Hvað á EM að heita? Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2020 23:00 Nú eru 448 dagar í EM 2020, sem fer fram 2021. VÍSIR/GETTY Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, virðist eiga í einhverjum erfiðleikum með að ákveða hvað kalla skuli næsta Evrópumót karla, nú þegar ákveðið hefur verið að flytja mótið um eitt ár. Á Twitter-síðu UEFA birtist í kvöld tilkynning um að mótið skyldi áfram kallað EM 2020. Það kom ýmsum spánskt fyrir sjónir enda á mótið núna að fara fram sumarið 2021 en það er ein afleiðing útbreiðslu kórónuveirunnar. Stuttu síðar barst önnur tilkynning frá UEFA, þar sem beðist var afsökunar á fyrra tísti og það sagt hafa verið sent út fyrir mistök. Ekki væri búið að taka neina ákvörðun um heiti mótsins. With apologies for the earlier error, to be clear no decision has yet been made on the name of the rearranged EURO to be held in 2021. The earlier tweet was sent by mistake.— UEFA (@UEFA) March 20, 2020 EM kvenna átti að fara fram sumarið 2021 en óvissa ríkir nú um það og er talið að mótið verði sömuleiðis fært um eitt ár, til 2022. Norska knattspyrnusambandið hefur þó sent UEFA erindi þar sem því er mótmælt og vill að bæði mótin fari fram 2021. Á Íslandi hefur næsta Evrópumót karla af ýmsum verið kallað „EM alls staðar“, og það er kannski best við hæfi enda stendur enn til að mótið fari fram í 12 löndum víðs vegar um Evrópu. EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Norðmenn vilja tvöfalda EM-veislu og skora á UEFA Terje Svendsen, formaður norska knattspyrnusambandsins, segir að það sé mikilvægt að EM kvenna fari fram sumarið 2021 en verði ekki fært til vegna EM karla. 19. mars 2020 20:46 Miklar breytingar á leikjadagatali íslenska kvennalandsliðsins Apríl-leikjum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta hefur verið frestað. Nýjar dagsetningar hafa ekki verið gefnar út. 17. mars 2020 14:47 Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, virðist eiga í einhverjum erfiðleikum með að ákveða hvað kalla skuli næsta Evrópumót karla, nú þegar ákveðið hefur verið að flytja mótið um eitt ár. Á Twitter-síðu UEFA birtist í kvöld tilkynning um að mótið skyldi áfram kallað EM 2020. Það kom ýmsum spánskt fyrir sjónir enda á mótið núna að fara fram sumarið 2021 en það er ein afleiðing útbreiðslu kórónuveirunnar. Stuttu síðar barst önnur tilkynning frá UEFA, þar sem beðist var afsökunar á fyrra tísti og það sagt hafa verið sent út fyrir mistök. Ekki væri búið að taka neina ákvörðun um heiti mótsins. With apologies for the earlier error, to be clear no decision has yet been made on the name of the rearranged EURO to be held in 2021. The earlier tweet was sent by mistake.— UEFA (@UEFA) March 20, 2020 EM kvenna átti að fara fram sumarið 2021 en óvissa ríkir nú um það og er talið að mótið verði sömuleiðis fært um eitt ár, til 2022. Norska knattspyrnusambandið hefur þó sent UEFA erindi þar sem því er mótmælt og vill að bæði mótin fari fram 2021. Á Íslandi hefur næsta Evrópumót karla af ýmsum verið kallað „EM alls staðar“, og það er kannski best við hæfi enda stendur enn til að mótið fari fram í 12 löndum víðs vegar um Evrópu.
EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Norðmenn vilja tvöfalda EM-veislu og skora á UEFA Terje Svendsen, formaður norska knattspyrnusambandsins, segir að það sé mikilvægt að EM kvenna fari fram sumarið 2021 en verði ekki fært til vegna EM karla. 19. mars 2020 20:46 Miklar breytingar á leikjadagatali íslenska kvennalandsliðsins Apríl-leikjum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta hefur verið frestað. Nýjar dagsetningar hafa ekki verið gefnar út. 17. mars 2020 14:47 Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35 EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Norðmenn vilja tvöfalda EM-veislu og skora á UEFA Terje Svendsen, formaður norska knattspyrnusambandsins, segir að það sé mikilvægt að EM kvenna fari fram sumarið 2021 en verði ekki fært til vegna EM karla. 19. mars 2020 20:46
Miklar breytingar á leikjadagatali íslenska kvennalandsliðsins Apríl-leikjum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta hefur verið frestað. Nýjar dagsetningar hafa ekki verið gefnar út. 17. mars 2020 14:47
Segja að EM kvenna verði líka fært aftur um eitt ár EM kvenna í fótbolta verður að EM 2022 eftir tilfærsluna á EM karla í dag. 17. mars 2020 13:35
EM verður haldið á næsta ári Evrópumót karla í fótbolta verður haldið á næsta ári. 17. mars 2020 12:35