Júlían með höfuðið í bleyti en á erfitt með að skipuleggja sig Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 18:31 Júlían J. K. Jóhannsson varð í lok síðasta árs þriðji kraftlyftingamaðurinn sem var valinn íþróttamaður ársins á Íslandi. VÍSIR/SIGURBJÖRN ÓSKARSSON Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót í kraftlyftingum því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. Kórónuveiran hefur sett allt íþróttalíf úr skorðum og þó að Júlían leggi áherslu á að á tímum sem þessum skipti heilsa fólks mestu máli þá viðurkennir hann að það sé erfitt að vera afreksíþróttamaður þegar allt er í lamasessi. Hann ræddi málin við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld en innslagið má sjá hér neðst í greininni. „Þetta hefur gjörbreytt öllu keppnisskipulagi þennan fyrsta hluta árs hið minnsta. Ég stefndi á Evrópumeistaramótið sem átti að vera haldið í byrjun maí í Danmörku. Fljótlega eftir að uppgangur kórónuveirunnar fór að aukast þá dró hvert landsliðið sig á fætur öðru út úr mótinu. Ítalska liðið fyrst, svo það austurríska og það sænska, og fyrir tveimur vikum var mótinu svo frestað eða aflýst. Það á eftir að taka lokaákvörðun um hvort verður. Og það sama gildir um öll mót frá mars og fram í júní,“ sagði Júlían. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir íþróttamanninn? „Að tala um mikið áfall fyrir mig… Auðvitað er þetta lítilvægt í stóra samhenginu. Það sem skiptir máli er að sem flestir komist á heilu og höldnu út úr þessum óförum. En fyrir mig persónulega þá skipuleggur maður sig ár fram í tímann að lágmarki, og er búinn að undirbúa alla æfingarútínu og skipulag, og þetta setur það allt í uppnám. Undanfarnar vikur hef ég bara verið með höfuðið í bleyti, undir feldi, og verið að sjá til hvað ég geri næst. Helsta hindrunin í þessu öllu er að maður veit ekki neitt. Maður veit ekki hvenær næsta mót er. Ég var nú búinn að lofa Evrópumeistaratitli en ég veit ekki hvenær eða hvort mótið verður haldið. Það er erfitt að skipuleggja æfingauppkeyrslu fram að einhverjum degi sem maður veit ekki hvenær er. Í augnablikinu er ég bara sem íþróttamaður að fara aftur í grunninn og búa til „off season“-tímabil. Ég skipulegg það í stuttum 4-5 vikna bút,“ segir Júlían, og tekur undir að staðan sé snúin: „Já, þetta er það, en ég vil ekki gera of mikið úr þessu í samanburði við allt annað. Auðvitað er fólk sem á um sárt að binda og þetta er alvarlegt mál. Það að ég komist ekki að sækja Evróputitilinn minn er ekki það stærsta í þessu, þó að það sé rosastórt fyrir mig. Maður hugsar auðvitað um heildina.“ Klippa: Júlían leitar í grunninn á óvissutímum Kraftlyftingar Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira
Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót í kraftlyftingum því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. Kórónuveiran hefur sett allt íþróttalíf úr skorðum og þó að Júlían leggi áherslu á að á tímum sem þessum skipti heilsa fólks mestu máli þá viðurkennir hann að það sé erfitt að vera afreksíþróttamaður þegar allt er í lamasessi. Hann ræddi málin við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld en innslagið má sjá hér neðst í greininni. „Þetta hefur gjörbreytt öllu keppnisskipulagi þennan fyrsta hluta árs hið minnsta. Ég stefndi á Evrópumeistaramótið sem átti að vera haldið í byrjun maí í Danmörku. Fljótlega eftir að uppgangur kórónuveirunnar fór að aukast þá dró hvert landsliðið sig á fætur öðru út úr mótinu. Ítalska liðið fyrst, svo það austurríska og það sænska, og fyrir tveimur vikum var mótinu svo frestað eða aflýst. Það á eftir að taka lokaákvörðun um hvort verður. Og það sama gildir um öll mót frá mars og fram í júní,“ sagði Júlían. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir íþróttamanninn? „Að tala um mikið áfall fyrir mig… Auðvitað er þetta lítilvægt í stóra samhenginu. Það sem skiptir máli er að sem flestir komist á heilu og höldnu út úr þessum óförum. En fyrir mig persónulega þá skipuleggur maður sig ár fram í tímann að lágmarki, og er búinn að undirbúa alla æfingarútínu og skipulag, og þetta setur það allt í uppnám. Undanfarnar vikur hef ég bara verið með höfuðið í bleyti, undir feldi, og verið að sjá til hvað ég geri næst. Helsta hindrunin í þessu öllu er að maður veit ekki neitt. Maður veit ekki hvenær næsta mót er. Ég var nú búinn að lofa Evrópumeistaratitli en ég veit ekki hvenær eða hvort mótið verður haldið. Það er erfitt að skipuleggja æfingauppkeyrslu fram að einhverjum degi sem maður veit ekki hvenær er. Í augnablikinu er ég bara sem íþróttamaður að fara aftur í grunninn og búa til „off season“-tímabil. Ég skipulegg það í stuttum 4-5 vikna bút,“ segir Júlían, og tekur undir að staðan sé snúin: „Já, þetta er það, en ég vil ekki gera of mikið úr þessu í samanburði við allt annað. Auðvitað er fólk sem á um sárt að binda og þetta er alvarlegt mál. Það að ég komist ekki að sækja Evróputitilinn minn er ekki það stærsta í þessu, þó að það sé rosastórt fyrir mig. Maður hugsar auðvitað um heildina.“ Klippa: Júlían leitar í grunninn á óvissutímum
Kraftlyftingar Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira