Rúmlega 100 manns með COVID-19 með meðalslæm eða versnandi einkenni í dag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. mars 2020 19:00 Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Rúmlega 100 manns með COVID19 sjúkdóminn voru með meðalslæm eða versnandi einkenni í dag. Yfir 600 manns voru einkennalitlir. Sex eru á gjörgæslu og í öndunarvél og eru fjölskyldutengsl á meðal sumra. Staðfest smit vegna veirunnar eru nú orðin 890 hér á landi. Smitum hefur fjölgað um 88 frá því í gær. 97 er batnað. Meira en tíu þúsund manns eru nú í sóttkví eða þrjú prósent þjóðarinnar. Átján liggja inni á Landspítalanum og sex eru á gjörgæslu, fólk á sjötugs- og áttræðisaldri. Öll í öndunarvél. Einn þeirra er eiginmaður konunnar sem lést fyrr í vikunni úr sjúkdómnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast tveir aðrir af þeim sem eru á gjörgæslu fjölskylduböndum. Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalnum getur ekki tjáð sig um tengsl sjúklinga. Hann segir hinsvegar að reynsla Kínverja sýni að um þrír fjórðu allra sýktra þar hafi smitast af einhverjum nákomnum. Umhverfisþættir á borð við nánd fólks, hreinlæti á heimilum og lífsvenjur hafi áhrif. Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Vilhelm „Til dæmis ef fólk reykir eru auknar líkur á að einhver annar reyki í fjölskyldunni og það gæti þýtt það að öll sú fjölskylda sé næmari því við vitum að reykingafólk glímir verr við öndunarfærasýkingar almennt séð,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. Þá geti verið að sjúkdómar á borð við áunna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og háþrýsing hafi áhrif. „Þessir sjúkdómar hnippast oft saman í fjölskyldum þannig það getur verið ein skýringin af hverju þessi veirusýking virðist leggjast verr á sumar fjölskyldur umfram aðrar. Og síðan er það líka þessi möguleiki að veirurnar geta verið mis skæðar, sumar eru af skæðari stofnum en aðrar,“ segir Már. Landspítali hefur sett á laggirnar göngudeild til að sinnir öllum Covid sjúklingum, bæði símleiðis og á staðnum. „Um sjötíu og sjö prósent eða rúmlega sex hundruð manns leið nokkuð vel í dag. En hins vegar er sívaxandi hópur fólks sem við höfum áhyggjur af sem eru alvarlega veikur, þeir eru tvö prósent í dag og þá höfum við kallað inn og við ætlum að sjá hvort við getum ekki bætt líðan þeirra á einhvern háttׅ,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á Covid göngudeild. Um 16 manns tilheyra hópnum og voru sumir fluttir með sérútbúnum slökkviliðs og sjúkrabílum á deildina í dag. Þá eru 97 manns skilgreindir með meðalslæm einkenni. „Þeim líður illa en ekki neitt hræðilega, en þar er ákveðinn hópur sem við viljum sérstaklega fylgjast með. Það eru þessir sem eru eldri og þessir sem tilheyra þessum áhættuflokkum: með hjarta og lungnasjúkdóm, háþrýsing og reykingamenn og við köllum alltaf einhverja þeirra inn á hverjum degi,“ segir Ragnar Freyr. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Rúmlega 100 manns með COVID19 sjúkdóminn voru með meðalslæm eða versnandi einkenni í dag. Yfir 600 manns voru einkennalitlir. Sex eru á gjörgæslu og í öndunarvél og eru fjölskyldutengsl á meðal sumra. Staðfest smit vegna veirunnar eru nú orðin 890 hér á landi. Smitum hefur fjölgað um 88 frá því í gær. 97 er batnað. Meira en tíu þúsund manns eru nú í sóttkví eða þrjú prósent þjóðarinnar. Átján liggja inni á Landspítalanum og sex eru á gjörgæslu, fólk á sjötugs- og áttræðisaldri. Öll í öndunarvél. Einn þeirra er eiginmaður konunnar sem lést fyrr í vikunni úr sjúkdómnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast tveir aðrir af þeim sem eru á gjörgæslu fjölskylduböndum. Yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalnum getur ekki tjáð sig um tengsl sjúklinga. Hann segir hinsvegar að reynsla Kínverja sýni að um þrír fjórðu allra sýktra þar hafi smitast af einhverjum nákomnum. Umhverfisþættir á borð við nánd fólks, hreinlæti á heimilum og lífsvenjur hafi áhrif. Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Vilhelm „Til dæmis ef fólk reykir eru auknar líkur á að einhver annar reyki í fjölskyldunni og það gæti þýtt það að öll sú fjölskylda sé næmari því við vitum að reykingafólk glímir verr við öndunarfærasýkingar almennt séð,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. Þá geti verið að sjúkdómar á borð við áunna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og háþrýsing hafi áhrif. „Þessir sjúkdómar hnippast oft saman í fjölskyldum þannig það getur verið ein skýringin af hverju þessi veirusýking virðist leggjast verr á sumar fjölskyldur umfram aðrar. Og síðan er það líka þessi möguleiki að veirurnar geta verið mis skæðar, sumar eru af skæðari stofnum en aðrar,“ segir Már. Landspítali hefur sett á laggirnar göngudeild til að sinnir öllum Covid sjúklingum, bæði símleiðis og á staðnum. „Um sjötíu og sjö prósent eða rúmlega sex hundruð manns leið nokkuð vel í dag. En hins vegar er sívaxandi hópur fólks sem við höfum áhyggjur af sem eru alvarlega veikur, þeir eru tvö prósent í dag og þá höfum við kallað inn og við ætlum að sjá hvort við getum ekki bætt líðan þeirra á einhvern háttׅ,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á Covid göngudeild. Um 16 manns tilheyra hópnum og voru sumir fluttir með sérútbúnum slökkviliðs og sjúkrabílum á deildina í dag. Þá eru 97 manns skilgreindir með meðalslæm einkenni. „Þeim líður illa en ekki neitt hræðilega, en þar er ákveðinn hópur sem við viljum sérstaklega fylgjast með. Það eru þessir sem eru eldri og þessir sem tilheyra þessum áhættuflokkum: með hjarta og lungnasjúkdóm, háþrýsing og reykingamenn og við köllum alltaf einhverja þeirra inn á hverjum degi,“ segir Ragnar Freyr.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira