Samskipti í fjarvinnu: Stundum er betra að hringja Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. mars 2020 09:00 Stundum er betra að hringja og tala við fólk frekar en að skrifast á því rafræn samskipti eiga það til að misskiljast. Vísir/Getty Þótt margir séu í fjarvinnu er ekki þar með sagt að öll samskipti við samstarfsfélaga eða viðskiptavini þurfi að færast yfir á netið. Í sumum aðstæðum gildir reyndar enn sú regla að betra er að tala við fólk. Hér eru nokkur dæmi um aðstæður þar sem símtal gæti verið betri leið en að skrifast á. 1. Ef skilaboð eru líkleg til að misskiljast Rafræn skilaboð eiga það til að misskiljast því það sem einn skrifar og meinar er ekkert endilega það sem móttakandinn upplifir við lesturinn. Ef hætta er á að samskiptin verði misskilin er betra að hringja í viðkomandi. 2. Þegar þig vantar aðstoð eða þegar þú þarft að útskýra eitthvað Það er ekkert ólíklegt að mörgum vanti smá aðstoð í fjarvinnunni. Mjög oft er hægt að fá aðstoðina rafrænt en ef spurningarnar eru margar eða viðfangsefnið þér erfitt, skaltu frekar hringja og fá aðstoðina símleiðis. Það sama gildir þegar þú þarft að útskýra eitthvað fyrir öðrum, sérstaklega ef það er flókið eða í löngu máli. 3. Þegar þú vilt ræða eitthvað persónulegt Málefni sem teljast mjög persónuleg á frekar að ræða í síma en skriflega. 4. Er langt síðan þú áttir að vera búin(n) að svara? Ef það fórst forgörðum að svara tölvupósti getur verið mun persónulegra að hringja og biðjast afsökunar. 5. Til að spjalla! Vinnustaðir eru fyrir marga mikilvægir félagslega. Margir sakna þess að hitta ekki samstarfsfélagana og sakna samtalanna sem oft eiga sér stað í vinnunni. Til dæmis við kaffivélina, í hádegismatnum eða bara í vinnurýminu þar sem flestir eru staðsettir. Hvers vegna ekki að hringja og heyrast í spjalli? Tengdar fréttir Teymisvinna í fjarvinnu: Tíu góð ráð fyrir stjórnendur Nú þegar æ fleiri starfa heiman frá sér í fjarvinnu er ekki úr vegi að fara yfir þau atriði sem stjórnendur þurfa að huga að þannig að fjarvinnan gangi sem best fyrir sig. 11. mars 2020 10:38 Fjarvinnan þyngist: „Félagslegi hlutinn skiptir bara svo miklu máli“ Því lengur sem fólk vinnur í fjarvinnu, því meira fer félagshlutinn að segja til sín. Margir eru samhliða fjarvinnu í sóttkví og sumir þá alveg einangraðir. 27. mars 2020 11:11 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Þótt margir séu í fjarvinnu er ekki þar með sagt að öll samskipti við samstarfsfélaga eða viðskiptavini þurfi að færast yfir á netið. Í sumum aðstæðum gildir reyndar enn sú regla að betra er að tala við fólk. Hér eru nokkur dæmi um aðstæður þar sem símtal gæti verið betri leið en að skrifast á. 1. Ef skilaboð eru líkleg til að misskiljast Rafræn skilaboð eiga það til að misskiljast því það sem einn skrifar og meinar er ekkert endilega það sem móttakandinn upplifir við lesturinn. Ef hætta er á að samskiptin verði misskilin er betra að hringja í viðkomandi. 2. Þegar þig vantar aðstoð eða þegar þú þarft að útskýra eitthvað Það er ekkert ólíklegt að mörgum vanti smá aðstoð í fjarvinnunni. Mjög oft er hægt að fá aðstoðina rafrænt en ef spurningarnar eru margar eða viðfangsefnið þér erfitt, skaltu frekar hringja og fá aðstoðina símleiðis. Það sama gildir þegar þú þarft að útskýra eitthvað fyrir öðrum, sérstaklega ef það er flókið eða í löngu máli. 3. Þegar þú vilt ræða eitthvað persónulegt Málefni sem teljast mjög persónuleg á frekar að ræða í síma en skriflega. 4. Er langt síðan þú áttir að vera búin(n) að svara? Ef það fórst forgörðum að svara tölvupósti getur verið mun persónulegra að hringja og biðjast afsökunar. 5. Til að spjalla! Vinnustaðir eru fyrir marga mikilvægir félagslega. Margir sakna þess að hitta ekki samstarfsfélagana og sakna samtalanna sem oft eiga sér stað í vinnunni. Til dæmis við kaffivélina, í hádegismatnum eða bara í vinnurýminu þar sem flestir eru staðsettir. Hvers vegna ekki að hringja og heyrast í spjalli?
Tengdar fréttir Teymisvinna í fjarvinnu: Tíu góð ráð fyrir stjórnendur Nú þegar æ fleiri starfa heiman frá sér í fjarvinnu er ekki úr vegi að fara yfir þau atriði sem stjórnendur þurfa að huga að þannig að fjarvinnan gangi sem best fyrir sig. 11. mars 2020 10:38 Fjarvinnan þyngist: „Félagslegi hlutinn skiptir bara svo miklu máli“ Því lengur sem fólk vinnur í fjarvinnu, því meira fer félagshlutinn að segja til sín. Margir eru samhliða fjarvinnu í sóttkví og sumir þá alveg einangraðir. 27. mars 2020 11:11 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Teymisvinna í fjarvinnu: Tíu góð ráð fyrir stjórnendur Nú þegar æ fleiri starfa heiman frá sér í fjarvinnu er ekki úr vegi að fara yfir þau atriði sem stjórnendur þurfa að huga að þannig að fjarvinnan gangi sem best fyrir sig. 11. mars 2020 10:38
Fjarvinnan þyngist: „Félagslegi hlutinn skiptir bara svo miklu máli“ Því lengur sem fólk vinnur í fjarvinnu, því meira fer félagshlutinn að segja til sín. Margir eru samhliða fjarvinnu í sóttkví og sumir þá alveg einangraðir. 27. mars 2020 11:11