Fimm barnshafandi konur með Covid-19: Aðrar barnshafandi konur kvíðnar fyrir komandi tímum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. mars 2020 19:21 Fimm barnshafandi konur eru með Covid-19 sjúkdóminn. Yfirljósmóðir ráðleggur þunguðum konum og fjölskyldum þeirra að fara í sjálfskipaða sóttkví. Að minnsta kosti fjórir starfsmenn á kvennadeildum spítalans hafa verið settir í sóttkví eftir að smit kom upp í gær hjá nýbökuðum föður sem hafði dvalið á spítalanum í nokkra daga. Smitið kom upp á sængurlegudeild í gærkvöldi. Nýbakaður faðir, sem reyndist smitaður, hafði verið á spítalanum með móður og barni í fimm daga. Meðal annars á vökudeild. Að minnsta kosti fjórir starfsmenn í sóttkví Í dag hefur verið unnið að því að rekja mögulegar smitleiðir. Að minnsta kosti fjórir starfsmenn deildanna hafa verið settir í sóttkví. Fyrir voru tveir starfsmenn í sóttkví. Eftir að smitið kom upp hafa reglur verið hertar og er mökum ekki leyft að vera með móður og nýbura á meðgöngu- og sængurlegudeildum eftir fæðingu. „Þetta er ákvörðun sem okkur er ekki ljúft að taka en við verðum að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu,“ segir Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir í meðgönguvernd, fósturgreiningu og bráðaþjónustu kvennadeilda. Hún segir að enn sem komið er fái makar að vera viðstaddir fæðingu barns síns, að því gefnu að þeir séu ekki í sóttkví og ekki með nein einkenni. Það geti þó breyst. „Um leið og við sjáum að eitthvað er að breytast þá tökum við nýjar ákvarðanir og það er daglega,“ segir Ingibjörg. Óhugsandi að vera án maka í fæðingu „Það að grípa til þessara aðgerða að maki sé útilokaður eftir að fæðinga á sér stað þetta eru aðgerðir sem ég hef fullan skilning á. Hins vegar finnst mér það eiginlega algjörlega óhugsandi aðstæður að vera ein í fæðingu, án stuðningsaðila. Ég get ekki ímyndað mér það andlega áfall sem það getur falið í sér,“ segir Ásthildur Gunnarsdóttir sem gengin er 37 vikur með sitt fyrsta barn. Síðustu tvær vikur hefur Ásthildur verið í sóttkví eftir að smit kom upp á vinnustað hennar. Hún hefur þó ekki fundið nein einkenni. vísir/sigurjón Mikilvægt fyrir feður að tengjast barni sínu fyrstu dagana Karen Eva Þórarinsdóttir er gengin 34 vikur með sitt þriðja barn. „Það er náttúrlega góð tenging að fá að umgangast barnið sitt fyrsta sólarghringinn og fyrstu dagana og það er alveg nauðsynlegt upp á tengslamyndun hjá þeim líka og hvað þá ef þetta er bannað í fæðingunni, þar er hann náttúrulega aðal stuðningurinn,“ segir Karen Eva. Karen Eva vonar innilega að reglurnar um að makar verði að yfirgefa móður og barn eftir fæðingu verði endurskoðaðar. Hún stingur upp á því að makar verði skimaðir fyrir veirunni fyrir fæðingu. Mega ekki missa meiri mannskap á kvennadeildum Ingibjörg segir miklar áhyggjur meðal starfsfólks kvennadeildanna. „Áhyggjuefnið okkar er núna númer eitt tvö og þrjú að við séum að smita konur í barneignarferli og nýbura og að við höfum ekki mannskap til að sinna þessari sérhæfðu þjónustu. Við erum með takmarkaðan mannauð á hverri deild fyrir sig og við megum engan mann missa,“ segir Ingibjörg. Hún ráðleggur barnshafandi konum að fara í sjálfskipaða sóttkví. „Og ég myndi mæla með að fjölskyldan reyndi að halda sig sem minnst innan um aðra og vera bara heima hjá sér,“ segir Ingibjörg. Þrátt fyrir vísbendingar um að veiran hafi ekki áhrif á barn í móðurkviði sé ekki vitað um afleiðingar á sýkingu móður til barns. „Þá veit ég um fimm staðfest smit hjá þunguðum konum, þær eru staddar á öllu rófi meðgöngunnar,“ segir Ingibjörg. Finna fyrir miklum kvíða Ásthildur segir aðstæðurnar vera óraunverulegar til að bjóða nýtt líf velkomið í heiminn. „Það er oft talað um að stress og kvíði og annað slíkt geti haft neikvæð áhrif á verðandi mæður og það er eitthvað sem maður finnur klárlega fyrir í sínu daglega lífi í dag. Þetta er eiginlega búið að fara úr því að vera mikið tilhlökkunarefni yfir í að vera mjög kvíðvænlegt,“ segir Ásthildur. Karen Eva tekur í sama streng.„Maður er stressaður, maður er kvíðinn fyrir komandi tímum. Maður er kvíðinn fyrir því hvernig ástandið verður, hvernig ástandið verður á spítalanum þannig þetta eru vægast sagt stressandi tímar,“ segir Karen Eva. „Meðgangan ein og sér og allt sem getur farið úrskeiðis á þessum tíma er nú bara nógu kvíðvænlegt fyrir margar. Manni finnst maður ekki finna fyrir ró í sínu daglega lífi. Þetta er stress og maður er viðstöðulaust að hugsa um þetta, því miður,“ segir Ásthildur. Vill fæðingarnámskeið á netið Ásthildur og maðurinn hennar áttu bókað á fæðingarnámskeið sem átti að vera haldið tveimur dögum eftir að samkomubannið skall á. „Þannig það var flautað af skiljanlega. Ég stakk hins vegar upp á því hvort það væri ekki tækifæri til að færa það yfir á netið, vera með live námskeið, en það virðist ekkert vera í boði eins og staðan er núna þannig að bæði er maður að fara inn í fæðinguna mögulega einn og óundirbúin. Ég get að sjálfsögðu lesið mig til um þetta í bókum en ég myndi segja að fagleg fræðsla væri ákjósanleg. Þannig það væri eitthvað sem ég myndi skora á fagfólk að skoða hvort það sé ekki hægt að bjóða upp á slíkt,“ segir Ásthildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Fimm barnshafandi konur eru með Covid-19 sjúkdóminn. Yfirljósmóðir ráðleggur þunguðum konum og fjölskyldum þeirra að fara í sjálfskipaða sóttkví. Að minnsta kosti fjórir starfsmenn á kvennadeildum spítalans hafa verið settir í sóttkví eftir að smit kom upp í gær hjá nýbökuðum föður sem hafði dvalið á spítalanum í nokkra daga. Smitið kom upp á sængurlegudeild í gærkvöldi. Nýbakaður faðir, sem reyndist smitaður, hafði verið á spítalanum með móður og barni í fimm daga. Meðal annars á vökudeild. Að minnsta kosti fjórir starfsmenn í sóttkví Í dag hefur verið unnið að því að rekja mögulegar smitleiðir. Að minnsta kosti fjórir starfsmenn deildanna hafa verið settir í sóttkví. Fyrir voru tveir starfsmenn í sóttkví. Eftir að smitið kom upp hafa reglur verið hertar og er mökum ekki leyft að vera með móður og nýbura á meðgöngu- og sængurlegudeildum eftir fæðingu. „Þetta er ákvörðun sem okkur er ekki ljúft að taka en við verðum að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu,“ segir Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir í meðgönguvernd, fósturgreiningu og bráðaþjónustu kvennadeilda. Hún segir að enn sem komið er fái makar að vera viðstaddir fæðingu barns síns, að því gefnu að þeir séu ekki í sóttkví og ekki með nein einkenni. Það geti þó breyst. „Um leið og við sjáum að eitthvað er að breytast þá tökum við nýjar ákvarðanir og það er daglega,“ segir Ingibjörg. Óhugsandi að vera án maka í fæðingu „Það að grípa til þessara aðgerða að maki sé útilokaður eftir að fæðinga á sér stað þetta eru aðgerðir sem ég hef fullan skilning á. Hins vegar finnst mér það eiginlega algjörlega óhugsandi aðstæður að vera ein í fæðingu, án stuðningsaðila. Ég get ekki ímyndað mér það andlega áfall sem það getur falið í sér,“ segir Ásthildur Gunnarsdóttir sem gengin er 37 vikur með sitt fyrsta barn. Síðustu tvær vikur hefur Ásthildur verið í sóttkví eftir að smit kom upp á vinnustað hennar. Hún hefur þó ekki fundið nein einkenni. vísir/sigurjón Mikilvægt fyrir feður að tengjast barni sínu fyrstu dagana Karen Eva Þórarinsdóttir er gengin 34 vikur með sitt þriðja barn. „Það er náttúrlega góð tenging að fá að umgangast barnið sitt fyrsta sólarghringinn og fyrstu dagana og það er alveg nauðsynlegt upp á tengslamyndun hjá þeim líka og hvað þá ef þetta er bannað í fæðingunni, þar er hann náttúrulega aðal stuðningurinn,“ segir Karen Eva. Karen Eva vonar innilega að reglurnar um að makar verði að yfirgefa móður og barn eftir fæðingu verði endurskoðaðar. Hún stingur upp á því að makar verði skimaðir fyrir veirunni fyrir fæðingu. Mega ekki missa meiri mannskap á kvennadeildum Ingibjörg segir miklar áhyggjur meðal starfsfólks kvennadeildanna. „Áhyggjuefnið okkar er núna númer eitt tvö og þrjú að við séum að smita konur í barneignarferli og nýbura og að við höfum ekki mannskap til að sinna þessari sérhæfðu þjónustu. Við erum með takmarkaðan mannauð á hverri deild fyrir sig og við megum engan mann missa,“ segir Ingibjörg. Hún ráðleggur barnshafandi konum að fara í sjálfskipaða sóttkví. „Og ég myndi mæla með að fjölskyldan reyndi að halda sig sem minnst innan um aðra og vera bara heima hjá sér,“ segir Ingibjörg. Þrátt fyrir vísbendingar um að veiran hafi ekki áhrif á barn í móðurkviði sé ekki vitað um afleiðingar á sýkingu móður til barns. „Þá veit ég um fimm staðfest smit hjá þunguðum konum, þær eru staddar á öllu rófi meðgöngunnar,“ segir Ingibjörg. Finna fyrir miklum kvíða Ásthildur segir aðstæðurnar vera óraunverulegar til að bjóða nýtt líf velkomið í heiminn. „Það er oft talað um að stress og kvíði og annað slíkt geti haft neikvæð áhrif á verðandi mæður og það er eitthvað sem maður finnur klárlega fyrir í sínu daglega lífi í dag. Þetta er eiginlega búið að fara úr því að vera mikið tilhlökkunarefni yfir í að vera mjög kvíðvænlegt,“ segir Ásthildur. Karen Eva tekur í sama streng.„Maður er stressaður, maður er kvíðinn fyrir komandi tímum. Maður er kvíðinn fyrir því hvernig ástandið verður, hvernig ástandið verður á spítalanum þannig þetta eru vægast sagt stressandi tímar,“ segir Karen Eva. „Meðgangan ein og sér og allt sem getur farið úrskeiðis á þessum tíma er nú bara nógu kvíðvænlegt fyrir margar. Manni finnst maður ekki finna fyrir ró í sínu daglega lífi. Þetta er stress og maður er viðstöðulaust að hugsa um þetta, því miður,“ segir Ásthildur. Vill fæðingarnámskeið á netið Ásthildur og maðurinn hennar áttu bókað á fæðingarnámskeið sem átti að vera haldið tveimur dögum eftir að samkomubannið skall á. „Þannig það var flautað af skiljanlega. Ég stakk hins vegar upp á því hvort það væri ekki tækifæri til að færa það yfir á netið, vera með live námskeið, en það virðist ekkert vera í boði eins og staðan er núna þannig að bæði er maður að fara inn í fæðinguna mögulega einn og óundirbúin. Ég get að sjálfsögðu lesið mig til um þetta í bókum en ég myndi segja að fagleg fræðsla væri ákjósanleg. Þannig það væri eitthvað sem ég myndi skora á fagfólk að skoða hvort það sé ekki hægt að bjóða upp á slíkt,“ segir Ásthildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira