fram á sumar yfir á næsta leikár. Allir þeir sem eiga miða hjá okkur í Borgarleikhúsinu, þeirra miðar eru tryggðir og við færum dagskránna bara í heilu lagi,“ sagði Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri. Brynhildur Guðjónsdóttir er Borgarleikhússtjóri.EGILL AÐALSTEINS Þó að það sé ekki mikið um líf í húsinu í dag þá standa vonir til að hér verði fullt hús af lífi í ágúst. Framkvæmdin er eins hjá leikhúsunum. Þeir sem áttu miða núna í vor fá nýja miða í haust. „Þeir þurfa bara að hafa samband og við munum ráða úr því að fólk fær nýjar dagsetningar fyrir miðana sína sem þeir áttu í vor,“ sagði Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu. Hrafnhildur Hagalín er listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu.EGILL AÐALSTEINS Samkvæmt markaðsdeildum leikhúsanna verða miðar ekki endurgreiddir nema í afar sérstökum aðstæðum en leikhúsin munu bjóða upp á þann valmöguleika að fá inneign í stað nýs miða. Brynhildur segir að óframkvæmanlegt hafi verið að hleypa einungis undir 50 manns í einu í salinn eftir þann 4. maí. „Þó svo að við gætum dreift fólki fallega um salinn okkar og haft tvo metra á milli þá þarf fólk að komast einhvern veginn inn og út, fólk þarf að nota salerni. Hér erum við með veitingasölu. Þannig þetta er óframkvæmanlegt og óskynsamlegt,“ sagði Brynhildur. Er þetta mikið fjárhagslegt tjón? „Við þurfum bara að skoða það. Við erum ekki mikið að hugsa um það akkúrat núna,“ sagði Hrafnhildur. „Þetta er mikill skellur fyrir fyrirtæki eins og okkar. Við erum í rekstrarstöðvun og erum fyrirtæki með mikinn sjálfafla og eins og allar listastofnanir þá er þetta mjög erfitt fyrir öll samkomuhús sem reiða sig á samkomur en eru í samkomubanni,“ sagði Brynhildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgar- og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. Allir keyptir leikhúsmiðar verða tryggðir og færast yfir á næsta leikár. Ákvörðunin um að sýna ekki fleiri sýningar þar sem eftir lifir þessa leikárs var tekin af hálfu Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins í gær. Bæði leikhús munu hefja nýtt leikár fyrr en vanalega í haust og af miklum krafti. „Framkvæmdin verður einfaldlega þannig að við munum færa þær sýningar sem áttu að vera núna í vor og fram á sumar yfir á næsta leikár. Allir þeir sem eiga miða hjá okkur í Borgarleikhúsinu, þeirra miðar eru tryggðir og við færum dagskránna bara í heilu lagi,“ sagði Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri. Brynhildur Guðjónsdóttir er Borgarleikhússtjóri.EGILL AÐALSTEINS Þó að það sé ekki mikið um líf í húsinu í dag þá standa vonir til að hér verði fullt hús af lífi í ágúst. Framkvæmdin er eins hjá leikhúsunum. Þeir sem áttu miða núna í vor fá nýja miða í haust. „Þeir þurfa bara að hafa samband og við munum ráða úr því að fólk fær nýjar dagsetningar fyrir miðana sína sem þeir áttu í vor,“ sagði Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu. Hrafnhildur Hagalín er listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu.EGILL AÐALSTEINS Samkvæmt markaðsdeildum leikhúsanna verða miðar ekki endurgreiddir nema í afar sérstökum aðstæðum en leikhúsin munu bjóða upp á þann valmöguleika að fá inneign í stað nýs miða. Brynhildur segir að óframkvæmanlegt hafi verið að hleypa einungis undir 50 manns í einu í salinn eftir þann 4. maí. „Þó svo að við gætum dreift fólki fallega um salinn okkar og haft tvo metra á milli þá þarf fólk að komast einhvern veginn inn og út, fólk þarf að nota salerni. Hér erum við með veitingasölu. Þannig þetta er óframkvæmanlegt og óskynsamlegt,“ sagði Brynhildur. Er þetta mikið fjárhagslegt tjón? „Við þurfum bara að skoða það. Við erum ekki mikið að hugsa um það akkúrat núna,“ sagði Hrafnhildur. „Þetta er mikill skellur fyrir fyrirtæki eins og okkar. Við erum í rekstrarstöðvun og erum fyrirtæki með mikinn sjálfafla og eins og allar listastofnanir þá er þetta mjög erfitt fyrir öll samkomuhús sem reiða sig á samkomur en eru í samkomubanni,“ sagði Brynhildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira