Innlent

Milt veður á öllu landinu

Sylvía Hall skrifar
Þá verður skýjað og dálítil súld eða rigning á sunnan- og vestanverðu landinu en lengst af bjartviðri fyrir norðan.
Þá verður skýjað og dálítil súld eða rigning á sunnan- og vestanverðu landinu en lengst af bjartviðri fyrir norðan. Vísir/vilhelm

Í dag og á morgun er spáð einsleitu en mildu veðri á landinu með suðaustan strekkingi. Sumstaðar gæti orðið allhvasst en hægara fyrir norðan og austan. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Þá verður skýjað og dálítil súld eða rigning á sunnan- og vestanverðu landinu en lengst af bjartviðri fyrir norðan og á Austurlandi. Hiti verður á bilinu sex til ellefu stig yfir daginn.

Það bætir í úrkomu á vestanverðu landinu seinnipart á morgun en rigningu er spáð víða næstu daga.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Hæg suðlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning eða súld suðvestantil í fyrstu en styttir upp fyrir hádegi. Skýjað með köflum og þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 4 til 11 stig að deginum, hlýjast suðaustanlands.

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):

Hæg suðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast sunnantil.

Á föstudag:

Sunnan- og suðaustan 3-10 m/s. Dálítil rigning, en þurrt norðan og austantil. Hiti víða 3 til 8 stig.

Á laugardag:

Fremur hæg vestlæg átt og bjart með köflum en að mestu skýjað um norðanvert landið. Hiti 2 til 7 stig en að 12 stigum syðst.

Á sunnudag:

Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu á köflum en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×