Sport

Segir það leiðinlegt fyrir Liverpool en ekkert annað sé í stöðunni en að flauta tímabilið af

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liðsmynd hjá Liverpool fyrir leikinn gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni þar sem liðið datt úr leik.
Liðsmynd hjá Liverpool fyrir leikinn gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni þar sem liðið datt úr leik. vísir/getty

Fyrrum stjóri enska landsliðsins, Sam Allardyce, segir að það þurfi að enda tímabilið og byrja upp á nýtt næsta haust þrátt fyrir að það sé leiðinlegt fyrir Liverpool. Hann sér ekki hvernig eigi að klára tímabilið.

Öllum fótbolta á Englandi hefur verið frestað þangað til 30. apríl en liðin í ensku úrvalsdeildinni munu setjast niður þann 3. apríl og ræða hvað eigi að gera en liðin eiga níu til tíu leiki eftir.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að útgöngubann tæki gildi í Bretlandi frá og með gærdeginum sér Allardyce ekki hvernig eigi að klára tímabilið.

„Ég er hræddur um það að við þurfum að enda tímabilið og byrja aftur á næstu leiktíð. Ég veit ekki hvernig við eigum að klára tímabilið með allt sem er í gangi og allir þurfa að vera heima hjá sér,“ sagði Allardyce í samtali við Sky Sports.

„Ég held að hvernig þetta hefur þróast upp á síðkastið í heiminum og sérstaklega hér hjá okkur, hvernig hann er að breiða úr sér vírusinn og hversu mörg líf hann er að taka, þá er eina leiðin að vera í einangrun.“

„Þetta verður leiðinlegt fyrir mörg lið. Í úrvalsdeildinni eru lið eins og Liverpool sem hafa átt frábært tímabil en þegar líf eru undir þá hefur það forgang.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×