Hvað á EM að heita? Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2020 23:00 Nú eru 448 dagar í EM 2020, sem fer fram 2021. VÍSIR/GETTY Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, virðist eiga í einhverjum erfiðleikum með að ákveða hvað kalla skuli næsta Evrópumót karla, nú þegar ákveðið hefur verið að flytja mótið um eitt ár. Á Twitter-síðu UEFA birtist í kvöld tilkynning um að mótið skyldi áfram kallað EM 2020. Það kom ýmsum spánskt fyrir sjónir enda á mótið núna að fara fram sumarið 2021 en það er ein afleiðing útbreiðslu kórónuveirunnar. Stuttu síðar barst önnur tilkynning frá UEFA, þar sem beðist var afsökunar á fyrra tísti og það sagt hafa verið sent út fyrir mistök. Ekki væri búið að taka neina ákvörðun um heiti mótsins. With apologies for the earlier error, to be clear no decision has yet been made on the name of the rearranged EURO to be held in 2021. The earlier tweet was sent by mistake.— UEFA (@UEFA) March 20, 2020 EM kvenna átti að fara fram sumarið 2021 en óvissa ríkir nú um það og er talið að mótið verði sömuleiðis fært um eitt ár, til 2022. Norska knattspyrnusambandið hefur þó sent UEFA erindi þar sem því er mótmælt og vill að bæði mótin fari fram 2021. Á Íslandi hefur næsta Evrópumót karla af ýmsum verið kallað „EM alls staðar“, og það er kannski best við hæfi enda stendur enn til að mótið fari fram í 12 löndum víðs vegar um Evrópu. EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Norðmenn vilja tvöfalda EM-veislu og skora á UEFA Terje Svendsen, formaður norska knattspyrnusambandsins, segir að það sé mikilvægt að EM kvenna fari fram sumarið 2021 en verði ekki fært til vegna EM karla. 19. mars 2020 20:46 Miklar breytingar á leikjadagatali íslenska kvennalandsliðsins Apríl-leikjum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta hefur verið frestað. Nýjar dagsetningar hafa ekki verið gefnar út. 17. mars 2020 14:47 Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, virðist eiga í einhverjum erfiðleikum með að ákveða hvað kalla skuli næsta Evrópumót karla, nú þegar ákveðið hefur verið að flytja mótið um eitt ár. Á Twitter-síðu UEFA birtist í kvöld tilkynning um að mótið skyldi áfram kallað EM 2020. Það kom ýmsum spánskt fyrir sjónir enda á mótið núna að fara fram sumarið 2021 en það er ein afleiðing útbreiðslu kórónuveirunnar. Stuttu síðar barst önnur tilkynning frá UEFA, þar sem beðist var afsökunar á fyrra tísti og það sagt hafa verið sent út fyrir mistök. Ekki væri búið að taka neina ákvörðun um heiti mótsins. With apologies for the earlier error, to be clear no decision has yet been made on the name of the rearranged EURO to be held in 2021. The earlier tweet was sent by mistake.— UEFA (@UEFA) March 20, 2020 EM kvenna átti að fara fram sumarið 2021 en óvissa ríkir nú um það og er talið að mótið verði sömuleiðis fært um eitt ár, til 2022. Norska knattspyrnusambandið hefur þó sent UEFA erindi þar sem því er mótmælt og vill að bæði mótin fari fram 2021. Á Íslandi hefur næsta Evrópumót karla af ýmsum verið kallað „EM alls staðar“, og það er kannski best við hæfi enda stendur enn til að mótið fari fram í 12 löndum víðs vegar um Evrópu.
EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Norðmenn vilja tvöfalda EM-veislu og skora á UEFA Terje Svendsen, formaður norska knattspyrnusambandsins, segir að það sé mikilvægt að EM kvenna fari fram sumarið 2021 en verði ekki fært til vegna EM karla. 19. mars 2020 20:46 Miklar breytingar á leikjadagatali íslenska kvennalandsliðsins Apríl-leikjum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta hefur verið frestað. Nýjar dagsetningar hafa ekki verið gefnar út. 17. mars 2020 14:47 Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Norðmenn vilja tvöfalda EM-veislu og skora á UEFA Terje Svendsen, formaður norska knattspyrnusambandsins, segir að það sé mikilvægt að EM kvenna fari fram sumarið 2021 en verði ekki fært til vegna EM karla. 19. mars 2020 20:46
Miklar breytingar á leikjadagatali íslenska kvennalandsliðsins Apríl-leikjum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta hefur verið frestað. Nýjar dagsetningar hafa ekki verið gefnar út. 17. mars 2020 14:47
Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35
EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35