Snorri Steinn: Í stóra samhenginu er ekkert stórmál að missa út nokkrar handboltaæfingar Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 07:00 Snorri Steinn Guðjónsson og lærisveinar hafa unnið sjö leiki í röð. vísir/vilhelm Seinni bylgjan heldur áfram að rúlla á mánudagskvöldum þrátt fyrir að það sé ekkert leikið í handboltanum hér heima. Henry Birgir kíkti á Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, og fór yfir stöðuna með honum. Ekkert hefur verið leikið í handboltanum hér heima síðan 12. mars og óvíst er hvort eða hvenær byrjað verði aftur að spila. „Þetta hefur örugglega verið bara eins og hjá flestum. Þetta eru sérstakir tímar og óraunverulegt en ekkert mikið við þessu að gera og í stóra samhenginu er ekkert stórmál að missa út nokkrar handboltaæfingar,“ sagði Snorri og hélt áfram: „Handboltalega séð er þetta brekka. Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum á góðum stað og það liggur hellings vinna í þessu. Margir mánuðir og vikur farið í þetta. Að sjálfsögðu er þetta mjög svekkjandi og hafa ekki fengið að fylgja eftir þessu.“ Hann segist hafa reynt að halda úti æfingum í síðustu viku eftir besta móti en það hafa ekki verið ákjósanlegar æfingar. „Við höfum reynt að gera eitthvað í síðustu viku með líkamlega þáttinn og leiðinlegum æfingum. Við reyndum og menn reyna að halda sér í standi en það er ekki búið að loka þessu móti. Á meðan það er ekki búið að loka mótinu þá er ekkert annað í stöðunni en að halda sér gangandi. Það er ekkert mál að halda sér í formi þrátt fyrir að maður sé ekki í handbolta.“ Valsmenn hafa skellt húsinu í lás og þar hittist toppliðið ekki á næstunni. „Skilaboð helgarinnar eru þau að það sé búið að loka Valsheimilinu. Við virðum það að sjálfsögðu. Í kjölfarið verða menn að æfa einir og reyna að sníða sér stakk eftir vexti og gera sem er hægt að gera,“ en er öllum leikmönnum treystandi til þess að æfa einir? „Ég treysti þeim allavega og ég ætla ekkert að fara sykurhúða það að þegar og ef deildin fer aftur af stað þá verða ekkert allir í jafngóðu formi. Það er alveg pottþétt. Í því samhengi er þetta tækifæri. Þeir sem eru duglegastir koma best utan að þessu.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars líkurnar á að mótið fari aftur af stað. Klippa: Seinni bylgjan: Snorri Steinn Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Seinni bylgjan heldur áfram að rúlla á mánudagskvöldum þrátt fyrir að það sé ekkert leikið í handboltanum hér heima. Henry Birgir kíkti á Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, og fór yfir stöðuna með honum. Ekkert hefur verið leikið í handboltanum hér heima síðan 12. mars og óvíst er hvort eða hvenær byrjað verði aftur að spila. „Þetta hefur örugglega verið bara eins og hjá flestum. Þetta eru sérstakir tímar og óraunverulegt en ekkert mikið við þessu að gera og í stóra samhenginu er ekkert stórmál að missa út nokkrar handboltaæfingar,“ sagði Snorri og hélt áfram: „Handboltalega séð er þetta brekka. Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum á góðum stað og það liggur hellings vinna í þessu. Margir mánuðir og vikur farið í þetta. Að sjálfsögðu er þetta mjög svekkjandi og hafa ekki fengið að fylgja eftir þessu.“ Hann segist hafa reynt að halda úti æfingum í síðustu viku eftir besta móti en það hafa ekki verið ákjósanlegar æfingar. „Við höfum reynt að gera eitthvað í síðustu viku með líkamlega þáttinn og leiðinlegum æfingum. Við reyndum og menn reyna að halda sér í standi en það er ekki búið að loka þessu móti. Á meðan það er ekki búið að loka mótinu þá er ekkert annað í stöðunni en að halda sér gangandi. Það er ekkert mál að halda sér í formi þrátt fyrir að maður sé ekki í handbolta.“ Valsmenn hafa skellt húsinu í lás og þar hittist toppliðið ekki á næstunni. „Skilaboð helgarinnar eru þau að það sé búið að loka Valsheimilinu. Við virðum það að sjálfsögðu. Í kjölfarið verða menn að æfa einir og reyna að sníða sér stakk eftir vexti og gera sem er hægt að gera,“ en er öllum leikmönnum treystandi til þess að æfa einir? „Ég treysti þeim allavega og ég ætla ekkert að fara sykurhúða það að þegar og ef deildin fer aftur af stað þá verða ekkert allir í jafngóðu formi. Það er alveg pottþétt. Í því samhengi er þetta tækifæri. Þeir sem eru duglegastir koma best utan að þessu.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars líkurnar á að mótið fari aftur af stað. Klippa: Seinni bylgjan: Snorri Steinn
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira