Fólkið í einna mestri smithættu: Sumir ókurteisir en fá líka þakkir fyrir að standa vaktina Stefán Árni Pálsson skrifar 21. apríl 2020 11:30 Fólk í heilbrigðisgeiranum, læknar, hjúkrunarfræðingar og fleiri hafa staðið sig gríðarlega vel í faraldrinum svo ekki sé talað um þríeykið Ölmu Möller, Þórólf Guðnason og Víði Reynisson. Starfsfólk margra annarra greina hefur einnig staðið vaktina og má þar nefna starfsfólk matvöruverslana sem er í mikilli hættu á að smitast, stendur þó vaktina og sér til þess að við sjáum ekki tómar hillur eins og gerst hefur víða. Í Íslandi í dag hitti Sindri Sindrason þetta fólk, heyrði sögur af viðskiptavinum, í hverju starfsfólk er að lenda, hvernig andrúmsloftið er, hvort viðskiptavinir séu að fara eftir reglum og hvað gerist ef viðskiptavinir neita að fara eftir þeim. „Þetta er ótrúlega skrýtið ástand en ég finn það að fólk er orðið almennt kurteisara,“ segir Tómas Ó. Malmberg, starfsmaður Nettó, og bætir við. „Það kemur alltaf einn og einn sem hefur bara dottið vitlausu megin fram úr rúminu, því miður. Þeir eru alltaf til en almennt hefur fólk verið yfirmátta kurteist.“ „Maður fær jafnvel þakkir fyrir að standa vaktina og mér þykir voðalega vænt um það. Sumir lifa í ótta „Þetta hefur bara gengið þokkalega vel. Þetta og góð verslun alla dagana og fólk er aðallega að kaupa í mat. Einnig spil og leikföng og allir heima að skemmta sér,“ segir Gunnar Steinn Þórsson, verslunarstjóri Hagkaups. „Já og nei. Það eru sumir kannski stressaðri en aðrir og sumir lifa kannski smá í ótta. Við vinnum bara með það. Ég er ekki hræddur við að smitast en þetta er bara upp á öryggis,“ segir Milan Medic, starfsmaður Nettó, sem er ávallt í hönskum. „Við sem erum í búðinni þurfum að passa extra vel upp á fjarlægðina við kúnnann og upp á handþvottinn,“ segir Magnús Gunnarsson, verslunarstjóri hjá Bónus. „Flestir eru kurteisir. Sumum finnst óþægilegt þegar maður labbar inn í búð og víkur svona kannski smá frá þér,“ segir Marín Imma Richards, starfsmaður hjá Hagkaup. „Það er einn og einn sem vill ekki spritta sig og segir kannski ha? Af hverju? Og ég svara þá oftast, horfir þú ekki á fréttir elskan,“ segir Ingibjörg Eir Sigurðardóttir, öryggisvörður í Bónus. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Verslun Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Fólk í heilbrigðisgeiranum, læknar, hjúkrunarfræðingar og fleiri hafa staðið sig gríðarlega vel í faraldrinum svo ekki sé talað um þríeykið Ölmu Möller, Þórólf Guðnason og Víði Reynisson. Starfsfólk margra annarra greina hefur einnig staðið vaktina og má þar nefna starfsfólk matvöruverslana sem er í mikilli hættu á að smitast, stendur þó vaktina og sér til þess að við sjáum ekki tómar hillur eins og gerst hefur víða. Í Íslandi í dag hitti Sindri Sindrason þetta fólk, heyrði sögur af viðskiptavinum, í hverju starfsfólk er að lenda, hvernig andrúmsloftið er, hvort viðskiptavinir séu að fara eftir reglum og hvað gerist ef viðskiptavinir neita að fara eftir þeim. „Þetta er ótrúlega skrýtið ástand en ég finn það að fólk er orðið almennt kurteisara,“ segir Tómas Ó. Malmberg, starfsmaður Nettó, og bætir við. „Það kemur alltaf einn og einn sem hefur bara dottið vitlausu megin fram úr rúminu, því miður. Þeir eru alltaf til en almennt hefur fólk verið yfirmátta kurteist.“ „Maður fær jafnvel þakkir fyrir að standa vaktina og mér þykir voðalega vænt um það. Sumir lifa í ótta „Þetta hefur bara gengið þokkalega vel. Þetta og góð verslun alla dagana og fólk er aðallega að kaupa í mat. Einnig spil og leikföng og allir heima að skemmta sér,“ segir Gunnar Steinn Þórsson, verslunarstjóri Hagkaups. „Já og nei. Það eru sumir kannski stressaðri en aðrir og sumir lifa kannski smá í ótta. Við vinnum bara með það. Ég er ekki hræddur við að smitast en þetta er bara upp á öryggis,“ segir Milan Medic, starfsmaður Nettó, sem er ávallt í hönskum. „Við sem erum í búðinni þurfum að passa extra vel upp á fjarlægðina við kúnnann og upp á handþvottinn,“ segir Magnús Gunnarsson, verslunarstjóri hjá Bónus. „Flestir eru kurteisir. Sumum finnst óþægilegt þegar maður labbar inn í búð og víkur svona kannski smá frá þér,“ segir Marín Imma Richards, starfsmaður hjá Hagkaup. „Það er einn og einn sem vill ekki spritta sig og segir kannski ha? Af hverju? Og ég svara þá oftast, horfir þú ekki á fréttir elskan,“ segir Ingibjörg Eir Sigurðardóttir, öryggisvörður í Bónus. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísland í dag Verslun Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira