Hvergi fleiri látist vegna veirunnar en á Ítalíu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. mars 2020 17:32 Frá Cremona á Ítalíu. Fleiri hafa nú látist þar í landi heldur en í Kína, hvar áhrifa kórónuveirunnar fór fyrst að gæta. Vísir/Getty Um 320 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna um allan heim en hún breiðist hratt út. Stjórnvöld hafa víða hert aðgerðir til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Það hafa Ítalir meðal annars gert en hvergi hafa jafn margir látið lífið í faraldrinum og þar eða fimm þúsund manns. Ítalir hafa síðustu vikur reynt allt til að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi en vel yfir fimmtíu þúsund Ítalir hafa nú greinst með kórónuveiruna. Fullt er út úr dyrum á mörgum sjúkrahúsum og heilbrigðisstarfsfólk er hreinlega að bugast á ástandinu. „Þetta er hörmung, þetta er flóðbylgja og við erum hér tólf klukkustundir á dag. Við förum aðeins heim í nokkra klukkutíma og eru svo mætt aftur til vinnu, “ segir Leonor Tamayo, gjörgæslulæknir á Cremona-sjúkrahúsinu á Ítalíu. Í gær létu átta hundruð manns lífið á Ítalíu með COVID-19. Spítalarnir eru því ekki aðeins yfirfullir af mikið veikum sjúklingum heldur einnig líkkistum. Ekki er lengur pláss í líkhúsum margra spítala og hefur kistum því verið komið fyrir í kapellum þeirra og í á öðrum stöðum þar sem finna má pláss. Fáir eru á ferli á götum Ítalíu og þegar fólk þarf að kaupa nauðsynjavörur er víða fylgst með því að það fari ekki inn í matvöruverslanir nema að geta sýnt fram á að það sé ekki með hita. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Um 320 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna um allan heim en hún breiðist hratt út. Stjórnvöld hafa víða hert aðgerðir til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Það hafa Ítalir meðal annars gert en hvergi hafa jafn margir látið lífið í faraldrinum og þar eða fimm þúsund manns. Ítalir hafa síðustu vikur reynt allt til að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi en vel yfir fimmtíu þúsund Ítalir hafa nú greinst með kórónuveiruna. Fullt er út úr dyrum á mörgum sjúkrahúsum og heilbrigðisstarfsfólk er hreinlega að bugast á ástandinu. „Þetta er hörmung, þetta er flóðbylgja og við erum hér tólf klukkustundir á dag. Við förum aðeins heim í nokkra klukkutíma og eru svo mætt aftur til vinnu, “ segir Leonor Tamayo, gjörgæslulæknir á Cremona-sjúkrahúsinu á Ítalíu. Í gær létu átta hundruð manns lífið á Ítalíu með COVID-19. Spítalarnir eru því ekki aðeins yfirfullir af mikið veikum sjúklingum heldur einnig líkkistum. Ekki er lengur pláss í líkhúsum margra spítala og hefur kistum því verið komið fyrir í kapellum þeirra og í á öðrum stöðum þar sem finna má pláss. Fáir eru á ferli á götum Ítalíu og þegar fólk þarf að kaupa nauðsynjavörur er víða fylgst með því að það fari ekki inn í matvöruverslanir nema að geta sýnt fram á að það sé ekki með hita.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira