Binda vonir við að íslensk uppfinning geti nýst í rannsóknum tengdum Covid-19 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. apríl 2020 20:57 Johns Hopkins háskólasjúkrahúsið í Bandaríkjunum. Rob Carr/Getty Læknar og vísindamenn við Johns Hopkins-háskólasjúkrahúsið í Bandaríkjunum vinna nú við rannsóknir á því hvort tæki úr smiðju íslenska fyrirtækisins Nox Medical, sem stundar svefnrannsóknir, geti nýst við meðferð Covid-sjúklinga sem leggja þarf inn á gjörgæslu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Um er að ræða tæki sem læknar geta notað til þess að mæla öndun og súrefnismettun í rauntíma með mikilli nákvæmni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að súrefnisinntaka sjúklinga í öndunarvél batni, séu þeir lagðir á magann. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það hefur á sjúklinga sem ekki eru í öndunarvél að liggja á maganum, en tækinu frá Nox Medical er einmitt ætlað að mæla það. Rannsóknin verður gerð á sjúklingum sem ekki eru komnir í öndunarvél. Kannað verður hvort hægt sé að hafa áhrif á öndun og súrefnisinntöku sjúklinga með því að breyta stellingu viðkomandi. „Við prófum þá tilgátu að jafnvel áður en sjúklingur fer í öndunarvél, að hann sé lagður á grúfu bæti það súrefnisupptökuna og að komast megi hjá því að nota öndunarvél,“ sagði Naresh Punjabi, prófessor í smitsjúkdómalækningum, við RÚV í kvöld. „Við reynum að stefna nokkrum sjúkrastofnunum saman til að gera klínískar rannsóknir sem hjálpa okkur að skilja þetta betur,“ sagði Punjabi einnig. Hann bætti því við að prófanir væru á frumstigi, þar sem kórónuveirufaraldrinum væri langt í frá lokið. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Svefn Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Læknar og vísindamenn við Johns Hopkins-háskólasjúkrahúsið í Bandaríkjunum vinna nú við rannsóknir á því hvort tæki úr smiðju íslenska fyrirtækisins Nox Medical, sem stundar svefnrannsóknir, geti nýst við meðferð Covid-sjúklinga sem leggja þarf inn á gjörgæslu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Um er að ræða tæki sem læknar geta notað til þess að mæla öndun og súrefnismettun í rauntíma með mikilli nákvæmni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að súrefnisinntaka sjúklinga í öndunarvél batni, séu þeir lagðir á magann. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það hefur á sjúklinga sem ekki eru í öndunarvél að liggja á maganum, en tækinu frá Nox Medical er einmitt ætlað að mæla það. Rannsóknin verður gerð á sjúklingum sem ekki eru komnir í öndunarvél. Kannað verður hvort hægt sé að hafa áhrif á öndun og súrefnisinntöku sjúklinga með því að breyta stellingu viðkomandi. „Við prófum þá tilgátu að jafnvel áður en sjúklingur fer í öndunarvél, að hann sé lagður á grúfu bæti það súrefnisupptökuna og að komast megi hjá því að nota öndunarvél,“ sagði Naresh Punjabi, prófessor í smitsjúkdómalækningum, við RÚV í kvöld. „Við reynum að stefna nokkrum sjúkrastofnunum saman til að gera klínískar rannsóknir sem hjálpa okkur að skilja þetta betur,“ sagði Punjabi einnig. Hann bætti því við að prófanir væru á frumstigi, þar sem kórónuveirufaraldrinum væri langt í frá lokið.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Svefn Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira