Innlent

Minna á að reglur um sóttkví gilda líka í sumarhúsum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
FJölmargir dvelja í sumarhúsum á Suðurlandi, til dæmis í Grímsnesi og Brekkuskógi. Hér er Brúarfoss í Brekkuskógi.
FJölmargir dvelja í sumarhúsum á Suðurlandi, til dæmis í Grímsnesi og Brekkuskógi. Hér er Brúarfoss í Brekkuskógi. Vísir/Vilhelm

Lögregla og almannavarnanefndir á Suðurlandi vekja athygli á því, að gefnu tilefni, að reglur um sóttkví gilda líka um þá sem kjósa að dvelja í sumarhúsi á meðan á sóttkví stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðkomandi yfirvöldum.

Þar er minnt á fernt:

-Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara út fyrir sumarhúsið nema brýna nauðsyn beri til

-Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir eftir aðföngum, þar á meðal í matvöruverslun

-Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir með sorp á móttökustöðvar sveitarfélaga

-Einstaklingar í sóttkví mega fara í göngutúra eða bíltúra, en gæta þarf að því að halda reglum um fjarlægð frá öðrum

Er fólk hvatt til að njóta þess að vera í sveitinni en fylgja um leið lögum og reglum. Þannig sé unnið saman að því að koma í veg fyrir smit.

Vakin er athygli á því jafnframt að brot á reglum um sóttkví varða við lög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×