Segir brottför Cristiano Ronaldo frá Man. Utd eiga þátt í sigri Íslands á Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 10:00 Cristiano Ronaldo mætti íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi sumarið 2016. Leik liðanna endaði með 1-1 jafntefli en Portúgalar fóru síðan alla leið og urðu Evrópumeistarar. Getty/Ian MacNicol Sumarið 2009 seldi Manchester United ríkjandi besta knattspyrnumann heims þegar hann var aðeins 24 ára gamall og líklegur til að halda félaginu í hópi þeirra bestu í heimi næsta áratuginn. Hvað hefði hins vegar gerst ef Cristiano Ronaldo hefði ekki farið frá Manchester United sumarið 2009? Nú hafa menn leikið sér að því að taka saman fjórtán atriði sem hefði ekki gerst. The Irish Guy talaði um fjórtán mögulegar breytingar á fótboltaheiminum ef Cristiano Ronaldo hefði haldið áfram að spila með United liðinu. Auðvitað snúast mestu breytingarnar um gengi Manchester United sem hefði vissulega notið góðs af því að halda besta knattspyrnumanni heims í stað þess að missa hann suður til Spánar. Það er ekki síst gengi liðsins eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem hefði breyst mest. Þetta var vissulega meira til gamans gert enda veit enginn hvað hefði í raun gerst. Það er samt athyglisvert að fara yfir listann og sjá hve mikil áhrif þessi ekki brottför Cristiano Ronaldo hefði þannig haft á erkifjendur Manchester United í Liverpool. Sjöundi hluturinn á þessum fjórtán hluta lista er líka með mjög stóra Íslandstengingu. Þetta hefði haft talsverð áhrif á stjóramálin hjá Liverpool því Rafael Benitez hefði haldið stöðu sinni lengur og Andre Villas-Boas endað seinna sem stjóri Liverpool með Louis van Gaal sem íþróttastjóra. Michael Owen hefði líka aldrei spilað fyrir Manchester United og væri fyrir vikið væntanlega orðinn vinsæll meðal stuðningsmanna Liverpool aftur. The Irish Guy sér líka fyrir sér að Manchester United hefði fengið Jürgen Klopp til að leysa af Sir Alex Ferguson og að Klopp og Ronaldo hefðu unnið marga titla saman á Old Trafford. Íslandstengingin snýr að landsliðsþjálfaranum Roy Hodgson sem hann telur að hafa aldrei getað orðið landsliðsþjálfari Englendinga án þess að fá að stýra Liverpool. Roy Hodgson hefði þar með ekki stýrt enska landsliðinu á móti því enska og ekki látið Harry Kane taka hornin eins og frægt var. Fyrir vikið er það mat The Irish Guy að íslenska landsliðið hefði aldrei unnið Wayne Rooney og félaga með betri landsliðsþjálfara. Við Íslendingar erum þó ekki sammála þessu enda var íslenska landsliðið til alls líklegt á þessum tíma. Allan listann má sjá hér fyrir neðan en í greininni hjá GiveMeSport er síðan farið nánar í öll atriðin. Atriðin fjórtán í fótboltasögunni sem hefði endað öðruvísi: 1. Real Madrid hefði sótt Franck Ribery og haldið Arjen Robben 2. Michael Owen hefði endað hjá Hull og Antonio Valencia farið til Real Madrid 3. Manchester United hefði unnið ensku deildina 2010 og Meistaradeildina líka 4. Wesley Sneijder hefði komið á Old Trafford 5. Miklar breytingar hjá Chelsea sumarið eftir 6. Liverpool hefði unnið Evrópudeildina og haldið Rafael Benitez 7. Enska landsliðið hefði ekki tapað fyrir Íslandi á EM 2016 8. Newcastle liðið hefði fallið 9. Tottenham hefði keypt Andy Carroll og selt Harry Kane 10. Chelsea hefði unnuð 2010/11 titilinn en United hefði náð honum síðan aftur 11. Jose Mourinho hefði endað hjá Manchester City og eytt miklum peningi 12. Andre Villas-Boas og Louis van Gaal hefði unnið saman hjá Liverpool 13. Jürgen Klopp hefði tekið við af Ferguson á Old Trafford 14. Manchester United hefði unnið þrjá titla í röð og tvö Meistaradeildatitla að auki Hér fyrir neðan má líka síðan sjá alla upptalninguna hjá The Irish Guy í myndbandinu hjá HITC Sport. watch on YouTube EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
Sumarið 2009 seldi Manchester United ríkjandi besta knattspyrnumann heims þegar hann var aðeins 24 ára gamall og líklegur til að halda félaginu í hópi þeirra bestu í heimi næsta áratuginn. Hvað hefði hins vegar gerst ef Cristiano Ronaldo hefði ekki farið frá Manchester United sumarið 2009? Nú hafa menn leikið sér að því að taka saman fjórtán atriði sem hefði ekki gerst. The Irish Guy talaði um fjórtán mögulegar breytingar á fótboltaheiminum ef Cristiano Ronaldo hefði haldið áfram að spila með United liðinu. Auðvitað snúast mestu breytingarnar um gengi Manchester United sem hefði vissulega notið góðs af því að halda besta knattspyrnumanni heims í stað þess að missa hann suður til Spánar. Það er ekki síst gengi liðsins eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem hefði breyst mest. Þetta var vissulega meira til gamans gert enda veit enginn hvað hefði í raun gerst. Það er samt athyglisvert að fara yfir listann og sjá hve mikil áhrif þessi ekki brottför Cristiano Ronaldo hefði þannig haft á erkifjendur Manchester United í Liverpool. Sjöundi hluturinn á þessum fjórtán hluta lista er líka með mjög stóra Íslandstengingu. Þetta hefði haft talsverð áhrif á stjóramálin hjá Liverpool því Rafael Benitez hefði haldið stöðu sinni lengur og Andre Villas-Boas endað seinna sem stjóri Liverpool með Louis van Gaal sem íþróttastjóra. Michael Owen hefði líka aldrei spilað fyrir Manchester United og væri fyrir vikið væntanlega orðinn vinsæll meðal stuðningsmanna Liverpool aftur. The Irish Guy sér líka fyrir sér að Manchester United hefði fengið Jürgen Klopp til að leysa af Sir Alex Ferguson og að Klopp og Ronaldo hefðu unnið marga titla saman á Old Trafford. Íslandstengingin snýr að landsliðsþjálfaranum Roy Hodgson sem hann telur að hafa aldrei getað orðið landsliðsþjálfari Englendinga án þess að fá að stýra Liverpool. Roy Hodgson hefði þar með ekki stýrt enska landsliðinu á móti því enska og ekki látið Harry Kane taka hornin eins og frægt var. Fyrir vikið er það mat The Irish Guy að íslenska landsliðið hefði aldrei unnið Wayne Rooney og félaga með betri landsliðsþjálfara. Við Íslendingar erum þó ekki sammála þessu enda var íslenska landsliðið til alls líklegt á þessum tíma. Allan listann má sjá hér fyrir neðan en í greininni hjá GiveMeSport er síðan farið nánar í öll atriðin. Atriðin fjórtán í fótboltasögunni sem hefði endað öðruvísi: 1. Real Madrid hefði sótt Franck Ribery og haldið Arjen Robben 2. Michael Owen hefði endað hjá Hull og Antonio Valencia farið til Real Madrid 3. Manchester United hefði unnið ensku deildina 2010 og Meistaradeildina líka 4. Wesley Sneijder hefði komið á Old Trafford 5. Miklar breytingar hjá Chelsea sumarið eftir 6. Liverpool hefði unnið Evrópudeildina og haldið Rafael Benitez 7. Enska landsliðið hefði ekki tapað fyrir Íslandi á EM 2016 8. Newcastle liðið hefði fallið 9. Tottenham hefði keypt Andy Carroll og selt Harry Kane 10. Chelsea hefði unnuð 2010/11 titilinn en United hefði náð honum síðan aftur 11. Jose Mourinho hefði endað hjá Manchester City og eytt miklum peningi 12. Andre Villas-Boas og Louis van Gaal hefði unnið saman hjá Liverpool 13. Jürgen Klopp hefði tekið við af Ferguson á Old Trafford 14. Manchester United hefði unnið þrjá titla í röð og tvö Meistaradeildatitla að auki Hér fyrir neðan má líka síðan sjá alla upptalninguna hjá The Irish Guy í myndbandinu hjá HITC Sport. watch on YouTube
Atriðin fjórtán í fótboltasögunni sem hefði endað öðruvísi: 1. Real Madrid hefði sótt Franck Ribery og haldið Arjen Robben 2. Michael Owen hefði endað hjá Hull og Antonio Valencia farið til Real Madrid 3. Manchester United hefði unnið ensku deildina 2010 og Meistaradeildina líka 4. Wesley Sneijder hefði komið á Old Trafford 5. Miklar breytingar hjá Chelsea sumarið eftir 6. Liverpool hefði unnið Evrópudeildina og haldið Rafael Benitez 7. Enska landsliðið hefði ekki tapað fyrir Íslandi á EM 2016 8. Newcastle liðið hefði fallið 9. Tottenham hefði keypt Andy Carroll og selt Harry Kane 10. Chelsea hefði unnuð 2010/11 titilinn en United hefði náð honum síðan aftur 11. Jose Mourinho hefði endað hjá Manchester City og eytt miklum peningi 12. Andre Villas-Boas og Louis van Gaal hefði unnið saman hjá Liverpool 13. Jürgen Klopp hefði tekið við af Ferguson á Old Trafford 14. Manchester United hefði unnið þrjá titla í röð og tvö Meistaradeildatitla að auki
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira