Hvað á EM að heita? Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2020 23:00 Nú eru 448 dagar í EM 2020, sem fer fram 2021. VÍSIR/GETTY Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, virðist eiga í einhverjum erfiðleikum með að ákveða hvað kalla skuli næsta Evrópumót karla, nú þegar ákveðið hefur verið að flytja mótið um eitt ár. Á Twitter-síðu UEFA birtist í kvöld tilkynning um að mótið skyldi áfram kallað EM 2020. Það kom ýmsum spánskt fyrir sjónir enda á mótið núna að fara fram sumarið 2021 en það er ein afleiðing útbreiðslu kórónuveirunnar. Stuttu síðar barst önnur tilkynning frá UEFA, þar sem beðist var afsökunar á fyrra tísti og það sagt hafa verið sent út fyrir mistök. Ekki væri búið að taka neina ákvörðun um heiti mótsins. With apologies for the earlier error, to be clear no decision has yet been made on the name of the rearranged EURO to be held in 2021. The earlier tweet was sent by mistake.— UEFA (@UEFA) March 20, 2020 EM kvenna átti að fara fram sumarið 2021 en óvissa ríkir nú um það og er talið að mótið verði sömuleiðis fært um eitt ár, til 2022. Norska knattspyrnusambandið hefur þó sent UEFA erindi þar sem því er mótmælt og vill að bæði mótin fari fram 2021. Á Íslandi hefur næsta Evrópumót karla af ýmsum verið kallað „EM alls staðar“, og það er kannski best við hæfi enda stendur enn til að mótið fari fram í 12 löndum víðs vegar um Evrópu. EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Norðmenn vilja tvöfalda EM-veislu og skora á UEFA Terje Svendsen, formaður norska knattspyrnusambandsins, segir að það sé mikilvægt að EM kvenna fari fram sumarið 2021 en verði ekki fært til vegna EM karla. 19. mars 2020 20:46 Miklar breytingar á leikjadagatali íslenska kvennalandsliðsins Apríl-leikjum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta hefur verið frestað. Nýjar dagsetningar hafa ekki verið gefnar út. 17. mars 2020 14:47 Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, virðist eiga í einhverjum erfiðleikum með að ákveða hvað kalla skuli næsta Evrópumót karla, nú þegar ákveðið hefur verið að flytja mótið um eitt ár. Á Twitter-síðu UEFA birtist í kvöld tilkynning um að mótið skyldi áfram kallað EM 2020. Það kom ýmsum spánskt fyrir sjónir enda á mótið núna að fara fram sumarið 2021 en það er ein afleiðing útbreiðslu kórónuveirunnar. Stuttu síðar barst önnur tilkynning frá UEFA, þar sem beðist var afsökunar á fyrra tísti og það sagt hafa verið sent út fyrir mistök. Ekki væri búið að taka neina ákvörðun um heiti mótsins. With apologies for the earlier error, to be clear no decision has yet been made on the name of the rearranged EURO to be held in 2021. The earlier tweet was sent by mistake.— UEFA (@UEFA) March 20, 2020 EM kvenna átti að fara fram sumarið 2021 en óvissa ríkir nú um það og er talið að mótið verði sömuleiðis fært um eitt ár, til 2022. Norska knattspyrnusambandið hefur þó sent UEFA erindi þar sem því er mótmælt og vill að bæði mótin fari fram 2021. Á Íslandi hefur næsta Evrópumót karla af ýmsum verið kallað „EM alls staðar“, og það er kannski best við hæfi enda stendur enn til að mótið fari fram í 12 löndum víðs vegar um Evrópu.
EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Norðmenn vilja tvöfalda EM-veislu og skora á UEFA Terje Svendsen, formaður norska knattspyrnusambandsins, segir að það sé mikilvægt að EM kvenna fari fram sumarið 2021 en verði ekki fært til vegna EM karla. 19. mars 2020 20:46 Miklar breytingar á leikjadagatali íslenska kvennalandsliðsins Apríl-leikjum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta hefur verið frestað. Nýjar dagsetningar hafa ekki verið gefnar út. 17. mars 2020 14:47 Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Norðmenn vilja tvöfalda EM-veislu og skora á UEFA Terje Svendsen, formaður norska knattspyrnusambandsins, segir að það sé mikilvægt að EM kvenna fari fram sumarið 2021 en verði ekki fært til vegna EM karla. 19. mars 2020 20:46
Miklar breytingar á leikjadagatali íslenska kvennalandsliðsins Apríl-leikjum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta hefur verið frestað. Nýjar dagsetningar hafa ekki verið gefnar út. 17. mars 2020 14:47
Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35
EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35