Fótboltamaður vaknaði eftir að hafa verið í dái í meira en tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 09:00 Abdelhak Nouri liggur hér í grasinu eftir að hafa hnigið niður í æfingarleik Ajax og Werder Bremen í júlí 2017. Getty/VI Images Fyrrum leikmaður hollenska stórliðsins Ajax er kominn til meðvitundar á ný eftir að hafa verið í dái síðan 2017. Bróðir hans sagði fréttirnar í hollenskum sjónvarpsþætti. Abdelhak Nouri hné niður í æfingarleik Ajax á móti Werder Bremen 8. júlí 2017 eftir að hafa fengið hjartaáfall. Hann var fluttur á sjúkrahús í þyrlu og ástand hans sagt stöðugt. Fimm dögum síðar tilkynnti Ajax hins vegar að leikmaðurinn hafi orðið fyrir alvarlegum og varanlegum heilaskaða og að hann væri í dásvefni. Síðan hefur ekkert frést opinberlega af afdrifum Abdelhak Nouri en nú fannst fjölskyldu hans vera komin tími til að segja frá stöðunni. The 22-year old midfielder collapsed in a friendly against Werder Bremen in 2017 Amazing news at a difficult time for everyone https://t.co/msh0oi72CK— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 27, 2020 Bróðir Abdelhak Nouri sagði frá ástandi hans í sjónvarpsþættinum De Wereld Draait Door en þar var talað um þennan fyrrum leikmann Ajax. Í þættinum voru faðir Nouri, bróðirinn Abderrahim og svo liðsfélagarnir Ajax liðinu frá 2017 þeir Frenkie de Jong, Donny van de Beek and Steven Bergwijn. Former Ajax player Abdelhak Nouri is no longer in coma after two years and nine months, his family has confirmed ??He can now sit in his wheelchair and communicate with his family.Amazing news ?? pic.twitter.com/wViiXdqZgv— GiveMeSport Football (@GMS__Football) March 26, 2020 „Hann hefur ekki verið lengi heima en við hugsum um hann núna. Það gengur miklu betur eftir að hann kom heim heldur en á sjúkrahúsinu. Hann veit hver hann er og kannast betur við sig þegar hann kominn innan um fjölskylduna,“ sagði Abderrahim. „Hann er ekki lengur í dái. Hann er vakandi. Hann sefur, hann hnerrar, hann borðar, hann ropar en hann fer þó ekki úr rúminu sínu. Hann er bara í rúminu og treystir mjög mikið á okkur. Hann hefur samskipti við okkur á góðu dögunum sínum, með augabrúnunum eða með því að brosa,“ sagði Abderrahim. Abderrahim sagði að þeir horfi á fótbolta með honum og það virðist hafa góð áhrif á hann. Abdelhak Nouri var hollenskur unglingalandsliðsmaður og var meðal annars valinn í úrvalsliðið á EM 19 ára sumarið 2016. Hann var líka valinn besti leikmaður hollensku b-deildarinnar tímabilið 2016-17 og var að reyna að vinna sér sæti í aðalliði Ajax þegar atvikið varð. Hollenski boltinn Holland Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Sjá meira
Fyrrum leikmaður hollenska stórliðsins Ajax er kominn til meðvitundar á ný eftir að hafa verið í dái síðan 2017. Bróðir hans sagði fréttirnar í hollenskum sjónvarpsþætti. Abdelhak Nouri hné niður í æfingarleik Ajax á móti Werder Bremen 8. júlí 2017 eftir að hafa fengið hjartaáfall. Hann var fluttur á sjúkrahús í þyrlu og ástand hans sagt stöðugt. Fimm dögum síðar tilkynnti Ajax hins vegar að leikmaðurinn hafi orðið fyrir alvarlegum og varanlegum heilaskaða og að hann væri í dásvefni. Síðan hefur ekkert frést opinberlega af afdrifum Abdelhak Nouri en nú fannst fjölskyldu hans vera komin tími til að segja frá stöðunni. The 22-year old midfielder collapsed in a friendly against Werder Bremen in 2017 Amazing news at a difficult time for everyone https://t.co/msh0oi72CK— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 27, 2020 Bróðir Abdelhak Nouri sagði frá ástandi hans í sjónvarpsþættinum De Wereld Draait Door en þar var talað um þennan fyrrum leikmann Ajax. Í þættinum voru faðir Nouri, bróðirinn Abderrahim og svo liðsfélagarnir Ajax liðinu frá 2017 þeir Frenkie de Jong, Donny van de Beek and Steven Bergwijn. Former Ajax player Abdelhak Nouri is no longer in coma after two years and nine months, his family has confirmed ??He can now sit in his wheelchair and communicate with his family.Amazing news ?? pic.twitter.com/wViiXdqZgv— GiveMeSport Football (@GMS__Football) March 26, 2020 „Hann hefur ekki verið lengi heima en við hugsum um hann núna. Það gengur miklu betur eftir að hann kom heim heldur en á sjúkrahúsinu. Hann veit hver hann er og kannast betur við sig þegar hann kominn innan um fjölskylduna,“ sagði Abderrahim. „Hann er ekki lengur í dái. Hann er vakandi. Hann sefur, hann hnerrar, hann borðar, hann ropar en hann fer þó ekki úr rúminu sínu. Hann er bara í rúminu og treystir mjög mikið á okkur. Hann hefur samskipti við okkur á góðu dögunum sínum, með augabrúnunum eða með því að brosa,“ sagði Abderrahim. Abderrahim sagði að þeir horfi á fótbolta með honum og það virðist hafa góð áhrif á hann. Abdelhak Nouri var hollenskur unglingalandsliðsmaður og var meðal annars valinn í úrvalsliðið á EM 19 ára sumarið 2016. Hann var líka valinn besti leikmaður hollensku b-deildarinnar tímabilið 2016-17 og var að reyna að vinna sér sæti í aðalliði Ajax þegar atvikið varð.
Hollenski boltinn Holland Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Sjá meira