Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2020 18:15 Ítalskur lögreglumaður gætir inngangs að hersjúkrahúsi nærri Mílanó. Vísir/EPA Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu, þar af 427 síðasta sólarhringinn. Dauðsföllum fækkaði engu að síður lítillega á milli daga. Um 3.245 manns hafa látið lífið í Kína frá því að veiran greindist fyrst þar í desember. Faraldurinn lét fyrst á sér kræla á norðanverðri Ítalíu 21. febrúar. Síðan þá hafa rúmlega 41.000 manns greinst með veiruna á Ítalíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tæplega 2.500 manns eru í gjörgæslu. Ítalskt þjóðlíf liggur í lamasessi vegna faraldursins. Nærri öllum landsmönnum er sagt að halda sig heima við og verður útgöngubannið áfram í gildi eftir að því átti upphaflega að ljúka í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Svo alvarlegt er ástandið í borginni Bergamo í Langbarðalandi sem hefur orðið einna verst út í faraldinum að herinn hefur verið kallaður út til að flytja lík þeirra sem hafa látist til brennslu. Í Kína greindust engin ný innanlandssmit í gær og var það í fyrsta skipti sem það gerist frá því að faraldurinn braust út. Hins vegar greindust 34 sem höfðu nýlega snúið heim til Kína eftir dvöl erlendis. BBC setur þann fyrirvara við að ýmsar spurningar hafi verið uppi um hversu áreiðanlegar tölur frá kínverskum stjórnvöldum eru. Ítalía Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20 Engin ný innanlandssmit í Kína síðasta sólarhringinn Fréttirnar marka þónokkur tímamót, en þetta er í fyrsta sinn frá því að greint var frá útbreiðslu veirunnar í desember sem ekki eru skráð nein ný innanlandsmit. 19. mars 2020 06:30 Íbúar á Ítalíu lýsa ástandinu sem skelfilegu: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Ítölsk kona segir að vinir sínir sem starfa á spítölum hafi þurft að taka upp hinstu skilaboð frá deyjandi fólki í einangrun til ættingja sem var bannað að koma vegna Covid-19 sjúkdómsins. Íslensk kona búsett í Bergamo segir lækna hafa þurft að velja hverjir fái að lifa. 18. mars 2020 18:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu, þar af 427 síðasta sólarhringinn. Dauðsföllum fækkaði engu að síður lítillega á milli daga. Um 3.245 manns hafa látið lífið í Kína frá því að veiran greindist fyrst þar í desember. Faraldurinn lét fyrst á sér kræla á norðanverðri Ítalíu 21. febrúar. Síðan þá hafa rúmlega 41.000 manns greinst með veiruna á Ítalíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tæplega 2.500 manns eru í gjörgæslu. Ítalskt þjóðlíf liggur í lamasessi vegna faraldursins. Nærri öllum landsmönnum er sagt að halda sig heima við og verður útgöngubannið áfram í gildi eftir að því átti upphaflega að ljúka í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Svo alvarlegt er ástandið í borginni Bergamo í Langbarðalandi sem hefur orðið einna verst út í faraldinum að herinn hefur verið kallaður út til að flytja lík þeirra sem hafa látist til brennslu. Í Kína greindust engin ný innanlandssmit í gær og var það í fyrsta skipti sem það gerist frá því að faraldurinn braust út. Hins vegar greindust 34 sem höfðu nýlega snúið heim til Kína eftir dvöl erlendis. BBC setur þann fyrirvara við að ýmsar spurningar hafi verið uppi um hversu áreiðanlegar tölur frá kínverskum stjórnvöldum eru.
Ítalía Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20 Engin ný innanlandssmit í Kína síðasta sólarhringinn Fréttirnar marka þónokkur tímamót, en þetta er í fyrsta sinn frá því að greint var frá útbreiðslu veirunnar í desember sem ekki eru skráð nein ný innanlandsmit. 19. mars 2020 06:30 Íbúar á Ítalíu lýsa ástandinu sem skelfilegu: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Ítölsk kona segir að vinir sínir sem starfa á spítölum hafi þurft að taka upp hinstu skilaboð frá deyjandi fólki í einangrun til ættingja sem var bannað að koma vegna Covid-19 sjúkdómsins. Íslensk kona búsett í Bergamo segir lækna hafa þurft að velja hverjir fái að lifa. 18. mars 2020 18:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20
Engin ný innanlandssmit í Kína síðasta sólarhringinn Fréttirnar marka þónokkur tímamót, en þetta er í fyrsta sinn frá því að greint var frá útbreiðslu veirunnar í desember sem ekki eru skráð nein ný innanlandsmit. 19. mars 2020 06:30
Íbúar á Ítalíu lýsa ástandinu sem skelfilegu: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Ítölsk kona segir að vinir sínir sem starfa á spítölum hafi þurft að taka upp hinstu skilaboð frá deyjandi fólki í einangrun til ættingja sem var bannað að koma vegna Covid-19 sjúkdómsins. Íslensk kona búsett í Bergamo segir lækna hafa þurft að velja hverjir fái að lifa. 18. mars 2020 18:30