Föstudagsplaylisti Mannveiru Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 20. mars 2020 16:07 Svartmálmssveitin Mannveira. Elvar Ö. Egilsson Áætla má að lítill hluti Íslendinga geri sér grein fyrir því hve fyrirferðarmiklar íslenskar hljómsveitir eru innan alþjóðlegu svartmálmssenunnar (e. black metal). Sveitir eins og Misþyrming, Svartidauði, Sinmara, Wormlust og fleiri hafa vakið mikla athygli um allan heim. Mannveira er ein þeirra sveita sem hefur verið áberandi í þessari íslensku þungarokksbylgju og settu meðlimir hennar saman föstudagslagalistann að þesu sinni. Eins og búast mátti við er dágóð drungarokksslagsíða á listanum en á milli má m.a. finna italo disco slagarann Slice Me Nice með goðsögninni þýsku Fancy og lag með Psychic TV, en forsprakki sveitarinnar esóterísku, Genesis P-orridge, lést síðasta laugardag. Mannveira býst eins og flestar hljómsveitir ekki við miklu tónleikahaldi á næstunni en fyrsta plata þeirra í fullri lengd, Vítahringur, er þó væntanleg. Eftirfarandi höfðu meðlimir um listann að segja: „Á meðan við hóstum í olnbogann á okkur og bíðum eftir að fyrsta platan okkar komi út er þessi playlisti hentugur í að peppa sig í gang fyrir samkomubann. Negla á neglu ofan úr skítugum pokahornum Mannveiru til að sötra volgan Faxe við. Munið svo að spritta hendurnar!“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Áætla má að lítill hluti Íslendinga geri sér grein fyrir því hve fyrirferðarmiklar íslenskar hljómsveitir eru innan alþjóðlegu svartmálmssenunnar (e. black metal). Sveitir eins og Misþyrming, Svartidauði, Sinmara, Wormlust og fleiri hafa vakið mikla athygli um allan heim. Mannveira er ein þeirra sveita sem hefur verið áberandi í þessari íslensku þungarokksbylgju og settu meðlimir hennar saman föstudagslagalistann að þesu sinni. Eins og búast mátti við er dágóð drungarokksslagsíða á listanum en á milli má m.a. finna italo disco slagarann Slice Me Nice með goðsögninni þýsku Fancy og lag með Psychic TV, en forsprakki sveitarinnar esóterísku, Genesis P-orridge, lést síðasta laugardag. Mannveira býst eins og flestar hljómsveitir ekki við miklu tónleikahaldi á næstunni en fyrsta plata þeirra í fullri lengd, Vítahringur, er þó væntanleg. Eftirfarandi höfðu meðlimir um listann að segja: „Á meðan við hóstum í olnbogann á okkur og bíðum eftir að fyrsta platan okkar komi út er þessi playlisti hentugur í að peppa sig í gang fyrir samkomubann. Negla á neglu ofan úr skítugum pokahornum Mannveiru til að sötra volgan Faxe við. Munið svo að spritta hendurnar!“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira