Sport

„Hlutverk mitt var að vinna bikara, ekki að skora mörk“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Roy Keane og Sir Alex Ferguson með Carling-bikarinn árið 2001 er United vann sigur á Derby.
Roy Keane og Sir Alex Ferguson með Carling-bikarinn árið 2001 er United vann sigur á Derby. vísir/getty

Það var sérstakur þáttur af Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi þar sem þeir Roy Keane, Gary Neville og Jamie Carragher fóru yfir gamla leiki í enska boltanum þar sem deildin er nú í hléi vegna veirunnar skæðu.

Einn leikurinn sem spekingarnir skoðuðu var stórsigur Man. United á Arsenal árið 2001 er United vann 6-1 sigur á erkifjendunum sínum.

Keane skoraði fjórða mark United í leiknum sem var einungis eitt af tveimur mörkum hans fyrir félagið það tímabilið þegar liðið tryggði sér þriðja meistaratitilinn í röð.

„Nei, algerlega ekki,“ sagði Keane aðspurður um hvort að hann hefði átt að skora fleiri mörk í treyju United. „Mitt hlutverk var að sjá til þess að við myndum ekki tapa leikjum og vinna bikara.“

„Ég skoraði mikið snemma á ferlinum svo ég hugsaði: núna hef ég gert það og ætla að einbeita mér að vera fyrir framan varnarlínuna og stýra leiknum.“

„Ég skoraði fullt á æfingum en þegar það kom að leikdögum lét ég framherjana og leikmenn eins og Scholes, Giggs og Beckham um það, sem voru duglegir að fara fram á við,“ sagði Keane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×