Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi Þórir Guðmundsson skrifar 24. mars 2020 18:50 Indverjar fylgdust agndofa með ræðu forsætisráðherrans í dag, en næstu þrjár vikur eiga þeir allir að halda sig inni á heimilinu. AP/Manish Swarup Íbúar Indlands, sem eru um 1,3 milljarður manna, eiga að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Útgöngubannið er talið eitt það strangasta sem sett hefur verið í heiminum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Narendra Modi forsætisráðherra Indlands tilkynnti um útgöngubanið í sjónvarpsávarpi síðdegis í dag. Samstundis myndaðist mannþröng við verslanir og fólk byrjaði að safna birgðum svo til uppþota kom. Lögregla reyndi víða að dreifa mannfjölda. „Til þess að bjarga Indlandi og Indverjum, þá verður algjört bann á að fólk fari út af heimilum sínum,“ sagði Modi í ávarpinu. Armstrong Changsan sendiherra Indlands á Íslandi segir að lögregla muni fylgja útgöngubanninu vel eftir. Armstrong Changsan sendiherra Indlands í Reykjavík segir þó að fólki verði heimilt að fara út að kaupa sér nauðsynjar en ekki fleiri en fjórir í einu. Stjórnvöld hafi gripið til lagaákvæðis sem geri þeim kleift að beita þessu úrræði. Því sé ekki um tilmæli að ræða heldur fyrirmæli og lögregla muni fylgja þeim vel eftir. „Þetta þýðir í raun að Indland er lokað næstu þrjár vikur,“ sagði Changsan í samtali við Vísi. „Þessi afdrifaríka ákvörðun um útgöngubann er tekin með tilliti til stöðu landsins í þróunarmálum og þéttbýlis á Indlandi og sem betur fer er ekki enn farið að bera á innanlandssmitum,“ sagði hann. Changsan segir að fólk muni komast til innkaupa og reynt verði að koma nauðsynjum til þeirra sem það þurfa. Almenningssamgöngur muni þó liggja niðri sem og stórar verslanir. „Kaupmaðurinn á horninu fær að starfa, mjólk verður fáanleg, bensín verður fáanlegt og hægt verður að komast í banka,“ segir sendiherrann. Ekki hefur verið tilkynnt um nema 469 kórónuveirusmit á Indlandi og vitað er um 10 manns sem hafa látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum. Hins vegar er ólíklegt annað en að miklu fleiri smit séu ógreind. Stjórnvöld á Indlandi hafa miklar áhyggjur af fátækrahverfum stórborga þar sem tugir milljóna manna búa í hrörlegum kofum án rennandi vatns og salernisaðstöðu. Heilbrigðiskerfið í landinu er engan vegin í stakk búið að bregðast við ástandi eins og skapaðist í Kína, sem liggur að Indlandi í norðri. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Íbúar Indlands, sem eru um 1,3 milljarður manna, eiga að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Útgöngubannið er talið eitt það strangasta sem sett hefur verið í heiminum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Narendra Modi forsætisráðherra Indlands tilkynnti um útgöngubanið í sjónvarpsávarpi síðdegis í dag. Samstundis myndaðist mannþröng við verslanir og fólk byrjaði að safna birgðum svo til uppþota kom. Lögregla reyndi víða að dreifa mannfjölda. „Til þess að bjarga Indlandi og Indverjum, þá verður algjört bann á að fólk fari út af heimilum sínum,“ sagði Modi í ávarpinu. Armstrong Changsan sendiherra Indlands á Íslandi segir að lögregla muni fylgja útgöngubanninu vel eftir. Armstrong Changsan sendiherra Indlands í Reykjavík segir þó að fólki verði heimilt að fara út að kaupa sér nauðsynjar en ekki fleiri en fjórir í einu. Stjórnvöld hafi gripið til lagaákvæðis sem geri þeim kleift að beita þessu úrræði. Því sé ekki um tilmæli að ræða heldur fyrirmæli og lögregla muni fylgja þeim vel eftir. „Þetta þýðir í raun að Indland er lokað næstu þrjár vikur,“ sagði Changsan í samtali við Vísi. „Þessi afdrifaríka ákvörðun um útgöngubann er tekin með tilliti til stöðu landsins í þróunarmálum og þéttbýlis á Indlandi og sem betur fer er ekki enn farið að bera á innanlandssmitum,“ sagði hann. Changsan segir að fólk muni komast til innkaupa og reynt verði að koma nauðsynjum til þeirra sem það þurfa. Almenningssamgöngur muni þó liggja niðri sem og stórar verslanir. „Kaupmaðurinn á horninu fær að starfa, mjólk verður fáanleg, bensín verður fáanlegt og hægt verður að komast í banka,“ segir sendiherrann. Ekki hefur verið tilkynnt um nema 469 kórónuveirusmit á Indlandi og vitað er um 10 manns sem hafa látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum. Hins vegar er ólíklegt annað en að miklu fleiri smit séu ógreind. Stjórnvöld á Indlandi hafa miklar áhyggjur af fátækrahverfum stórborga þar sem tugir milljóna manna búa í hrörlegum kofum án rennandi vatns og salernisaðstöðu. Heilbrigðiskerfið í landinu er engan vegin í stakk búið að bregðast við ástandi eins og skapaðist í Kína, sem liggur að Indlandi í norðri.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira