Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2020 12:05 Sjúklingar með Covid-19-sjúkdóminn á Papa Giovanni XII-sjúkrahúsinu í Bergamo. Í umfjöllun Sky segir að plasthylkin utan um höfuð sjúklinganna séu notuð til að jafna loftþrýsting í lungum þeirra. Skjáskot/YouTube Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur hvað verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. Fréttamaður Sky-fréttastofunnar varpar ljósi á ástandið með myndum og ítarlegri umfjöllun sem birt var í gær og í dag. „Starfsmenn bægja okkur frá í óðagoti, á meðan þeir ýta á undan sér körlum og konum á sjúkrabörum í færanlegum öndunarvélum. […] Þeir hlaupa fram hjá deildum sem þegar eru yfirfullar af rúmum, öll skipuð fólki í hræðilegri neyð – sem nær ekki andanum, sem heldur um brjóst sér og í slöngur sem dæla súrefni í súrefnissvelt lungu þeirra,“ skrifar Stuart Ramsay, fréttamaður Sky, sem fékk að heimsækja Papa Giovanni XXII-sjúkrahúsið í Bergamo. Sjá einnig: Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Í umfjölluninni segir að ástandið sé verst á nákvæmlega þessum spítala á Ítalíu. „Þetta er hreinlega skelfilegt,“ skrifar Ramsay, og lýsir því að hingað til hafi fréttamönnum ekki verið hleypt inn á sjúkrahúsið. Hann segir gjörgæsluna löngu sprungna og að hver einasti krókur og kimi spítalans, þar með taldir gangar og biðstofur, sé nýttur undir Covid-19-sjúklinga. Það sem virðist vera gjörgæsla sé í raun bráðamóttaka; fólkið sem lagt er inn er þegar mjög alvarlega veikt. Myndband sem fylgir umfjölluninni sýnir vel hversu erfitt ástandið er. Starfsfólk hleypur á milli sjúklinga, sem flestir hafa nokkurs konar plasthylki utan um höfuðið til að jafna loftþrýsting í lungunum, og læknar sem rætt er við segjast aldrei hafa upplifað annað eins. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Umfjöllun Sky í heild má nálgast hér. Fleiri eru nú látnir af völdum kórónuveirunnar á Ítalíu en í Kína. Tala látinna hækkaði um 427 í gær og þar með eru alls 3405 látnir í landinu. Kalla hefur þurft út ítalska herinn í Bergamo til að flytja lík þeirra sem hafa látist úr Covid-19-sjúkdómnum til brennslu, svo alvarlegt er ástandið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa til síns heima Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa heim samkvæmt tilskipun frá alþjóðasamtökunum. 20. mars 2020 07:22 „Það geta í raun allir veikst alvarlega“ Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. 19. mars 2020 21:45 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur hvað verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. Fréttamaður Sky-fréttastofunnar varpar ljósi á ástandið með myndum og ítarlegri umfjöllun sem birt var í gær og í dag. „Starfsmenn bægja okkur frá í óðagoti, á meðan þeir ýta á undan sér körlum og konum á sjúkrabörum í færanlegum öndunarvélum. […] Þeir hlaupa fram hjá deildum sem þegar eru yfirfullar af rúmum, öll skipuð fólki í hræðilegri neyð – sem nær ekki andanum, sem heldur um brjóst sér og í slöngur sem dæla súrefni í súrefnissvelt lungu þeirra,“ skrifar Stuart Ramsay, fréttamaður Sky, sem fékk að heimsækja Papa Giovanni XXII-sjúkrahúsið í Bergamo. Sjá einnig: Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Í umfjölluninni segir að ástandið sé verst á nákvæmlega þessum spítala á Ítalíu. „Þetta er hreinlega skelfilegt,“ skrifar Ramsay, og lýsir því að hingað til hafi fréttamönnum ekki verið hleypt inn á sjúkrahúsið. Hann segir gjörgæsluna löngu sprungna og að hver einasti krókur og kimi spítalans, þar með taldir gangar og biðstofur, sé nýttur undir Covid-19-sjúklinga. Það sem virðist vera gjörgæsla sé í raun bráðamóttaka; fólkið sem lagt er inn er þegar mjög alvarlega veikt. Myndband sem fylgir umfjölluninni sýnir vel hversu erfitt ástandið er. Starfsfólk hleypur á milli sjúklinga, sem flestir hafa nokkurs konar plasthylki utan um höfuðið til að jafna loftþrýsting í lungunum, og læknar sem rætt er við segjast aldrei hafa upplifað annað eins. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Umfjöllun Sky í heild má nálgast hér. Fleiri eru nú látnir af völdum kórónuveirunnar á Ítalíu en í Kína. Tala látinna hækkaði um 427 í gær og þar með eru alls 3405 látnir í landinu. Kalla hefur þurft út ítalska herinn í Bergamo til að flytja lík þeirra sem hafa látist úr Covid-19-sjúkdómnum til brennslu, svo alvarlegt er ástandið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa til síns heima Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa heim samkvæmt tilskipun frá alþjóðasamtökunum. 20. mars 2020 07:22 „Það geta í raun allir veikst alvarlega“ Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. 19. mars 2020 21:45 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa til síns heima Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa heim samkvæmt tilskipun frá alþjóðasamtökunum. 20. mars 2020 07:22
„Það geta í raun allir veikst alvarlega“ Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. 19. mars 2020 21:45
Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15