Veiran miklu meira smitandi en göngugarpurinn Róbert gat ímyndað sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. mars 2020 09:14 Róbert Marshall, fyrrverandi fjölmiðla- og alþingismaður, göngugarpur og verðandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Íslands. stjórnarráðið Róbert Marshall, verðandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, var í hópi þeirra göngugarpa sem smitaðist við Mývatn um þarsíðustu helgi. Nær allir meðlimir hópsins hafa ýmist sýnt einkenni eða greinst með kórónuveirusmit og segir Róbert ljóst að um mikla óværu sé að ræða, enda hafi hópurinn hugað vel að smitvörnum. Í hópnum voru 24 göngugarpar sem gengu á gönguskíðum við Mývatni helgina 13. til 15. mars og gistu á hóteli í nágrenninu. Sjá einnig. Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi „Þarna var verið að fara eftir öllum þeim ráðleggingum sem voru í gildi, þetta er náttúrulega fyrir samkomubann. Enginn heilsaðist með handabandi, engin faðmlög, engar hópmyndatökur þar sem fólk var ofan í hvort öðru og svo framvegis,“ segir Róbert Marshall og tekur þar í sama streng og Andrea Sigurðardóttir, samferðakona hans, sem ritaði til að mynda pistil í gær þar sem hún rekur ferð hópsins. Hópurinn í góðum gír í Jarðböðunum. Myndatakan tók aðeins nokkrar sekúndur að sögn Andreu Sigurðardóttur sem var á meðal ferðalanganna. Annars var leitast við að halda tveggja metra bili. Róbert er nú í sóttkví eftir ferðina, segist vera einkennalaus að frátöldu kvefi sem hann hefur burðast með undanfarnar vikur. Hann segir að á þriðjudag eftir heimkomu hafi fólk í hópnum farið að finna fyrir einkennum. Tvær drifu sig þá í sýnatöku sem báðar sýndu fram á smit. Nú hefur komið á daginn að hið minnsta 20 af 24 göngugörpum hafa greinst með kórónuveiru. Þegar fréttastofa ræddi við Róbert um helgina sagðist hann vonast til að geta komist sjálfur í sýnatöku í dag, mánudag. „Ég talaði við mína heilsugæslu á föstudag og var tjáð að ég væri ekki með nógu mikil einkenni til þess að það væri forsvaranlegt,“ segir Róbert. Sjá einnig: „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Hann segist ekki hafa getað gert sér í hugarlund hversu smitandi veiran er í raun. „Það rennur upp fyrir manni, þegar maður hefur orðið vitni að þessu, að þetta er bráðsmitandi. Eiginlega miklu meira en maður hafði ímyndað sér vegna þess að maður var að þvo sér um hendur, hvað maður snerti og hélt höndunum frá andlitinu,“ segir Róbert. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig gönguhópurinn smitaðist, en fyrrnefnd Andrea telur að uppruna smitsins megi mögulega rekja til hótelsins þar sem hópurinn gisti. Ferðamennska á Íslandi Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. 23. mars 2020 07:48 Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44 Ríkisstjórnin fær Marshall-aðstoð Róbert Marshall hefur verið ráðinn til þriggja mánaða í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. 20. mars 2020 12:49 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Róbert Marshall, verðandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, var í hópi þeirra göngugarpa sem smitaðist við Mývatn um þarsíðustu helgi. Nær allir meðlimir hópsins hafa ýmist sýnt einkenni eða greinst með kórónuveirusmit og segir Róbert ljóst að um mikla óværu sé að ræða, enda hafi hópurinn hugað vel að smitvörnum. Í hópnum voru 24 göngugarpar sem gengu á gönguskíðum við Mývatni helgina 13. til 15. mars og gistu á hóteli í nágrenninu. Sjá einnig. Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi „Þarna var verið að fara eftir öllum þeim ráðleggingum sem voru í gildi, þetta er náttúrulega fyrir samkomubann. Enginn heilsaðist með handabandi, engin faðmlög, engar hópmyndatökur þar sem fólk var ofan í hvort öðru og svo framvegis,“ segir Róbert Marshall og tekur þar í sama streng og Andrea Sigurðardóttir, samferðakona hans, sem ritaði til að mynda pistil í gær þar sem hún rekur ferð hópsins. Hópurinn í góðum gír í Jarðböðunum. Myndatakan tók aðeins nokkrar sekúndur að sögn Andreu Sigurðardóttur sem var á meðal ferðalanganna. Annars var leitast við að halda tveggja metra bili. Róbert er nú í sóttkví eftir ferðina, segist vera einkennalaus að frátöldu kvefi sem hann hefur burðast með undanfarnar vikur. Hann segir að á þriðjudag eftir heimkomu hafi fólk í hópnum farið að finna fyrir einkennum. Tvær drifu sig þá í sýnatöku sem báðar sýndu fram á smit. Nú hefur komið á daginn að hið minnsta 20 af 24 göngugörpum hafa greinst með kórónuveiru. Þegar fréttastofa ræddi við Róbert um helgina sagðist hann vonast til að geta komist sjálfur í sýnatöku í dag, mánudag. „Ég talaði við mína heilsugæslu á föstudag og var tjáð að ég væri ekki með nógu mikil einkenni til þess að það væri forsvaranlegt,“ segir Róbert. Sjá einnig: „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Hann segist ekki hafa getað gert sér í hugarlund hversu smitandi veiran er í raun. „Það rennur upp fyrir manni, þegar maður hefur orðið vitni að þessu, að þetta er bráðsmitandi. Eiginlega miklu meira en maður hafði ímyndað sér vegna þess að maður var að þvo sér um hendur, hvað maður snerti og hélt höndunum frá andlitinu,“ segir Róbert. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig gönguhópurinn smitaðist, en fyrrnefnd Andrea telur að uppruna smitsins megi mögulega rekja til hótelsins þar sem hópurinn gisti.
Ferðamennska á Íslandi Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. 23. mars 2020 07:48 Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44 Ríkisstjórnin fær Marshall-aðstoð Róbert Marshall hefur verið ráðinn til þriggja mánaða í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. 20. mars 2020 12:49 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
„Allt tal um snjóhúsaknús er tóm þvæla“ Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur segir að alls séu tuttugu af þeim 24 sem fóru saman í skíðaferð í Mývatnssveit um þarsíðustu helgi hafi greinst með kórónuveiru. 23. mars 2020 07:48
Næstum allir líklega smitaðir eftir 24 manna útivistarævintýri á Norðurlandi Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er líklega smituð af kórónuveirunni eftir gönguskíðaferð sem hún fór í með vinum sínum á Norðurlandi um síðustu helgi. 21. mars 2020 10:44
Ríkisstjórnin fær Marshall-aðstoð Róbert Marshall hefur verið ráðinn til þriggja mánaða í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. 20. mars 2020 12:49