Tengja loftmengun við aukna hættu á dauðsföllum í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2020 16:25 Loftmengun í Kænugarði í Úkraínu var ein sú mesta í heiminum í apríl. Yfirvöld ráðlögðu borgarbúum þá að halda sig inni við með lokaða glugga. WHO telur loftmengun ábyrga fyrir milljónum dauðsfalla á hverju ári. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að mikil loftmengun í borgum auki hættuna á dauðsföllum af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Of snemmt er þó sagt að fullyrða um bein tengsl þar á milli. Tvær nýjar rannsóknir sýna að með undirliggjandi sjúkdóma vegna mengunar hafi veikst verr af Covid-19 í löndum þar sem loftmengun er mikil en annars staðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í rannsókn Harvard-háskóla í Bandaríkjunum sem hefur enn ekki verið ritrýnd reyndist dánartíðni aukast um allt að 15% á stöðum þar sem styrkur fínna rykagna hafði farið vaxandi árin fyrir heimsfaraldurinn, jafnvel þó að aukningin í mengun hefði verið tiltölulega lítil. „Mynstur í dánartíðni vegna Covid-19 fylgir almennt mynstri á svæðum með mikinn íbúaþéttleika og mikla PM2,5 mengun,“ segir í skýrslu Harvard. PM2,5 er tegund af fínu svifryki sem þekkt er að tengist öndunarfærasjúkdómum og lungnakrabbameini. Í sömu átt hnígur rannsókn Háskólans í Siena á Ítalíu og Árósarháskóla í Danmörku. Í henni komu fram möguleg tengsl mikillar loftmengunar og dauðfalla vegna Covid-19 á norðanverðri Ítalíu. Þannig var dánartíðni í héruðunum Langbarðalandi og Emilíu-Rómanja um 12% í faraldrinum en annars staðar á Ítalíu 4,5%. Mögulegt er talið að mikil loftmengun á Norður-Ítalíu, þar sem mikið af iðnaði landsins er staðsettur, hafi átt þátt í aukinni dánartíðni þar. Fleiri er þó talið geta spilað inn í, þar á meðal lýðfræðilegir þættir eins og aldur en einnig munur á heilbrigðisþjónustu og viðbúnaði á milli svæða. Loftmengun verður þegar um sjö milljónum manna að bana á ári, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Um 90% mannkyns býr á svæðum þar sem loftmengun er umfram heilnæmismörk. Rannsókn sem var gerð árið 2003 benti til þess að fólk sem bjó á svæðum þar sem loftmengun var mikil hafi verið meira en tvöfalt líklegri en aðrir til að láta lífið í Sars-faraldrinum sem geisaði árið 2002. Annað afbrigði kórónuveiru olli þeim faraldri. Maria Neira frá WHO segir að lönd í Rómönsku Ameríku, Afríku og Asíu þar sem loftmengun er mikil ættu að gera sérstakar ráðstafanir. „Við ætlum að kortleggja menguðustu borgirnar á grundvelli gagnagrunns okkar til að styðja yfirvöld á þessum svæðum svo þau geti undirbúið viðbragðsáætlun við faraldrinum í samræmi við það,“ segir Neira. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Vísbendingar eru um að mikil loftmengun í borgum auki hættuna á dauðsföllum af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Of snemmt er þó sagt að fullyrða um bein tengsl þar á milli. Tvær nýjar rannsóknir sýna að með undirliggjandi sjúkdóma vegna mengunar hafi veikst verr af Covid-19 í löndum þar sem loftmengun er mikil en annars staðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í rannsókn Harvard-háskóla í Bandaríkjunum sem hefur enn ekki verið ritrýnd reyndist dánartíðni aukast um allt að 15% á stöðum þar sem styrkur fínna rykagna hafði farið vaxandi árin fyrir heimsfaraldurinn, jafnvel þó að aukningin í mengun hefði verið tiltölulega lítil. „Mynstur í dánartíðni vegna Covid-19 fylgir almennt mynstri á svæðum með mikinn íbúaþéttleika og mikla PM2,5 mengun,“ segir í skýrslu Harvard. PM2,5 er tegund af fínu svifryki sem þekkt er að tengist öndunarfærasjúkdómum og lungnakrabbameini. Í sömu átt hnígur rannsókn Háskólans í Siena á Ítalíu og Árósarháskóla í Danmörku. Í henni komu fram möguleg tengsl mikillar loftmengunar og dauðfalla vegna Covid-19 á norðanverðri Ítalíu. Þannig var dánartíðni í héruðunum Langbarðalandi og Emilíu-Rómanja um 12% í faraldrinum en annars staðar á Ítalíu 4,5%. Mögulegt er talið að mikil loftmengun á Norður-Ítalíu, þar sem mikið af iðnaði landsins er staðsettur, hafi átt þátt í aukinni dánartíðni þar. Fleiri er þó talið geta spilað inn í, þar á meðal lýðfræðilegir þættir eins og aldur en einnig munur á heilbrigðisþjónustu og viðbúnaði á milli svæða. Loftmengun verður þegar um sjö milljónum manna að bana á ári, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Um 90% mannkyns býr á svæðum þar sem loftmengun er umfram heilnæmismörk. Rannsókn sem var gerð árið 2003 benti til þess að fólk sem bjó á svæðum þar sem loftmengun var mikil hafi verið meira en tvöfalt líklegri en aðrir til að láta lífið í Sars-faraldrinum sem geisaði árið 2002. Annað afbrigði kórónuveiru olli þeim faraldri. Maria Neira frá WHO segir að lönd í Rómönsku Ameríku, Afríku og Asíu þar sem loftmengun er mikil ættu að gera sérstakar ráðstafanir. „Við ætlum að kortleggja menguðustu borgirnar á grundvelli gagnagrunns okkar til að styðja yfirvöld á þessum svæðum svo þau geti undirbúið viðbragðsáætlun við faraldrinum í samræmi við það,“ segir Neira.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira