Fótbolti

Shearer segir Aguero betri en Henry

Anton Ingi Leifsson skrifar
Manchester City Teams Celebration Parade MANCHESTER, ENGLAND - MAY 20: Sergio Aguero of Manchester City celebrates with the Premier League trophy during the Manchester City Teams Celebration Parade on May 20, 2019 in Manchester, England. (Photo by Victoria Haydn/Manchester City FC via Getty Images)
Manchester City Teams Celebration Parade MANCHESTER, ENGLAND - MAY 20: Sergio Aguero of Manchester City celebrates with the Premier League trophy during the Manchester City Teams Celebration Parade on May 20, 2019 in Manchester, England. (Photo by Victoria Haydn/Manchester City FC via Getty Images)

Alan Shearer, goðsögn, setur Sergio Aguero ofar en Thierry Henry á lista yfir bestu framherja ensku úrvalsdeildarinnar. Shearer setur þó sjálfan sig í efsta sætið.

Umræðuefnið var til umræðu í Match of the Day þar sem Shearer og Ian Wright ræddu stöðuna ásamt stjórnandanum Gary Lineker. Wright og Lineker völdu Henry en Shearer var ekki á sama máli.

„Aguero er nú 32 ára og hann er enn að negla inn mörkum hægri, vinstri. Ég veit að hann er að spila í stórkostlegu liði en 180 mörk, 260 leikir og sérðu hvað hann hefur unnið,“ sagði Shearer og hélt áfram:

„Ég elska þá báða. Thierry var öðruvísi. Hlutverk framherja hefur breyst mikið. Þú verður að skora mörk og þeir eru ekki bara miklir markaskorarar heldur hafa þeir einnig skorað frábær mörk í gegnum tíðina.“

Aguero er markahæsti erlendi leikmaðurinn í enska boltanum en hann hefur skorað 180 mörk, rétt á undan Henry sem skoraði 176 mörk í 258 leikjum. Aguero hefur leikið 261 leik í ensku úrvalsdeildinni.

Argentínumaðurinn hefur einnig unnið deildina fjórum sinnum en Henry vann hana í tvígang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×