Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2020 11:28 Fjallið Traðarhyrna gnæfir yfir Bolungarvík. Vísir/SamúelKarl Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. Togarinn verður í höfn þar til niðurstaða fæst og skipverjarnir sem eru á annan tug fara að öllu með gát. Kærastan skipverjans, sem ekki er búsett á Vestfjörðum, er smituð af Covid-19. Sýni skipverjans þarf að senda suður til Reykjavíkur í greiningu og er niðurstöðu að vænta á miðvikudag. Höskuldur Bragason er skipstjóri á Sirrý ÍS sem er skip í eigu Jakobs Valgeirs. Höskuldur segir áhöfnina bíða niðurstöðu úr sýni félaga þeirra. „Það er enginn okkar smitaður, svo við vitum. Þetta er bara fyrirbyggjandi aðgerð,“ segir Höskuldur um áhöfnina sem fer öllu með gát á meðan. Ef í ljósi komi að skipverjinn sé smitaður þá þurfi auðvitað að skoða aðra í áhöfninni. Á sjónum sé unnið í þröngu rými. Möguleg harmónikkuáhrif Ljóst er að smit í áhöfninni myndi hafa töluverð áhrif á samfélagið fyrir vestan. Gæti haft harmonikkuáhrif. Þannig hafi löndunin mikil áhrif á störf í frystihúsinu í Bolungarvík þótt vissulega séu fleiri bátar sem landi á svæðinu. „Konur manna um borð náttúrulega vinna í fyrstihúsinu eða sinna öðrum störfum í bænum. Þess vegna taka menn enga sénsa. Við bíðum bara.“ Hann segir mannskapinn ekki hafa umgengist íbúana mikið undanfarnar vikur. Skipverjar rétt komi í land og eru svo farnir aftur. Menn séu hraustir en maður viti auðvitað aldrei. Alls öryggis sé gætt. Vestfirðir hafa verið svo til lausir við greind smit hingað til. Á Covid.is sést að þrjú smit hafa greinst á Vestfjörðum. Tvö þeirra eru þó frá fólki með lögheimili á Vestfjörðum þótt það búi alls ekki þar. Verður erfitt að sleppa frá þessu „Fyrsta smitið var einhver sem kom að utan og fór í sóttkví fyrir sunnan þegar hann greindist, og hefur ekki komið hingað. Svo var annar nálægt Reykhólum og með lögheimili á Patreksfirði,“ segir Höskuldur. Hann segir fólk á Vestfjörðum meðvitað að veiran muni koma, á Vestfjörðum eins og annars staðar. „En við vitum að það verður erfitt að sleppa alveg frá þessu. Það er bara hversu harkalegt þetta verður. Við viljum bara hefla þetta niður svo þetta komi ekki eins og einhver snjóhengja.“ Uppfært klukkan 12:20: Greint hefur verið frá fyrsta smitinu á Vestfjörðum að því er fram kemur á vef Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Sjávarútvegur Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira
Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. Togarinn verður í höfn þar til niðurstaða fæst og skipverjarnir sem eru á annan tug fara að öllu með gát. Kærastan skipverjans, sem ekki er búsett á Vestfjörðum, er smituð af Covid-19. Sýni skipverjans þarf að senda suður til Reykjavíkur í greiningu og er niðurstöðu að vænta á miðvikudag. Höskuldur Bragason er skipstjóri á Sirrý ÍS sem er skip í eigu Jakobs Valgeirs. Höskuldur segir áhöfnina bíða niðurstöðu úr sýni félaga þeirra. „Það er enginn okkar smitaður, svo við vitum. Þetta er bara fyrirbyggjandi aðgerð,“ segir Höskuldur um áhöfnina sem fer öllu með gát á meðan. Ef í ljósi komi að skipverjinn sé smitaður þá þurfi auðvitað að skoða aðra í áhöfninni. Á sjónum sé unnið í þröngu rými. Möguleg harmónikkuáhrif Ljóst er að smit í áhöfninni myndi hafa töluverð áhrif á samfélagið fyrir vestan. Gæti haft harmonikkuáhrif. Þannig hafi löndunin mikil áhrif á störf í frystihúsinu í Bolungarvík þótt vissulega séu fleiri bátar sem landi á svæðinu. „Konur manna um borð náttúrulega vinna í fyrstihúsinu eða sinna öðrum störfum í bænum. Þess vegna taka menn enga sénsa. Við bíðum bara.“ Hann segir mannskapinn ekki hafa umgengist íbúana mikið undanfarnar vikur. Skipverjar rétt komi í land og eru svo farnir aftur. Menn séu hraustir en maður viti auðvitað aldrei. Alls öryggis sé gætt. Vestfirðir hafa verið svo til lausir við greind smit hingað til. Á Covid.is sést að þrjú smit hafa greinst á Vestfjörðum. Tvö þeirra eru þó frá fólki með lögheimili á Vestfjörðum þótt það búi alls ekki þar. Verður erfitt að sleppa frá þessu „Fyrsta smitið var einhver sem kom að utan og fór í sóttkví fyrir sunnan þegar hann greindist, og hefur ekki komið hingað. Svo var annar nálægt Reykhólum og með lögheimili á Patreksfirði,“ segir Höskuldur. Hann segir fólk á Vestfjörðum meðvitað að veiran muni koma, á Vestfjörðum eins og annars staðar. „En við vitum að það verður erfitt að sleppa alveg frá þessu. Það er bara hversu harkalegt þetta verður. Við viljum bara hefla þetta niður svo þetta komi ekki eins og einhver snjóhengja.“ Uppfært klukkan 12:20: Greint hefur verið frá fyrsta smitinu á Vestfjörðum að því er fram kemur á vef Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Sjávarútvegur Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira