Segir að Liverpool verði alltaf í skugga Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2020 09:30 Liverpool og Manchester United unnu Meistaradeildina með tuttugu ára millibili með þessum liðum, Liverpool 2019 og Manchester United 1999. Samsett/Getty Liverpool hefur verið mörgum skrefum á undan Manchester United undanfarin tímabil en það breytir ekki því að einn þekktur og harður stuðningsmaður United er tilbúinn að tala niður verðandi Englandsmeistara. Manchester United stuðningsmaðurinn Andy Tate komst í sviðsljósið fyrir eldræður sínar á netinu á stjóratíma David Moyes en það hefur aðeins minna heyrst í honum að undanförnu. Það mætti halda að slæmt gengi Manchester United og gott gengi erkifjendanna í Liverpool myndi lækka eitthvað í honum raustina en svo virðist ekki vera. Kannski vonin um að Liverpool missi Englandsmeistaratitilinn út af kórónuveirunni og gott gengi United liðsins eftir komu Bruno Fernandes hafi kveikt aftur á kappanum en það er samt líklegt að gott gengi Liverpool pirrar hann mikið. Andy Tate mætti í „Unpopular Opinion“ á 888 Sport og það er óhætt að segja að hann hafi pirrað marga stuðningsmenn Liverpool með þessum orðum sínum hér fyrir neðan. Viruses and season cancellations aside, Andy Tate REALLY isn t taking Liverpool s season of dominance too well ?????? #UnpopularOpinion pic.twitter.com/Fm60hZMNex— 888sport (@888sport) March 17, 2020 Andy Tate stendur nefnilega fastur á því að Liverpool verði alltaf í skugga Manchester United og skiptir þar engu hvernig næstu tímabil þróast. „Liverpool verður aldrei eins stórt félag og Manchester United. Við unnum fyrsta Evróputitilinn, höfum unnið ensku úrvalsdeildina þrettán sinnum og við erum með tuttugu Englandsmeistaratitla á móti ykkar átján,“ lýsti Andy Tate yfir stoltur í viðtalinu. „Þið settuð staðallinn á níunda áratugnum en við höfum sett staðalinn undanfarin 24 ár. Þegar ykkur skrikar aðeins fótur eins og 2014 þá ætlið þið aldrei að komast yfir það,“ sagði Andy Tate og vísaði þá til þess þegar fyrirliðinn Steven Gerrard flaug á hausinn og gaf mark í leik á móti Chelsea sem á endanum þýddi það að Liverpool missti af Englandmeistaratitlinum. „Sama hvað þið gerið þá verðið þið aldrei eins stór eins og við af því að við erum alltaf þessi litla fluga á rúðunni sem fer aldrei. Liverpool verður alltaf í skugganum af Manchester United,“ sagði Andy Tate. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjá meira
Liverpool hefur verið mörgum skrefum á undan Manchester United undanfarin tímabil en það breytir ekki því að einn þekktur og harður stuðningsmaður United er tilbúinn að tala niður verðandi Englandsmeistara. Manchester United stuðningsmaðurinn Andy Tate komst í sviðsljósið fyrir eldræður sínar á netinu á stjóratíma David Moyes en það hefur aðeins minna heyrst í honum að undanförnu. Það mætti halda að slæmt gengi Manchester United og gott gengi erkifjendanna í Liverpool myndi lækka eitthvað í honum raustina en svo virðist ekki vera. Kannski vonin um að Liverpool missi Englandsmeistaratitilinn út af kórónuveirunni og gott gengi United liðsins eftir komu Bruno Fernandes hafi kveikt aftur á kappanum en það er samt líklegt að gott gengi Liverpool pirrar hann mikið. Andy Tate mætti í „Unpopular Opinion“ á 888 Sport og það er óhætt að segja að hann hafi pirrað marga stuðningsmenn Liverpool með þessum orðum sínum hér fyrir neðan. Viruses and season cancellations aside, Andy Tate REALLY isn t taking Liverpool s season of dominance too well ?????? #UnpopularOpinion pic.twitter.com/Fm60hZMNex— 888sport (@888sport) March 17, 2020 Andy Tate stendur nefnilega fastur á því að Liverpool verði alltaf í skugga Manchester United og skiptir þar engu hvernig næstu tímabil þróast. „Liverpool verður aldrei eins stórt félag og Manchester United. Við unnum fyrsta Evróputitilinn, höfum unnið ensku úrvalsdeildina þrettán sinnum og við erum með tuttugu Englandsmeistaratitla á móti ykkar átján,“ lýsti Andy Tate yfir stoltur í viðtalinu. „Þið settuð staðallinn á níunda áratugnum en við höfum sett staðalinn undanfarin 24 ár. Þegar ykkur skrikar aðeins fótur eins og 2014 þá ætlið þið aldrei að komast yfir það,“ sagði Andy Tate og vísaði þá til þess þegar fyrirliðinn Steven Gerrard flaug á hausinn og gaf mark í leik á móti Chelsea sem á endanum þýddi það að Liverpool missti af Englandmeistaratitlinum. „Sama hvað þið gerið þá verðið þið aldrei eins stór eins og við af því að við erum alltaf þessi litla fluga á rúðunni sem fer aldrei. Liverpool verður alltaf í skugganum af Manchester United,“ sagði Andy Tate.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjá meira