Sigríður fékk brons á Arnold Classic Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 22:30 Sigríður Sigurjónsdóttir með íslenska fánann og bronsverðlaunin eftir mótið, ásamt öðrum verðlaunahöfum og Magnúsi Ver Magnússyni. Sigríður Sigurjónsdóttir úr íþróttafélaginu Suðra var á meðal keppenda á Arnold Classic mótinu fyrr í þessum mánuði og náði góðum árangri. Varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar settu mikinn svip á mótið. Sigríður hafnaði í 3. sæti í standandi flokki 1 innan raða fatlaðra. Hún sigraði eina grein af þremur með miklum yfirburðum og bætti sitt eigið met þegar hún tók 11 lyftur í réttstöðu með heil 130 kíló í höndunum. Þetta er aðeins annað mótið í aflraunum sem Sigríður tekur þátt í og það fyrsta utan Íslands. Mikið var gert til að minnka hættu á smiti á mótinu og þurfti að aflýsa mörgum keppnisgreinum auk þess að takmarka aðgang að keppnum, þannig að aðeins keppendur, þjálfarar, fylgdarmenn og nánustu aðstandendur fengu að fylgjast með. Auk þess að keppa sjálf fylgdist Sigríður með Hafþóri Júlíusi Björnssyni fagna sigri á mótinu. Þá segist hún hafa kynnst öðrum keppendum vel og myndað sterk vinabönd, en til stendur að margir keppenda af mótinu komi til Íslands og taki þátt í Viking Strength Challenge sem halda á samhliða Víkingahátíðinni í Hafnarfirði í júní. Það verður hins vegar að koma í ljós hvaða áhrif útbreiðsla kórónuveirunnar hefur á það. Sigríður hefur auk þess sett stefnuna á heimsmeistaramótið í Þýskalandi sem halda á í ágúst. Kraftlyftingar Tengdar fréttir Hafþór Júlíus sigrar á Arnold Strongman Classic mótinu Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson sigraði á Arnold Strongman Classic-mótinu, sem fer fram í Columbus í Ohio. 8. mars 2020 12:55 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Sigríður Sigurjónsdóttir úr íþróttafélaginu Suðra var á meðal keppenda á Arnold Classic mótinu fyrr í þessum mánuði og náði góðum árangri. Varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar settu mikinn svip á mótið. Sigríður hafnaði í 3. sæti í standandi flokki 1 innan raða fatlaðra. Hún sigraði eina grein af þremur með miklum yfirburðum og bætti sitt eigið met þegar hún tók 11 lyftur í réttstöðu með heil 130 kíló í höndunum. Þetta er aðeins annað mótið í aflraunum sem Sigríður tekur þátt í og það fyrsta utan Íslands. Mikið var gert til að minnka hættu á smiti á mótinu og þurfti að aflýsa mörgum keppnisgreinum auk þess að takmarka aðgang að keppnum, þannig að aðeins keppendur, þjálfarar, fylgdarmenn og nánustu aðstandendur fengu að fylgjast með. Auk þess að keppa sjálf fylgdist Sigríður með Hafþóri Júlíusi Björnssyni fagna sigri á mótinu. Þá segist hún hafa kynnst öðrum keppendum vel og myndað sterk vinabönd, en til stendur að margir keppenda af mótinu komi til Íslands og taki þátt í Viking Strength Challenge sem halda á samhliða Víkingahátíðinni í Hafnarfirði í júní. Það verður hins vegar að koma í ljós hvaða áhrif útbreiðsla kórónuveirunnar hefur á það. Sigríður hefur auk þess sett stefnuna á heimsmeistaramótið í Þýskalandi sem halda á í ágúst.
Kraftlyftingar Tengdar fréttir Hafþór Júlíus sigrar á Arnold Strongman Classic mótinu Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson sigraði á Arnold Strongman Classic-mótinu, sem fer fram í Columbus í Ohio. 8. mars 2020 12:55 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Hafþór Júlíus sigrar á Arnold Strongman Classic mótinu Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson sigraði á Arnold Strongman Classic-mótinu, sem fer fram í Columbus í Ohio. 8. mars 2020 12:55