Ríkisstjórnin bætir við sig miklu fylgi Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2020 17:23 Ríkisstjórnin hefur fengið meðbyr í seglin á sama tíma og hún grípur til umfangsmikilla aðgerða samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup í marsmánuði. Vísir/Frikki Ríkisstjórnin hefur bætt verulega við fylgi sitt á síðustu vikum aðgerða vegna samdráttar í efnahags- og atvinnulífi. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup studdu sjö prósentustigum fleiri ríkisstjórnina í mars en í síðustu könnun. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 55 prósent styðja ríkisstjórnina og hefur stuðningur við hana ekki mælst meiri hjá fyrirtækinu frá því í apríl árið 2018 þegar hún var nokkurra mánaða gömul. "Meiri stuðningur mældist við ríkisstjórnina seinni hluta marsmánaðar en fyrri hluta hans, en rösklega 59% sögðust styðja stjórnina seinni hluta mánaðarins samanborið við tæplega 52% fyrri hluta hans," segir í tilkynningu frá Gallup. Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur aukist mikið undanfarnar vikur samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup.Grafík frá Gallup Helstu breytingar á fylgi flokka frá síðustu mælingu séu að Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn tapi fylgi eftir mikla fylgisaukningu í febrúar. Fylgi Miðflokksins minnki um þrjú prósentustig, en rúmlega 11% þeirra sem taki afstöðu myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag. Samkvæmt könnun Gallup í mars minnkar fylgi Sósíalistaflokksins um tæplega tvö prósentustig en ríflega 3% myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða, eða um 0,1-1,5 prósentustig. Rösklega 23% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 15% Samfylkinguna, ríflega 13% Vinstri græn, um 11% Viðreisn, rúmlega 10% Pírata, liðlega 8% Framsóknarflokkinn og rúmlega 4% Flokk fólksins. Liðlega 11% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og sama hlutfall tekur ekki afstöðu eða neitar að gefa hana upp. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar samþykktur Alþingi samþykkti í kvöld aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldsins. Aðgerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða króna. 30. mars 2020 22:05 Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07 Ríkið hyggst greiða Icelandair til að tryggja samgöngur Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Evrópu og Bandaríkjanna. 30. mars 2020 08:41 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur bætt verulega við fylgi sitt á síðustu vikum aðgerða vegna samdráttar í efnahags- og atvinnulífi. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup studdu sjö prósentustigum fleiri ríkisstjórnina í mars en í síðustu könnun. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 55 prósent styðja ríkisstjórnina og hefur stuðningur við hana ekki mælst meiri hjá fyrirtækinu frá því í apríl árið 2018 þegar hún var nokkurra mánaða gömul. "Meiri stuðningur mældist við ríkisstjórnina seinni hluta marsmánaðar en fyrri hluta hans, en rösklega 59% sögðust styðja stjórnina seinni hluta mánaðarins samanborið við tæplega 52% fyrri hluta hans," segir í tilkynningu frá Gallup. Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur aukist mikið undanfarnar vikur samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup.Grafík frá Gallup Helstu breytingar á fylgi flokka frá síðustu mælingu séu að Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn tapi fylgi eftir mikla fylgisaukningu í febrúar. Fylgi Miðflokksins minnki um þrjú prósentustig, en rúmlega 11% þeirra sem taki afstöðu myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag. Samkvæmt könnun Gallup í mars minnkar fylgi Sósíalistaflokksins um tæplega tvö prósentustig en ríflega 3% myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða, eða um 0,1-1,5 prósentustig. Rösklega 23% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 15% Samfylkinguna, ríflega 13% Vinstri græn, um 11% Viðreisn, rúmlega 10% Pírata, liðlega 8% Framsóknarflokkinn og rúmlega 4% Flokk fólksins. Liðlega 11% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og sama hlutfall tekur ekki afstöðu eða neitar að gefa hana upp.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar samþykktur Alþingi samþykkti í kvöld aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldsins. Aðgerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða króna. 30. mars 2020 22:05 Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07 Ríkið hyggst greiða Icelandair til að tryggja samgöngur Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Evrópu og Bandaríkjanna. 30. mars 2020 08:41 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar samþykktur Alþingi samþykkti í kvöld aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldsins. Aðgerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða króna. 30. mars 2020 22:05
Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07
Ríkið hyggst greiða Icelandair til að tryggja samgöngur Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Evrópu og Bandaríkjanna. 30. mars 2020 08:41