Að kaupa Kane gæti reynst Woodward ofviða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. mars 2020 11:30 Talið er að Manchester United vilji fá Harry Kane í sínar raðir. Richard Calver/SOPA/Getty Images Harry Kane hefur verið orðaður við Manchester United en nennir Ed Woodward, framkvæmdastjóri félagsins, að standa í þeim erfiðleikum sem fylgja því að reyna kaupa leikmann af Tottenham Hotspur? The Athletic greinir frá en í frétt þeirra kemur einnir fram að sumarið 2011 hafi Luka Modrić sýnt áhuga á að koma til félagsins. David Gill, þáverandi framkvæmdastjóri félagsins, hafi í samráði við Sir Alex Ferguson, þjálfara liðsins á þeim tíma, ákveðið að þó Modrić væri stórbrotinn leikmaður þá væri einfaldlega ekki þess virði að eyða öllu sumrínu í að reyna semja við Daniel Levy, formann Lundúnaliðsins. Gill hefur kallað sumarið 2008, þegar Man Utd nældi í hinn búlgarska Dimitar Berbatov, algjöra martröð þar sem Levy dró viðræðurnar allt fram á lokadag félagaskiptagluggans. Á endanum fór Modrić ekki fet fyrr en ári síðar þegar Real Madrid keypti hann á 33 milljónir punda. Sama ástæða ku vera á bak við ákvörðun Man United að eltast ekki við Christian Eriksen í janúar síðastliðnum. Even if Tottenham's star striker really is open to moving, #MUFC would be wary of negotiating with Daniel Levy. Why trying to sign Harry Kane is so complicated for Manchester United | @lauriewhitwell https://t.co/nm3LuvYVlj— The Athletic UK (@TheAthleticUK) March 19, 2020 Þrátt fyrir allt þetta þá herma heimildir The Athletic að Man Utd hafi sent fyrirspurn á Tottenham varðandi þann möguleika að fá Kane í sínar raðir. Louis van Gaal vildi fá enska framherjann árið 2015 og síðan hefur liðið fylgst vel með framgöngu Kane í ensku úrvalsdeildinni. Árangur Kane talar sínu máli. Hann hefur skorað 181 mark í 278 leikjum fyrir Tottenham ásamt því að hafa skorað 32 mörk í aðeins 45 leikjum fyrir enska landsliðið. Að því sögðu þá verður hægara sagt en gert fyrir Manchester United, eða önnur félög, að fjárfesta í þessum magnaða framherja. Talið er að Tottenham muni ekki selja fyrir minna en upphæð í kringum 150 milljónir punda. Launapakki Kane er um 200 þúsund pund á viku og því ljóst að þarna er um gríðarlega fjármuni að ræða. Þá þarf Tottenham þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Kane fari frítt á næstunni en samningur hans við félagið gildir til ársins 2024. Hinn 26 ára gamli Kane verið að glíma við meiðsli aftan í læri síðan á nýársdag. Ekki í fyrsta skipti sem hann missir af leikjum vegna meiðsla en Kane hefur aðeins tvisvar náð meira 30 leikjum í úrvalsdeildinni á þeim sjö tímabilum sem hann hefur leikið í henni. Svo virðist sem Kane þurfi persónulega að gefa það út að hann vilji yfirgefa Tottenham svo félagið íhugi að selja hann. Svo virðist sem Man Utd haldi í vonina að það gerist í sumar og Kane ákveði í kjölfarið að hann vilji fara til rauða hluta Manchester-borgar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Harry Kane hefur verið orðaður við Manchester United en nennir Ed Woodward, framkvæmdastjóri félagsins, að standa í þeim erfiðleikum sem fylgja því að reyna kaupa leikmann af Tottenham Hotspur? The Athletic greinir frá en í frétt þeirra kemur einnir fram að sumarið 2011 hafi Luka Modrić sýnt áhuga á að koma til félagsins. David Gill, þáverandi framkvæmdastjóri félagsins, hafi í samráði við Sir Alex Ferguson, þjálfara liðsins á þeim tíma, ákveðið að þó Modrić væri stórbrotinn leikmaður þá væri einfaldlega ekki þess virði að eyða öllu sumrínu í að reyna semja við Daniel Levy, formann Lundúnaliðsins. Gill hefur kallað sumarið 2008, þegar Man Utd nældi í hinn búlgarska Dimitar Berbatov, algjöra martröð þar sem Levy dró viðræðurnar allt fram á lokadag félagaskiptagluggans. Á endanum fór Modrić ekki fet fyrr en ári síðar þegar Real Madrid keypti hann á 33 milljónir punda. Sama ástæða ku vera á bak við ákvörðun Man United að eltast ekki við Christian Eriksen í janúar síðastliðnum. Even if Tottenham's star striker really is open to moving, #MUFC would be wary of negotiating with Daniel Levy. Why trying to sign Harry Kane is so complicated for Manchester United | @lauriewhitwell https://t.co/nm3LuvYVlj— The Athletic UK (@TheAthleticUK) March 19, 2020 Þrátt fyrir allt þetta þá herma heimildir The Athletic að Man Utd hafi sent fyrirspurn á Tottenham varðandi þann möguleika að fá Kane í sínar raðir. Louis van Gaal vildi fá enska framherjann árið 2015 og síðan hefur liðið fylgst vel með framgöngu Kane í ensku úrvalsdeildinni. Árangur Kane talar sínu máli. Hann hefur skorað 181 mark í 278 leikjum fyrir Tottenham ásamt því að hafa skorað 32 mörk í aðeins 45 leikjum fyrir enska landsliðið. Að því sögðu þá verður hægara sagt en gert fyrir Manchester United, eða önnur félög, að fjárfesta í þessum magnaða framherja. Talið er að Tottenham muni ekki selja fyrir minna en upphæð í kringum 150 milljónir punda. Launapakki Kane er um 200 þúsund pund á viku og því ljóst að þarna er um gríðarlega fjármuni að ræða. Þá þarf Tottenham þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Kane fari frítt á næstunni en samningur hans við félagið gildir til ársins 2024. Hinn 26 ára gamli Kane verið að glíma við meiðsli aftan í læri síðan á nýársdag. Ekki í fyrsta skipti sem hann missir af leikjum vegna meiðsla en Kane hefur aðeins tvisvar náð meira 30 leikjum í úrvalsdeildinni á þeim sjö tímabilum sem hann hefur leikið í henni. Svo virðist sem Kane þurfi persónulega að gefa það út að hann vilji yfirgefa Tottenham svo félagið íhugi að selja hann. Svo virðist sem Man Utd haldi í vonina að það gerist í sumar og Kane ákveði í kjölfarið að hann vilji fara til rauða hluta Manchester-borgar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira